Læknablaðið - 01.02.1977, Síða 46
22
LÆKNABLAÐIÐ
fræðilegri og starfslegri einangrun lækna
og leiðir jafnvel af sér illmælgi og róg
um einstaklinga og stofnanir.
Fyrsta skrefið í þá átt að samræma
störf sjúkrahúsanna og stuðla að raun-
verulegri samvinnu þeirra, gæti verið að
ráða alla lækna að einni stofnun. Þetta
fyrirkomufag tíðkast víða erlendis, t. d.
í Englandi og Svíþjóð. Þá starfa menn
aðallega við eina stofnun, en eru skyldugir
til að gegna þjónustu við aðrar stofnanir
í ákveðnu héraði eða svæði. Ráðninga-
fyrirkomulag sem þetta þyrfti ekki að
þýða, að sú verka- og deildaskipting, sem
nú tíðkast hér, breyttist að ráði, a. m. k.
ekki í fyrstu, en mundi hins vegar stuðla
að bættri nýtingu sérhæfðra starfskrafta,
bæði við kennslu og kliniska vinnu. Slíkt
fyrirkomulag myndi auðvelda mjög skipu-
lagningu á framhaldsnámi í læknisfræði,
því að læknar í framhaldsnámi gætu þá
starfað á öllum sjúkrahúsunum, eftir fyrir-
fram ákveðnum reglum.
Sérfræðingar og yfirlæknar yrðu ráðnir
með ákveðna kennsluskyldu.
Það verður ekki rætt hér, hvort fram-
haldsnám í læknisfræði agtti að vera tengt
læknadeild háskólans, en óneitanlega hef-
ur það hvarflað að greinarhöfundi, hvort
ekki væ:i ástæða til að stofna hér lækna-
skóla, sem væri að minnsta kosti hvað
kliniska kennslu snertir, lítt eða ekki háð-
ur læknadeild háskólans.
Mörg fleiri atriði til að gera sjúkrahúsin
að fullgildri kennslustofnun mætti nefna,
svo sem það, að opna göngudeildir og
tengja starfsemi sjúkrahúsanna heilsu-
gæslustöðvunum, en ekki verður rætt
meira um einstök skipulagsatriði.
Að lokum skal aðeins minnst á eina
mótbáru gegn sameiningu og samvinnu
sjúkrahúsanna í Reykjavík, en hún er sú
að þá væri ekki lengur um að ræða sam-
keppni á milli þeirra.
Það hefur verið álit höfundar — og er
enn — að samkeppni í læknisfræði eða í
lækningum sé siðferðilega röng, og læknir,
sem ekki leitast við að veita sjúklingi sín-
um þá bestu læknishjálp, sem fáanleg
er, hvort sem er á stofnun þeirri, sem
hann sjálfur vinnur við eða annari stofn-
un, brýtur siðareglur lækna.
NIÐURSTAÐA
Það er orðið tímabært fyrir löngu að
skipuleggja framhaldsnám og sérnám ís-
lenskra lækna hér á landi. Þetta er unnt
að gera á skömmum tíma með því að
sameina öll sjúkrahúsin í Reykjavík í eina
kennslueiningu. Bent er á nokkrar leiðir
að þessu marki, m. a. ráðningu allra sjúkra-
húslækna að sömu stofnun, skipulagningu
framhaldsnámsins, án þess að það sé bund-
ið við eina stofnun, opnun göngudeilda og
fleira.
TILVITNANIR
1. Árni Björnsson, Ásmundur Brekkan, Tómas
A. Jónasson. Skipulag og þróun sjúkrahúsa-
þjónustu. Samvinnan, 1. tbl., 19-24. 1969.
2. Guðjón Lárusson, Jón Þorsteinsson, Ólafur
Jensson. Nefndarálit um framtíðarskipulag
spitalaþjónustunnar. LæknabUiOió, 1.-2. tbl.
1967.
3. Ársskýrsla Læknafélags Reykjavíkur starfs-
árið 1971-1972.
4. Ársskýrsla Læknafélags Reykjavíkur starfs-
árið 1972-1973.
5. Nefndarálit: Frá nefnd til endurskoðunar
skipunar og fyrirkomulags læknisþjónustu á
Landspítalanum. Guðjón Hansen formaður,
Árni Björnsson, Jón Þorsteinsson, Ólafur
Bjarnason, Sigurður Samúelsson. (Dags.
25/1 1966).