Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1976, Qupperneq 12

Læknablaðið - 01.06.1976, Qupperneq 12
92 LÆKNABLAÐIÐ esteróls og neyti meiri mettaðrar fitu en flestar þjóðir. Tafla 4 sýnir kólesterólinntökuna, sem var svipuð í Reykjavík og Árnessýslu. Erfitt er um samanburð við aðrar þjóðir, þar sem takmarkaðar upplýsingar eru til- tækar, m. a. vegna þess, að lítið var vitað uui KOj.esteroiinmhald ýmissa fæðutegunuci fyrr en fyrir fáum árum. En út frá grófu meðaltali 20 þjóða (527mg/dag)24 má ætla, að kólesterólneysla hér sé ekki meiri en víðast annars staðar. Veldur þar miklu um, að eggjaneysla hér er fremur lítil, gróf- lega áætlað 3-4 egg á viku borið saman við meir en 5 egg á viku í Bretlandi,15 en eitt egg inniheldur um 250mg eða helm- ing af meðaldagsneyslu hér. Engin fylgni fannst með fituneyslu eða kólesterólneyslu hvers einstaklings og blóð- fitugildum hans. Þessar niðurstöður eru samhljóða fyrri svipuðum mataræðisrann- sóknum,6 25 og verður nánar rætt um þetta atriði síðar í þessari grein. UMRÆÐA Enda þótt könnun þessi sé ekki stór að vöxtum hvað fjölda þátttakenda snertir, má þó ætla af því, hve hóparnir gáfu svip- aða niðurstöðu, að hún spegli allvel mat- aræði viðkomandi landssvæða og aldurs- hópa. Jafnframt benda niðurstöðurnar til þess, að ekki sé neinn verulegur munur á fæðusamsetningu á þessum landssvæðum. Hvort verulegur munur sé á mataræði í öðtum landshlutum er ekki unnt að segja, en rannsókn Manneldisráðs 1940 benti ekki til þess.30 Hóprannsóknir Hjartaverndar úti um landið gætu gefið vísbendingu hér að lútandi. Nokkur munur gæti og verið á milli eldri og yngri aldursflokka, sem þessi rannsókn tekur ekki til, en þó er ólíklegt, að sá munur sé stórvæigilegur. Einnig má ætla, að nokkur árstíðamunur sé á neyslu vissra fæðutegunda. Ætla má þó, að miður maímánuður, þegar þessi rannsókn fór fram, skeri sig ekki úr að neinu sérstöku leyti frá öðrum tíma ársins. Niðurstöður þessarar könnunar benda til, að hlutur eggjahvítu í fæðunni hér sé hærri en víðast annars staðar og veldur þar mestu um mikil fiskneysla og mjólkur - neysla. Þessi niðurstaða er svipuð fyrri rannsóknum á íslensku mataræði.12 30 Könnunin bendir einnig til þess, að neysla fitu (og þar með væntanlega einnig mett- aðrar fitu) hérlendis sé með því hæsta sem gerist. Mikil neysla mjólkur og mjólk- urafurða virðist valda hér talsverðu um. Hins vegar virðist neysla á kólesteróli ekki vera meiri hér en víða annars staðar. Kólesterólinntakan ákvarðast að verulegu leyti af neyslu eggja, sem virðist ekki vera mikil hér borið saman við margar aðrar þjóðir. Af öðrum fæðutegundum auð- ugum af kólesteróli má nefna innmat, eink- um lifur, mjólkurafurðir, einkum smjör og rjóma, kjöt og í minna mæli fisk o. fl. Neysla kolvetna er hér hins vegar minni en víðast annars staðar. Veldur þar nokkru um minni neysla ávaxta og grænmetis. Reyndar virðist neysla kolvetna, að undan- teknum hvítum sykri, hafa farið minnk- andi í flestum löndum á sama tíma og neysla fitu hefur aukist, Því hefur verið haldið fram, að aukin neysla á sykri sem slíkum eigi stóran þátt í aukinni tíðni kransæðasjúkdóma,32 en fátt eitt er þeirri kenningu til stuðnings.18 Því er líklegt, að það sé einkum mikil neysla mettaðrar fitu, sem veldur því, að kólesteról í blóði íslendinga er hærra en flestra annarra þjóða, að svo miklu leyti sem meðalkólesterólgildið ákvarðast af mataræðinu. Manneldistilraunir hafa sýnt, að mettaðar fitusýrur með 12 eða fleiri en færri en 18 kolefnisatóm í keðjunni hækka kólesteról í blóði, en fjölómettaðar fitusýrur, sem innihalda fleiri en einn tví- binding, hafa gagnstæð, en veikari áhrif. Stearic (18:0) og oleic sýra (18:1) hafa lítil áhrif á kólesterólgildið. Eitt gramm af mettaðri fitu, t. d. palmitic sýru (16:0), sem mest er af í dýrafæðu, hækkar kól- esterólgildið jafnmikið og tvö grömm af fjölómettaðri fitu, svo sem linoleic sýru (18:2) lækka það.° Því miða sumir við að breyta eigi hlutfalli fjölómettaðrar og mettaðrar fitu í fæðunni (P/S ratio) úr 0.25 eins og það er í flestum vestrænum löndum upp í 2:1. En slíkt mataræði getur þó vart talist girnilegt, og flestir nota hlut- fallið I, 5:1 í mataræðismeðferð á hækkuðu kólesteróli. Ekki er enn fyllilega ljóst, hvernig mettuð fita hækkar en ómettuð fita lækk- ar kólesteról í blóði, hvort það sé með
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.