Læknablaðið - 01.02.1977, Page 25
LÆKNABLAÐIÐ
9
TABLE 3. — Frequency of Au Antigenaemia in (Chalmers 1973). various chronic diseases.
Disease Number of reports Number examined Number Au + Percent Au +
Cirrhosis Non-alcoholic 16 578 66 11.4
Alcoholic 9 323 1 0.3
Mixed and other 10 806 31 3.8
Hepatitis
Chronic persistent 12 414 85 20.5
Chronic active 22 760 145 19.7
Down’s syndrome 9 1,185 408 34.4
Haemophilias 2 99 5 5.0
Leprosy 1 1,189 81 6.8
Leukaemia 2 209 19 9.0
Liver neoplasms 7 306 13 4.3
mismunandi tíðni HBAg milli landa og
landshluta. Tafla 2 sýnir niðurstöðutölur
nokkurra slíkra athugana.15 Fljótt varð
ljóst, að HBAg tíðni er há í mörgum heit-
ari löndum, t. d. Suðaustur-Asíu. Þannig
fundust t. d. 5% sýna jákvæð frá Filips-
eyjum og 3% frá Suður-Indlandi.11 Víðar
hefur fundizt há tíðni t. d. í Grikklandi og
Ítalíu. Má því álykta að tugir milljóna
manna um víða veröld séu einkennalausir
HBAg-berar, en þýðing þessa er enn óviss.
Hvað veldur þessum mikla mun milli
landa er raunar heldur ekki vitað. Mörg
þeirra, sem hvað hæsta HBAg-tíðni hafa,
teljast til vanþróaðra landa, t. d. finnast
5-20% einstaklinga HBAg jákvæðir í sum-
um Afríku- og Asíulöndum. Þar eiga því
nálar og sprautur eða læknisfræðilegar
aðgerðir varla stóran þátt í útbreiðslunni.
Til viðbótar því, sem fyrr er frá greint
varðandi útbreiðslu og smitun, er í þessu
sambandi rétt að minna á hugsanlegan
þátt skordýra. HBAg hefur t. d. fundizt
í mörgum tegundum mosquito-flugna, þótt
þar með sé ekki sannaður þáttur þeirra í
smitun.
Ennfremur hefur spurningin um arf-
gengi að sjálfsögðu verið á dagskrá. Þar
hefur Blumberg og samverkamenn hans
verið hvað ötulastir við rannsóknir og
sett fram ýmsar kenningar, t. d. að lang-
varandi hepatitis-B antigenaemia byggist
ekki aðeins á HBAg snertingu, heldur jafn-
framt erfðaeiginleikum tengdum hugsan
legu autosomal recessive geni, sem þeir
kalla Au.1 Þeir sem væru homozygons
(AuVAu1) yrðu þannig HBAg-berar, en
ekki þeir sem væru heterozygons (Au1/
Au) eða Au/Au. Allt þetta er umdeilt og
ósannað. Vissulega er fjöldi dæma um
marga HBAg-bera í sömu fjölskyldu eða
ætt, sem þó staðfestir ekki arfgengi, þeg-
ar hafðir eru í huga hinir ýmsu hugsan-
legu möguleikar til smitunar. Einnig getur
átt sér stað „perinatal transmission“ (sjá
síðar), frá móður til barns, sem e. t. v.
á þátt í að viðhalda hinni háu tíðni HBAg
á sumum svæðum, sbr. kenningar um
„silent maternal transmission".52 Væg'i
einstakra þessara þátta í útbreiðslu HBAg
meðal ýmissa hópa á mismunandi svæðum
er enn ekki þekkt. Hins vegar er almennt
viðurkennt, að arfgengir eiginleikar geti
ráðið miklu um svörun einstaklingsins við
HBAg-snertingu.81
Antigenaemia og immunologiskar
truflanir
Sjúklingar með Down’s syndrome, holds-
veiki (lepromatous leprosy), langvarandi
nýrnabilun og þeir, sem fá immuno-
suppressiva meðferð, hvort heldur með
steroidum eða cytotoxiskum lyfjum, hafa