Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.06.1976, Page 56

Læknablaðið - 01.06.1976, Page 56
116 LÆKNABLAÐIÐ læknir við sjúkrahúsið í Klakksvík. Ný- lega kom sérfræðingur í háls-, nef- og eyrnalækningum, og á geðveikraspítalan- um er sérfræðingur í geð- og taugasjúk dómum. Sem stendur er enginn fastráðinn augnlæknir í Færeyjum, en danskir augn- læknar koma nokkrum sinnum á ári tii Færeyja. Húðsjúkdómasérfræðingur er enginn, en landlæknir Færeyinga, Hans D. Joensen, er nú í sérnámi í þeirri grein. Hvað snertir hjartasjúkdóma er hægt að veita alla algenga þjónustu, t. d. að setja upp gangráð til bráðabirgða, en ígræðslu til frambúðar verður að fram- kvæma í Danmörku. Lungnaskurðlækning- ar og heilaskurðlækningar verður einnig að framkvæma í Danmörku, og þangað eru önnur sértilfelli send. f ráði er að fá til starfa sérfræðing í lungnasjúkdóm- um sem jafnframt sinni berklatilfellum. Auk sjúkrahússins í Þórshöfn eru sjúkrahús í Klakksvík á Norðurey og á Tvöroyri á Suðurey. BREYTINGAR FRAMUNDAN Ný löggjöf um læknaskipan er í burðar- liðnum og þar er m. a. gert ráð fyrir að ráðnir verði sjö nýir „kommune“-læknar, er starfi saman tveir og tveir. Byggja á heilsugæslustöðvar, þar sem aðsetur verð- ur fyrir ljósmæður og líklega einnig hjúkr- unarkonur. Þá er verið að skipuleggja heimahjúkrun, sem mun tengjast starf- semi heilsugæzlustöðvanna. Byggð hafa verið hjúkrunarheimili fyrir aldraða, en þær framkvæmdir hafa verið nokkuð um- deildar, vegna hins mikla kostnaðar. í Færeyjum, eins og svo víða annars staðar, er ekki lengur pláss fyrir gamla fólkið á heimilunum. Spurt var um sjúkdóma sem herjuðu fremur á Færeyinga en aðrar nágranna- þjóðir, og sagði Oli, að fýlasótt (Psitta eosis) hefði verið algeng í Færeyjum áður fyrr, en nú heyrir þessi sjúkdómur til undantekninga. Á síðustu tveim árum varð umtalsverð aukning kynsjúkdóma, bæði lekandi og sárasótt, en í flestum tilfellum mátti rekja sýkinguna til Grænlands. Oli taldi að læknar hefðu nú náð valdi á þessum sjúkdómum. AUKIN SAMSKIPTI ÆSKILEG í lokin var spjallað um möguleika á auknum samskiptum íslenzkra og fær- eyskra lækna. Á árunum 1953-1963 störf- uðu nokkrir íslenzkir læknar í Færeyjunu en á síðustu árum hefur dregið úr þess- um samskiptum. í vor var haldið norrænt röntgenlækna- þing í Danmörku og sótti það af hálfu íslenzkra lækna Ásmundur Brekkan, sem bauð þá Ola Michelsen að sitja aðalfund LÍ. Færeyskir læknar hafa sótt norræn læknaþing í Reykjavík. Það myndi efla samskiptin ef t. d. fær- eyskir læknar sæktu héraðslæknanám- skeiðin, sem haldin eru hér á haustin og íslenzkir læknar sæktu hliðstæð námskeið hjá Færeyingum á vorin. íslenzkir svæf- ingalæknar voru í sumar í afleysingum 1 Færeyjum og gagnkvæmar afleysingar gætu aukið mjög kynni og samskipti. Þá taldi Oli gagnlegt fyrir færeyska lækna að fylgjast náið með uppbyggingu heilsu- gæzlustöðva hérlendis, þar sem þeir eiga við svipuð vandamál að stríða og eru að leggja út á svipaðar brautir og við. S. J.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.