Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1976, Page 55

Læknablaðið - 01.06.1976, Page 55
LÆKNABLAÐIÐ 115 KJÖR OG RÆTT VIÐ FORMANN STARFSAÐSTAÐA FÆREYSKRA LÆKNA OLA MICHELSEN, LÆKNAFÉLAGS FÆREYJA Gestur aðalfundar LÍ 1976 var Oli Michelsen, formaður Læknafélags Fær- eyja. Blaðamaður Læknablaðsins bað Ola að segja undan ög ofan af starfi fær- eyskra lækna og vandamálum þeirra með hliðsjón af samstarfinu við Dani. Oli er svæfingarlæknir á spítalanum i Þórshöfn. Hann stundaði nám í Danmörku. en ísland þekkir hann frá þeim tíma er hann var sjómaður á færeyskum skipum við íslandsstrendur. Oli sagði, að nú störfuðu 45 læknar í Færeyjum og væru þeir langflestir fær- eyskir. Undanfarin sumur hafa 4-5 dansk- ir læknar komið til Færeyja til að leysa færeyska lækna af. Þegar á heildina er litið, er nóg af læknum í Færeyjum eins og er, en erfitt hefur reynzt að manna afskekktustu héruðin. Nokkrir færeyskir læknar hafa ekki snúið heim aftur að loknu embættisprófi, en það telst satnt til undantekninga ef þeir setjast að er- lendis til langframa. ENGIN TAKMÖRKUNARÁKVÆÐI ENNÞÁ Enn hafa ekki verið settar neinar skorð ur við inngöngu í danska læknaskóla, og færeysku stúdentarnir sitja við sama boið og þeir dönsku. Senn má þó búast við að takmörkunarákvæði bitni jafnt á fær- eyskum stúdentum sem dönskum. Þrír fær- eyskir læknar eru útskrifaðir úr Háskóla íslands, en þeir stunduðu framhaldsnánt í Danmörku, eins og nær allir færeyskir læknar hafa gert til þessa. Á sjúkrahúsi Alexandriu drottningar í Þórshöfn eru um 200 sjúkrarúm á hand lækningadeild, lyflækningadeild og berkla- deild, en þá síðasttöldu hefur reyndar ver ið talað um að leggja niður. Margir eru því mótfallnir þar sem berklar láta enn á sér kræla í Færeyjum. Við berkladeild- ina starfar enn læknir, sem átti að hætta sökum aldurs fyrir þremur árum. Auk áðurnefndra deilda eru á sjúkrahúsinu rannsókna- og röntgendeild. Heilbrigðisþjónustan er í stórum drátt- um kostuð að hálfu af Færeyingum og hálfu af danska ríkinu. Landlæknir er danskur embættismaður. SÖMU LAUNAKJÖR OG í DANMÖRKU Færeyska læknafélagið er í flestu tengt dönsku læknasamtökunum, en héraðslækn- ar hafa þó sjálfstæðan samningsrétt við sjúkrasamlagið. Færeyskir læknar njóta sams konar launakjara og læknar í Dan- mörku. Langflestir Færeyingar eru í sjúkrasam- lögum, en eru þó ekki skyldugir að vera félagsmenn. Endurgreiðsla úr sjúkrasam- lögum fer eftir efnahag hvers og eins. Er Oli var spurður um getu færeyskra lækna til að kljást við erfiðari sjúkdóma, sagði hann að tveir yfirlæknar væru á lyí- lækningadeild og væri annar sérfræðing- ur í meltingarsjúkdómum, en hinn í hjarta- sjúkdómum. Á handlækningadeild starfa sérfræðingur í kvensjúkdómum og fæð- ingarhjálp og almennur skurðlæknir. Þá er sérfræðingur í bæklunarsjúkdómum, sem jafnframt starfar sem almennur skurð-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.