Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1977, Page 44

Læknablaðið - 01.02.1977, Page 44
20 LÆKNABLAÐIÐ Árni Björnsson FRAMHALDSMENNTUN LÆKNA OG SAMSTARF SJtíKRAHÚSA Það er sagt um læknismenntun, að hún sé bæði þjóðleg og alþjóðleg og með því er átt við, að um hana gildi lögmál, sem eru sameiginleg öllum þjóðum, en um leið verði hver þjóð að sníða hana að nokkru eftir eigin aðstæðum. Á Vesturlöndum, vel flestum, er þetta viðurkennt á borði, þannig að grunnmennt- un einnar þjóðar er viðurkennd sem grund- völlur framhaldsmenntunar hjá annari þjóð. En til þess að fá að starfa sem lækn- ir í landinu þarf próf og fer það þá eftir löndum hve miklar sérkröfur eru gerðar. Flestar þjóðir, sem hér um ræðir, geta sérmenntað lækna sína sjálfar og er sér- námið þá að sjálfsögðu sniðið eftir eigin aðstæðum. Þetta á við um öll þau lönd, sem hafa læknismenntun á öllum stigum. ísland hefur til þessa haft þá sérstöðu, að islenskir læknar hafa undantekningar- lítið hlotið framhaldsmenntun erlendis. Meginástæðan fyrir þessu er sú, að hér á landi er enginn spítali, sem uppfyllir þær kröfur, sem gerðar eru til kennsluspítala. Sérmenntun í almennri lyflæknisfræði og almennri skurðlæknisfræði hér á landi hefur þó verið viðurkennd, en sérnám þetta hefur aldrei verið skipulagt og því viljað brenna við, að þeir sem það hafa hlotið, hafi verið álitnir lélegri sérfræð- ingar en þeir sem numið hafa á stofnunum erlendis með fínni stimpli. íslendingar hafa þannig í mörg ár lagt öðrum þjóðum til vinnuafl, sem alls staðar er talið mikils virði, þótt það sé mismun- andi mikils virt. Þetta er vinnuafl ungs fólks, sem er við nám, og er oftast fullt af áhuga og starfsorku. Þetta fólk vinnur mikinn hluta af þeim vísindastörfum, sem unnin eru á sjúkrahúsum og sjá um þann hluta læknisþjónustunnar, sem ef til vill er hvað þýðingarmestur. Það stjórnar dag- legum störfum undir handleiðslu sérfræð- inga og er tengiliður milli sjúklinga, hjúkr- unarfólks og sérfræðinga. Þá er það uppi- staðan í því liði, sem kennir læknanemum og öðru starfsfólki sjúkrahúsanna, svo og enn yngri læknum. Þessi eyða í læknisþjónustunni hefur verið slæm fyrir íslensk sjúkrahús, þó að það hafi hins vegar verið íslenzkri læknis- þjónustu verulegur ávinningur að læknar hafa viðað að henni þekkingu frá mörgum löndum. Ábati af því hefur þó ekki alltaf verið hreinn. Þegar heim er komið skapast oft vandamál vegna þess, að menn eiga erfitt með að aðlaga sig nýjum aðstæðum. Sumir hafa verið óánægðir alla sína ævi og aðrir hafa hreinlega gefist upp og flúið land. Það hefur lengi verið ljóst, að nauðsyn- legt er að hefja skipulega framhaldsmennt- un lækna hér á landi, fyrst og fremst fyrir lækna, sem ætla sér að stunda heimilis- eða fjölskyldulækningar, en einnig fyrir lækna í öðrum sérgreinum og þá vaknar sú spurning, hvað sé hægt að gera til þess að gera stærstu sjúkrastofnanirnar að raunverulegum kennsluspítölum, sem vedti menntun, sem viðurkennd er annars stað- ar, að minnsta kosti á Norðurlöndum. SAMSTARF SJÚKRAHÚSA Á árunum 1962-1972 voru uppi miklar deilur milli læknasamtakanna annars veg- ar og heilbrigðis- og fjármálayfirvalda hins vegar, aðallega um launakjör, en inn í þær deilur fléttaðist óánægja með starfs- aðstöðu lækna, starfshætti sjúkrahúsanna og þá þjónustu, sem þau veittu. Árið 1965 skipaði þáverandi heilbrigðismálaráðherra, Jóhann Hafstein, nefnd innan Landspítal- ans til að kanna ástæður fyrir þessari óánægju og gera tillögur um hvað gera mætti til úrbóta. Nefnd þessi kannaði ein- göngu ástandið á Landspítalanum og kom
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.