Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1976, Síða 34

Læknablaðið - 01.04.1976, Síða 34
70 LÆKNABLAÐIÐ borið við 24% af heildarfjölda. Hér er þvi ekki um marktækan mun að ræða. SKIL Niðurstöður athugana, sem gerðar voru á Karolinska sjúkrahúsinu leiddu í ljós, að 13-25% af sjúklingum á lyflæknadeildum gætu vistast á dagdeildum og 3% á hjúkr- unardeildum,- Önnur rannsókn gefur til kynna, að 14% sjúklinganna geta vistast á hjúkrunarheimilum.3 í þessari könnun, er hér hefur verið lýst, var ekki gert ráð fyrir dagheimilavist. Athugun á vistunarþörf sjúklinga á öll- um almennum sjúkrahúsum í Noregi 1970 benti til þess, að um 6% sjúklinga gætu vistast á hjúkrunarheimilum. Niðurstöður könnunar á lyflæknadeildum í Noregi 1970 leiddu í Ijós, að á vissum tímum, þ. e. á sumrin og haustin, voru allt að 50% sjúkl- inga hjúkrunarsjúklingar.-i Pálmi Frímannsson læknir kannaði vist- unarrýmisþörf sjúklinga, sem legið höfðu 30 daga eða lengur á allmörgum sérdeild- um sjúkrahúsa í Reykjavík í mars 1971. Hann taldi, að 60 sjúklingar af 102 gætu vistast á langlegudeildum.3 Niðurstaða þessarar atugunar er, að tæpur þriðjungur (29,1%) sjúklinga á lyf- læknisdeildum Borgarspítala og Land- spítala gætu vistast á öðrum stofnunum, t. d. hjúkrunarheimilum, sem eru ódýrari í byggingu og rekstri. Stór hluti þessara sjúklinga, eða 65%, eru 70 ára og eldri. Þar af eru konur þrisvar sinnum fleiri en karlar. Langflestir þessara sjúklinga eru hjúkrunarsjúklingar. Oft hefur því verið haldið fram, að þessir sjúklingar kæmu inn á deildirnar brátt, en í Ijós kom, að álíka stór hluti þeirra kom inn aj biðlista eins og af heildarsjúklingahópnum. Vert er hins vegar að vekja athygli á því, að 76% sjúkl- inga komu inn brátt, sem hlýtur að teljast hátt hlutfall. Það má því segja, að aðeins 4. hvert rúm nýtist fyrir þá, sem eru á biðlista. Um það má deila, hvort forsendur þær, er greinahöfundar gefa sér við flokkun samkvæmt lyklinum séu réttar. Þegar hafður er í huga tilgangur þessarar at- hugunar, verður hins vegar að álíta, að í þeim tilvikum, þar sem læknir sá, er ábyrgð ber á sjúklingnum, tilgreinir sem aðal- ástæður vistunar: ellihrumleika, félagsleg- ar ástæður eða flutningserfiðleika, þá sé vistunar ekki þörf á lyfjadeild sérhæfðs sjúkrahúss. Hvað varðar flokkun sjúklinga eftir sjúk- dómsgreiningu, ber að leggja á það áherslu, að því aðeins er ekki talin þörf vistunar, að viðkomandi sjúklingur þarfnaðist ekki sængurlegu og nyti engrar sérhæfðrar með- ferðar annarrar en endurhæfingar. Þessi flokkun byggist á mati greinarhöfundar og eflaust má deila um flokkun á einhverjum sjúklingum, en þeir eru þó að líkindum fáir. Samkvæmt lyklinum flokkuðust % hlut- ar sjúklinga samkvæmt aðgerðarlykli, en um % hluti samkvæmt sjúkdómsgrein- ingu. Sá hluti, sem ekki var hægt að flokka, reyndist 1,5% og hefur því lítil áhrif á heildarniðurstöður og því ekki ástæða talin til þess að skýra nánar frá þeim hóp. í ritinu Vistunarrýmisþörf heilbrigðis- stofnana,(i bls. 51, segir svo um samanburð á tiltæku vistunarrými og áætlaðri þörf samkvæmt staðli þeim, er settur er fram í ritinu: „Meginniðurstöður samanburðar- ins eru þvi þær, að vöntun sé á um 230 dvalarheimilisrýmum, 340-360 vistunar- rýmum á langdvalarstofnunum, einkum fyrir geðsjúka og geðveila og um 200 vist- unarrými á geðsjúkrahúsum, en ekki verði talinn heildarskortur á rýmum á sjúkra- húsum fyrir bráða líkamssjúkdóma. Af þeirri mynd, sem hér hefur verið dregin, má draga þá ályktun, að skortur á dvalarheimilisrými fyrir aldraða valdi því, að fólk, sem dveljast mundi á dvalarheim- ilum, ef það ætti þess kost, vistast á hjúkr- unarheimilum. Fyrir bragðið eiga sjúkrahús fyrir bráða líkamssjúkdóma í erfiðleikum með að koma langlegusjúklingum af höndum sér á hjúkrunarheimilin. Nýtast því sjúkrahús fyrir bráða líkamssjúkdóma verr en skyldi. í heild má því segja, að skortur á vistunar- rýmum í tiltölulega ódýrri þjónustu valdi auknu álagi á dýrari þjónustustigum". Niðurstöður þessarar athugunar renna að nokkru leyti stoðum undir þá fullyrðingu, sem hér er sett fram, að því er snertir lyf- læknisdeildir. Á það skal bent, að svipaðar athuganir á öðrum heilbrigðisstofnunum

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.