Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.04.1976, Blaðsíða 34
70 LÆKNABLAÐIÐ borið við 24% af heildarfjölda. Hér er þvi ekki um marktækan mun að ræða. SKIL Niðurstöður athugana, sem gerðar voru á Karolinska sjúkrahúsinu leiddu í ljós, að 13-25% af sjúklingum á lyflæknadeildum gætu vistast á dagdeildum og 3% á hjúkr- unardeildum,- Önnur rannsókn gefur til kynna, að 14% sjúklinganna geta vistast á hjúkrunarheimilum.3 í þessari könnun, er hér hefur verið lýst, var ekki gert ráð fyrir dagheimilavist. Athugun á vistunarþörf sjúklinga á öll- um almennum sjúkrahúsum í Noregi 1970 benti til þess, að um 6% sjúklinga gætu vistast á hjúkrunarheimilum. Niðurstöður könnunar á lyflæknadeildum í Noregi 1970 leiddu í Ijós, að á vissum tímum, þ. e. á sumrin og haustin, voru allt að 50% sjúkl- inga hjúkrunarsjúklingar.-i Pálmi Frímannsson læknir kannaði vist- unarrýmisþörf sjúklinga, sem legið höfðu 30 daga eða lengur á allmörgum sérdeild- um sjúkrahúsa í Reykjavík í mars 1971. Hann taldi, að 60 sjúklingar af 102 gætu vistast á langlegudeildum.3 Niðurstaða þessarar atugunar er, að tæpur þriðjungur (29,1%) sjúklinga á lyf- læknisdeildum Borgarspítala og Land- spítala gætu vistast á öðrum stofnunum, t. d. hjúkrunarheimilum, sem eru ódýrari í byggingu og rekstri. Stór hluti þessara sjúklinga, eða 65%, eru 70 ára og eldri. Þar af eru konur þrisvar sinnum fleiri en karlar. Langflestir þessara sjúklinga eru hjúkrunarsjúklingar. Oft hefur því verið haldið fram, að þessir sjúklingar kæmu inn á deildirnar brátt, en í Ijós kom, að álíka stór hluti þeirra kom inn aj biðlista eins og af heildarsjúklingahópnum. Vert er hins vegar að vekja athygli á því, að 76% sjúkl- inga komu inn brátt, sem hlýtur að teljast hátt hlutfall. Það má því segja, að aðeins 4. hvert rúm nýtist fyrir þá, sem eru á biðlista. Um það má deila, hvort forsendur þær, er greinahöfundar gefa sér við flokkun samkvæmt lyklinum séu réttar. Þegar hafður er í huga tilgangur þessarar at- hugunar, verður hins vegar að álíta, að í þeim tilvikum, þar sem læknir sá, er ábyrgð ber á sjúklingnum, tilgreinir sem aðal- ástæður vistunar: ellihrumleika, félagsleg- ar ástæður eða flutningserfiðleika, þá sé vistunar ekki þörf á lyfjadeild sérhæfðs sjúkrahúss. Hvað varðar flokkun sjúklinga eftir sjúk- dómsgreiningu, ber að leggja á það áherslu, að því aðeins er ekki talin þörf vistunar, að viðkomandi sjúklingur þarfnaðist ekki sængurlegu og nyti engrar sérhæfðrar með- ferðar annarrar en endurhæfingar. Þessi flokkun byggist á mati greinarhöfundar og eflaust má deila um flokkun á einhverjum sjúklingum, en þeir eru þó að líkindum fáir. Samkvæmt lyklinum flokkuðust % hlut- ar sjúklinga samkvæmt aðgerðarlykli, en um % hluti samkvæmt sjúkdómsgrein- ingu. Sá hluti, sem ekki var hægt að flokka, reyndist 1,5% og hefur því lítil áhrif á heildarniðurstöður og því ekki ástæða talin til þess að skýra nánar frá þeim hóp. í ritinu Vistunarrýmisþörf heilbrigðis- stofnana,(i bls. 51, segir svo um samanburð á tiltæku vistunarrými og áætlaðri þörf samkvæmt staðli þeim, er settur er fram í ritinu: „Meginniðurstöður samanburðar- ins eru þvi þær, að vöntun sé á um 230 dvalarheimilisrýmum, 340-360 vistunar- rýmum á langdvalarstofnunum, einkum fyrir geðsjúka og geðveila og um 200 vist- unarrými á geðsjúkrahúsum, en ekki verði talinn heildarskortur á rýmum á sjúkra- húsum fyrir bráða líkamssjúkdóma. Af þeirri mynd, sem hér hefur verið dregin, má draga þá ályktun, að skortur á dvalarheimilisrými fyrir aldraða valdi því, að fólk, sem dveljast mundi á dvalarheim- ilum, ef það ætti þess kost, vistast á hjúkr- unarheimilum. Fyrir bragðið eiga sjúkrahús fyrir bráða líkamssjúkdóma í erfiðleikum með að koma langlegusjúklingum af höndum sér á hjúkrunarheimilin. Nýtast því sjúkrahús fyrir bráða líkamssjúkdóma verr en skyldi. í heild má því segja, að skortur á vistunar- rýmum í tiltölulega ódýrri þjónustu valdi auknu álagi á dýrari þjónustustigum". Niðurstöður þessarar athugunar renna að nokkru leyti stoðum undir þá fullyrðingu, sem hér er sett fram, að því er snertir lyf- læknisdeildir. Á það skal bent, að svipaðar athuganir á öðrum heilbrigðisstofnunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.