Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.02.1977, Side 19

Læknablaðið - 01.02.1977, Side 19
LÆKNABLAÐIÐ 7 í vaxandi mæli notaðar til fjöldarann- sókna svo sem á blóðgjöfum. Radioimmunoassay39 Vafalítið er þetta næmasta aðferðin til greiningar á HBAg og HBAb, en hún er kostnaðarsöm og niðurstöður fást ekki fyrr en eftir nokkra daga. Hinu mikla næmi hafa einnig fylgt nokkur vandkvæði vegna falsk-jákvæðra svarana. Mörg afbrigði hafa komið fram og stöðugt er unnið að endurbótum, en af tækni- og kostnaðar- ástæðum er óliklegt að víða verði hægt að beita þessari aðferð til fjöldarannsókna, a. m. k. á næstunni. Aðrar serologiskar aðferðir Þ. á m. má nefna Immune adherence og Latex-agglutination.39 Hið síðarnefnda er einfalt og fljótlegt í framkvæmd, niður- staða fæst eftir 5-10 mínútur, en hefur gefið talsvert af falsk-jákvæðum svörun- um. Immuno-electron microscopy Auk serologisku aðferðanna hefur raf- eindasmásjáin gegnt þýðingarmiklu hlut- verki, einkum við skoðanir á hinum mis- munandi morfologisku myndum HBAg og athugunum á HBAg-HBAb complexum.2 HBAg greining í vefjasýnum HBAg er ekki viðkvæmt fyrir autolysis, það má enn greina 12 klst. eftir dauða með rafeindasmásjá og 36 klst, eftir dauða með immunofluorescence.30 Þessar aðferðir eru ekki verulegum vandkvæðum bundnar, en eru ekki mikið notaðar. ÚTBREIÐSLA OG SMITUN í fyrstu bárust fregnir af fundi HBAg í báðum þeim hepatitis tegundum, sem gert hefur verið ráð fyrir síðan á árum heimsstyrjaldarinnar síðari, þ. e. hepatitis A („short-incubation“, ,,infectious“) og hepatitis B (,,long-incubation“, ,,serum“). Síðar kom þó í ljós að HBAg greindi þarna á milli, fannst aðeins í hepatitis B.28 Þetta hefur verið staðfest með fjölda rannsókna. Jafnframi varð ljóst að nafngiftirnar „in- fectious“ og „serum“ voru mjög villandi, þar sem þessar áður líklegustu smitleiðir reyndust nú síður en svo einhlítar. Hins vegar virðist skilgreining eftir lengd með- göngutíma (,,long-incubation“ 43-180 d og „short-incubation“ 15-50 d) hafa staðið af sér endurskoðun síðustu ára og hjálpa við greiningu þar sem tíminn er þekktur. Þrátt fyrir mikla leit hefur enn ekki tekizt að finna antigen það nátengt hepa- titis A, að nothæft sé til greiningar. Um tíma voru nokkrar vonir bundnar við svokallað Milan-antigen20 (Epidemic hepa- titis-associated antigen, E.H.A.A.). Með nýlegum fundi Feinstone og félaga20 á antigen-ögnum (u. þ. b. 27 nm), sem líkj- ast veirum, i hepatitis A hillir e. t. v. und- ir HAAg. Hepatitis B finnst um allan heim, er ekki bundin árstíðum og herjar alla aldurshópa, þótt tíðni virðist mest hjá ungu fólki. í kjölfar bættra greiningaraðferða síð- ustu ára kom fljótt fram staðfesting þess, að blóðleiðin eða parenteral-leiðin væri ekki sú eina til smitunar og nú er svo komið að ýmsir efast um að það sé megin- smitleiðin. Auk hinnar vel þekktu hepa- titis smitunar með blóðgjöf, sprautum og nálum getur blóð smitað með ýmsu öðru móti, bæði parenteralt og oralt svo sem með kossum, tíðablóði, tannburstum, rak- áhöldum, tannlækningatækjum o. fl. Fjöl- margar smitleiðir virðast nú mögulegar, ekki síst þegar haft er í huga, að greint hefur verið frá fundi HBAg í saur,34 þvagi,8 munnvatni,80 semen,37 galli,1 leg- vatni,30 brjóstamjólk,48 svita,35 og vaginal secreti,19 hjá HBAg-jákvæðu fólki. Ekki er þó vitað hvaða þýðingu þetta hefur gagnvart sýkingarleiðum. Að undanförnu hafa hvað mesta athygli vakið athuganir, sem benda til smitunar hepatitis-B við náin persónuleg kynni. Heathcote og Sherlock30 komust t. d. að þeirri niðurstöðu 1973, að „sexual or domestic contact“ hefði verið örugg eða líklegasta orsök sýkingar hjá 27 af 67 (40%) sjúklingum innlögðum með bráðan hepatitis-B á tvö sjúkrahús í London á ár- unum 1971 og 1972. Aðeins 16 sjúklingar af 67 voru líklegir til að hafa komizt í parenteral snertingu við HBAg síðustu 6 mánuði áður en þeir veiktust. Hjá 24 var ekki hægt að finna líklegan smitunarmáta. Þótt oft sé erfitt og stundum ómögulegt að aðgreina þýðingu kynferðislegra og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.