Læknablaðið - 01.06.1976, Page 26
98
LÆKNABLAÐIÐ
um niðurstöður vefjarannsókna né þá með-
ferð, sem af rannsókninni hlauzt.
Til glöggvunar þeim, sem þurfa að vinna
úr niðurstöðum frumuskoðananna, skal nú
farið nokkrum orðum um flokkun sýnanna,
og er hér stuðzt við grein, sem Guðmundur
Jóhannesson, yfirlæknir Leitarstöðvar B,
reit í III. tbl. Læknanemans í nóvember
1967. Sú flokkun er í nokkru frábrugðin
hinni upphaflegu flokkun Papanicolaou’s,
sem skiptir frumusýnum niður í 5 aðal-
flokka eftir því hversu langt gengnar
frumubreytingarnar voru, — þ. e. I-V.
Neg. fl. II: eðlilegt frumusýni.
Active: í þessum flokki er yfirleitt um að
ræða atypi í yfirborðsfrumum, sem oft
stafar af sýkingu og sem gjarnan
hverfa við meðferð.
II. R: hér er um að ræða yfirborðs-atypi
og ráðlagt að endurtaka sýni eftir 3-6
mánuði og meðhöndla infection, sé hún
fyrir hendi.
Fl. III: sterkur grunur um illkynja breyt-
ingar.
Fl. IV: illkynja frumur.
Framkvæmd skoðana var á þann veg, að
hin ýmsu krabbameinsfélög á Austfjörð-
um höfðu veg og vanda af því að boða
konur til skoðunar á hinum ýmsu stöðum,
auk útvegunar starfsfólks til aðstoðar við
skoðunina sjálfa. Læknir frá Leitarstöð B,
ásamt hjúkrunarkonu, ferðaðist um á milli
staðanna, og voru sýni send til leitarstöðv-
arinnar svo fljótt sem unnt var eftir að
þau höfðu verið tekin.
Yfirleitt var aðstaða til skoðunar góð þó
ekki hafi það verið einhlítt. Ekki voru
skoðunarbekkir til taks á öllum stöðum og
þurfti þá að flytja þá á milli. Ánægjulegast
var, hve mikil og almenn þátttaka var, en
fyrir kom, að allar boðaðar konur í ákveðn-
um hreppum mættu til skoðunar.
Tafla I sýnir fjölda skoðaðra kvenna á
hverjum stað, en þær voru árið 1970 1677
og árið 1972 1623, eða alls 3300 konur.
Eftirtektarvert er, að hér er um sama fjölda
að ræða bæði árin, með nokkrum frávikum
Tafla I
Fjöldi skoðaðra kvenna á hverjum stað.
1970 1972
Egilsstaðir . .. 380 289
Seyðisfjörður . .. 128 126
Fáskrúðsfjörður . .. 148 160
Eskifjörður . .. 223 227
Neskaupstaður . .. 264 295
Kópasker 73 64
Raufarhöfn 69 46
Þórshöfn 74 76
Vopnafjörður 97 82
Djúpivogur 72 79
Höfn í Hornafirði . . . . .. 149 179
1677 1623
Alls 3300
Tafla II
Niðurstaða gyn.-skoðunar árið 1972
Ery- thro- plakia Cystocele Rectocele Pro- lapsus uteri Tumor uteri Tumor ovarii Polypus cerv. Tricho- moni- asis
Egilsstaðir 24 26 2 5 3 3 6 34
Seyðisfjörður . . .. 19 14 1 2 2 2 0 11
Fáskrúðsfjörður ... 13 12 1 1 4 3 0 17
Eskifjörður 31 14 3 2 8 0 3 23
Neskaupstaður . .. 16 15 6 1 2 0 3 24
Kópasker 7 4 0 0 1 0 0 7
Raufarhöfn 6 6 1 0 1 0 0 0
Þórshöfn 5 6 0 0 1 0 0 8
Vopnafjörður . . .. 9 4 1 0 0 1 4 14
Höfn 33 2 0 3 6 4 6 34
163 103 15 14 28 13 22 172