Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1976, Síða 50

Læknablaðið - 01.06.1976, Síða 50
110 LÆKNABLAÐIÐ NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Læknafclag íslaiids* og LR Læknafclag Rcykjavikur " 62. ARG. — MAI-JUNI 1976 KJÖR LÆKNA Oft sést í blöðum og stundum heyrist á það minnst í öðrum fjölmiðlum, að laun lækna séu gífurlega há. Þá eru oft nefndar ýmsar ótrúlegar tölur án rökstuðnings. Komi hins vegar skýringar á slíkum tölum, bera þær með sér, að um er að ræða greiðslur fyrir margháttuð störf, enda eru þess dæmi, að tekjur lækna verða háar við slíkar óeðli- legar aðstæður. En þetta á við um flestallar stéttir, sem vinna óhæfilega langan vinnu- dag. Þegar minnst er á þessi háu laun lækna, er ekki að því vikið, að læknisstarfið krefst langs og kostnaðarsams undirbúnings, að verja þarf miklum tíma og fé í viðhalds- menntun. Af þessu leiðir, að launuð starfs- ævi lækna er styttri en flestra annarra stétta. Þá er þess að geta að ævitekjur, sem dreifast á stutta starfsævi, eru skattlagðar miklu þyngra en jafnháar ævitekjur, sem dreifast á langa starfsævi. Skattaálögur gefa því mjög villandi mynd af ævitekjum lækna. Það er viðurkennt, að tekjuskattur er nær eingöngu skattur á launamenn, en í þeim flokki eru læknar. Tekjur þeirra af læknis- störfum eru annað hvort bein laun eða launatengdar tekjur, sem unnt er að áætla. Skattaálögur eru því ónothæfur samanburð- ur um árstekjur þegna almennt, og þær eru af öðrum ástæðum ófullnægjandi grundvöll- ur urn upplýsingar fyrir ævitekjur einstakra stétta. Jafnvel þekkjast þess dæmi, að lækn- ar halda sjálfir að þeir hafi há laun, af því að þeir greiða háa skatta. Auk þess tíðkast það, að læknar greiði ekki aðeins skatta af raunverulegum tekjum, heldur einnig af út- lögðum kostnaði, t. d. bílakostnaði. Vegna þeirra tekna, sem læknar fá fyrir óhóflega og óhæfilega langan vinnutíma, gera þeir sér oft ekki grein fyrir, hver hin raunveru- legu laun eru miðað við eðlilegan vinnutíma, og er því ástæða til þess að rifja upp nokkrar tölur um launagreiðslur. Hér á eftir fer tafla, þar sem tilgreind eru laun aðstoðarlækna 1. stigs, byrjunarlaun sérfræðinga, lokalaun sér- fræðinga og föst laun heilsugæzlulækna. Mánaðarlaun 1. apríl 1976: Aðstoðarlæknir, 1. stig: kr. 122.090 Sérfræðingur - byrjunarlaun: — 181.690 Sérfræðingur eftir 15 ár: — 201.666 Heilsugæzlulæknir: — 117.366 Ekki er um að ræða neinar aðrar tekjur en þessar, þegar miðað er við eðlilegan vinnudag. Allar aðrar tekjur fram yfir þetta stafa af óeðlilegri og oft óhæfilega mikilli vinnu, eða af einhverri annarri starfsemi en lækningastarfsemi. Hinn óeðlilega langi vinnutími lækna er eðlileg afleiðing lækna- skorts. Nú er gert ráð fyrir að þetta breytist og þá fara tekjur lækna í það horf, sem ofangreind tafla sýnir. Að vísu má gera ráð fyrir nokkrum aukatekjum fyrir vaktir, en þær koma til með að dreifast meira en verið hefur, og líklegt er, að viðsemjendur lækna óski eftir því í ríkari mæli en verið hefut að vaktir verði greiddar með fríum. Ef slík frí safnast upp meira en góðu hófi gegnir, er að sjálfsögðu hægt að nota þau til við- haldsmenntunar. Veikasti punkturinn í kjara- samningum lækna að undanförnu er sá, að ekki hefur náðst árangur í styttingu vinnu- tímans, þvert á móti hefur vinnutíminn í rauninni lengst frá því, sem gert var ráð fyrir í samningunum 1966. Það munu hag- stæðustu samningar, sem læknar hafa gert, og voru laun lækna þá sambærileg við laun flugmanna. Nú eru læknar aðeins hálfdrætt- ingar á við flugmenn. Flugmenn hafa á þess- um tíma lagfært vinnutíma sinn, en vinnu- tími lækna er nú að sumu leyti óhagstæðari en áður. Á undanförnum 10 árum hefur aðalhækk- unin orðið á eftirvinnugreiðslum. Eftirvinnan er ævinlega óhagstæð fyrir árangur starfs og á því sízt heima í heilbrigðisþjónustunni. Það er eðlileg þróun, að hún hverfi um leið og nægilegt framboð verður á læknum til nauðsynlegra starfa. Hæfilegt virðist, að vinnuvika lækna sé 36 klst. á viku og 25% af þeim tíma fari til viðhaldsmenntunar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.