Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1977, Page 46

Læknablaðið - 01.02.1977, Page 46
22 LÆKNABLAÐIÐ fræðilegri og starfslegri einangrun lækna og leiðir jafnvel af sér illmælgi og róg um einstaklinga og stofnanir. Fyrsta skrefið í þá átt að samræma störf sjúkrahúsanna og stuðla að raun- verulegri samvinnu þeirra, gæti verið að ráða alla lækna að einni stofnun. Þetta fyrirkomufag tíðkast víða erlendis, t. d. í Englandi og Svíþjóð. Þá starfa menn aðallega við eina stofnun, en eru skyldugir til að gegna þjónustu við aðrar stofnanir í ákveðnu héraði eða svæði. Ráðninga- fyrirkomulag sem þetta þyrfti ekki að þýða, að sú verka- og deildaskipting, sem nú tíðkast hér, breyttist að ráði, a. m. k. ekki í fyrstu, en mundi hins vegar stuðla að bættri nýtingu sérhæfðra starfskrafta, bæði við kennslu og kliniska vinnu. Slíkt fyrirkomulag myndi auðvelda mjög skipu- lagningu á framhaldsnámi í læknisfræði, því að læknar í framhaldsnámi gætu þá starfað á öllum sjúkrahúsunum, eftir fyrir- fram ákveðnum reglum. Sérfræðingar og yfirlæknar yrðu ráðnir með ákveðna kennsluskyldu. Það verður ekki rætt hér, hvort fram- haldsnám í læknisfræði agtti að vera tengt læknadeild háskólans, en óneitanlega hef- ur það hvarflað að greinarhöfundi, hvort ekki væ:i ástæða til að stofna hér lækna- skóla, sem væri að minnsta kosti hvað kliniska kennslu snertir, lítt eða ekki háð- ur læknadeild háskólans. Mörg fleiri atriði til að gera sjúkrahúsin að fullgildri kennslustofnun mætti nefna, svo sem það, að opna göngudeildir og tengja starfsemi sjúkrahúsanna heilsu- gæslustöðvunum, en ekki verður rætt meira um einstök skipulagsatriði. Að lokum skal aðeins minnst á eina mótbáru gegn sameiningu og samvinnu sjúkrahúsanna í Reykjavík, en hún er sú að þá væri ekki lengur um að ræða sam- keppni á milli þeirra. Það hefur verið álit höfundar — og er enn — að samkeppni í læknisfræði eða í lækningum sé siðferðilega röng, og læknir, sem ekki leitast við að veita sjúklingi sín- um þá bestu læknishjálp, sem fáanleg er, hvort sem er á stofnun þeirri, sem hann sjálfur vinnur við eða annari stofn- un, brýtur siðareglur lækna. NIÐURSTAÐA Það er orðið tímabært fyrir löngu að skipuleggja framhaldsnám og sérnám ís- lenskra lækna hér á landi. Þetta er unnt að gera á skömmum tíma með því að sameina öll sjúkrahúsin í Reykjavík í eina kennslueiningu. Bent er á nokkrar leiðir að þessu marki, m. a. ráðningu allra sjúkra- húslækna að sömu stofnun, skipulagningu framhaldsnámsins, án þess að það sé bund- ið við eina stofnun, opnun göngudeilda og fleira. TILVITNANIR 1. Árni Björnsson, Ásmundur Brekkan, Tómas A. Jónasson. Skipulag og þróun sjúkrahúsa- þjónustu. Samvinnan, 1. tbl., 19-24. 1969. 2. Guðjón Lárusson, Jón Þorsteinsson, Ólafur Jensson. Nefndarálit um framtíðarskipulag spitalaþjónustunnar. LæknabUiOió, 1.-2. tbl. 1967. 3. Ársskýrsla Læknafélags Reykjavíkur starfs- árið 1971-1972. 4. Ársskýrsla Læknafélags Reykjavíkur starfs- árið 1972-1973. 5. Nefndarálit: Frá nefnd til endurskoðunar skipunar og fyrirkomulags læknisþjónustu á Landspítalanum. Guðjón Hansen formaður, Árni Björnsson, Jón Þorsteinsson, Ólafur Bjarnason, Sigurður Samúelsson. (Dags. 25/1 1966).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.