Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1977, Page 53

Læknablaðið - 01.02.1977, Page 53
LÆKNABLAÐIÐ 25 Víkingur H. Arnórsson og Kolbeinn Kristófersson SPONDYLITIS NON-SPECIFICA I BÖRNUM INNGANGUR Spondylitis non-specifica er sjúkdómur í hrygg, sem kemu.r helzúfyrir hjá ungum börnum og einkennist af verkjum í baki og/eða ganglímum ásamt röntgenbreyting- um, sem fólgnar eru í liðbilsþrengingu og tímabundinni beineyðingu í aðliggjandi lið- bolum. Horfur eru góðar'og sjúkdóniur- inn gengur yfir á tiltölulega skömmum tíma, án varanlegra afleiðinga á útlit eða alfnennt heilsufar barnsins. Árið 1950 gerði Saengeru ítarlega grein fyrir fjórum börnum með ’hryggþófabólgu og taldi fyrstur manna, að um sérstakan sjúkdóm væri að ræða. Áður hafði þó verið lýst áþekkum sjúkdómstilfellum og rekur hann þau skrif í grein sinni. Sjúkdómurinn hefur verið nefndur ýmsum nöfnum, svo sem spondylarthritis,14 acute osteitis of the spine,2 acute pyogenic infection of the spine,12 nonspecific spon- dylitis,7 intervertebral disk infection8 og discitis.0 Tvö síðastnefndu heitin lýsa stað- setningu sjúkdómsins bezt, því fyrst og fremst er um bólgu eða meinsemd í hrygg- þófum að ræða, þótt hún grípi mjög oft yfir á aðlæga liðboli. Lagt hefur verið til, að nefna sjúkdóm þennan spondylitis non- specifica5 og er svo gert hér. Sjúkdómurinn er frekar fáséður, þegar tekið er mið af fjölda þeirra tilfella, sem tíunduð hafa verið í erlendum læknarit- um. Að mati Alexander1 voru þau 120, er skrifað hafði verið um á enska tungu, en í yfirliti Rocco & Eyring,13 sem kom út tveimur árum síðar, nam fjöldi sjúklinga 155. Tilgangur þessarar greinar er að skýra frá sjö börnum, sem fengið hafa þennan sjúkdóm og legið hafa á barnadeild Land- spítalans á árunum 1966-1974. Lýst verður Samþykkt til birtingar des. 1974. einkennum, meðferð og afdrifum þeirra og borið saman við reynslu annarra. EFNIVIÐUR Sjúklingarnir eru sjö, fjórar stúlkur og þrír drengir. Yngsti sjúklingurinn var 16 mánaða gamall og sá elzti 3 ára og 8 mán- aða, meðalaldur liðlega 2 ár. Þeir komu allir úr þéttbýliskjörnum: Reykjavík, Kópavogi, Bolungarvík og Akureyri, einn frá hverjum stað, en þrír komu frá Akra- nesi á 6 mánaða tímabili — júlí 1970 til janúar 1971. í sjúkraskrám er ekki getið um neitt athugavert í almennri heilsufarssögu barn- ánna. Þau höfðu öll tekið eðlilegum fram- förum, komizt til gangs á venjulegum tíma, um 1 árs aldur og ekki var minnzt á, að þau hefðu hlotið áverka, sem hugsan- lega hefði mátt rekja einkenni til. SJÚKDÓMSEINKENNI Til glöggvunar skal lýst einu sjúkdóms- tilfellanna. Það er raunar dæmigert fyrir hin sex, því að sjúkdómsmyndin var furðu áþekk hjá þeim öllum. P. V., 16 mánaða stúlka, utan af landi, var lögð inn á deildina í marz 1966. Áður hraust. Fór að ganga 12 mánaða. Einkenna varð fyrst vart um það bil einum mánuði fyrir komu á sjúkrahúsið og lýstu þau sér í breyttum limaburði: vatt sig til við gang, hlífði ýmist hægri eða vinstri fæti, þreyttist fljótt og lagðist fyrir. Þetta ágerð- ist smám saman unz hún fékkst ekki leng- ur til að stíga í fæturna, vildi liggja sem mest fyrir á bakinu og spriklaði þá liðugt með fótunum. Virtist á milli fá sár verkja- köst. Getið er um hægðatregðu síðustu dagana fyrir innlagningu. Hún hafði aldrei hita, fékk engin lyf. Við komu á deildina fékkst stúlkan ekki til að standa í fætur eða sitja og rak upp sársaukavein við þær tilraunir. Hún reynd- ist áberandi stíf í baki, reigði sig aftur.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.