Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.06.1976, Side 38

Læknablaðið - 01.06.1976, Side 38
LÆKNABLAÐSÐ 102 féi-----'■■'kvr □ Vr*n9,r gg Z>6n,r- Fjöldi sjúklinga 1. mynd. — Meningitis aseptica 1968-1972. Dreifing eftir árum. veirurannsókna frá 18 sjúklingum, sem grunaðir voru um meningitis aseptica. NIÐURSTÖÐUR Epidemiologia: Eins og 1. mynd ber með sér komu flest tilfellin, samtals 27 eða 73% af heildarfjölda, inn á tveimur fyrstu ár- um tímabilsins, þar af 18, eða tæpur helm- ingur, á árinu 1968. Stendur þetta í sam- bandi við hettusóttarfaraldur, sem gekk um [3 Slúlkur □ Drong/r £ DÓn/r Fjöldi sjúklinga 2. mynd. — Meningitis bacterialis 1968- 1972, Dreifing eftir árum. þetta leyti, en samkvæmt Heilbrigðisskýrsl- um voru árið 1968 skráð 7.258 hettusóttar- tilfelli í öllu landinu.12 Á árinu 1969 gekk hér annar veirufaraldur með mengisbólgu- einkennum og segir svo um það efni í Heilbrigðisskýrslum í kaflanum „Yfiriit um veirurannsóknir að Keldum“: „Um sumarið varð vart við nokkuð mörg til- felli af meningoencephalitis í landinu. Komu sýni frá sjúklingum úr Reykjavík, af Akranesi, Blönduósi og Hornafirði vegna þessara einkenna. Úr saur og mænuvökva frá allmörgum sjúklinganna ræktaðist veira, sem skemmdi vefjagróður, eins og enteroveira. Mótefnamælingar á blóðvatni sjúklinga frá ofangreindum stöðum sýndu, að þar hafði alls staðar verið á ferðinni ein og sama veiran . . . “ Síðar í greinar- gerðinni segir, að um ECHO-veiru hafi verið að ræða, sem illa hafi þó gengið að ættgreina.13 Á 2. mynd er sýnt, hvernig sjúklingar með meningitis bacterialis dreifðust eftir árum á sama tímabili. Etiologia: Mænuvökvi var sendur til sýklarannsókna frá öllum sjúklingunum og voru bæði smásjárskoðanir og ræktanir nei- kvæðar. Frá 18 sjúklingum voru send sýni til veirurannsókna og gefur tafla I yfirlit um tegundir sýna og niðurstöður. Áðurnefndur hettusóttarfaraldur, sem gekk á árinu 1968, fjaraði út fyrrihluta næsca árs. Níu börn, sem voru lögð inn á þessu tímabili og reyndust vera með mengis- bólgu, höfðu verandleg (objectiv) einkenni um hettusótt. 3-9 dagar höfðu liðið frá því þau veiktust af henni og þar til einkenni um mengisbólgu gerðu vart við sig. Telja má nokkurn veginn öruggt, að hettusóttar- veira hafi í þessum tilfellum verið völd að mengisbólgunni. Svo hefur og trúlega verið um önnur fimm börn, sem ekki höfðu einkenni um hettusótt, en komu frá heiin- ilum, þar sem veikin hafði gengið eða komizt á annan hátt í nána snertingu við hettusóttarsjúklinga. Gera má ráð fyrir, að enn fleiri börn hafi verið með mengis- bólgu af þessum uppruna. Mótefni fyrir hettusóttarveiru var aðeins mælt í blóð- vatni eins sjúklings og kom fram marktæk hækkun. Hjá einum sjúklingi (nr. 3 á töflu I)

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.