Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 55

Læknablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 55
LÆKNABLAÐIÐ 27 Ræktanir úr þvagi fyrir berklasýklum voru neikvæðar. Berklapróf og sárasóttarpróf voru nei- kvæð. Úr saursýni, sem tekið var strax eftir komu á sjúkrahúsið ræktaðist Cox- sackieveira B-3, en mótefnamæling var ekki gerð. Stúlkan var látin liggja í gipsbeði í sex mánuði. Sýklalyf fékk hún í tvo mánuði. Var alltaf hitalaus. Sökk var orðið eðlilegt eftir 40 daga. Röntgenmyndir sýndu engar breytingar frá upphaflegu útliti fyrr en eftir tvo mánuði, en þá var liðbilið aftur farið að breikka og þétting sást í liðbolunum, aðal- lega næst endaplötunum, sem voru þó talsvert trosnaðar ennþá. Ennfremur komu þá í ljós beintotur út úr aðliggjandi fram- brúnum liðbolanna og var þetta talið öruggt merki um endurvöxt. Dregið hafði úr kryppu. Einum mánuði síðar voru bein- toturnar orðnar mun skarpari (1. mynd B). Stúlkan útskrifaðist eftir 6V2 mánaðar dvöl á sjúkrahúsinu. Hún var þá farin að hafa svo til fulla fótavist og kliniskt var ekki að sjá, að hún bæri neinar menjar sjúkdómsins. Á röntgenmyndum, sem teknar voru rétt fyrir brottför (1. mynd C) var ekki annað að sjá en að beingerð lið- bola hefði náð eðlilegu útliti, en form þeirra aflagað sem áður, hryggþófi sýndist hafa náð næstum eðlilegri hæð og kryppa var mjög óveruleg. Þegar stúlkan kom til eftirlits 4 árum síðar, kom ekkert fram athugavert við skoðun og hún hafði verið við ágæta heilsu frá því hún útskrifaðist af sjúkra- húsinu. Á röntgenmyndum, sem teknar voru við það tækifæri, sást 1) óveruleg kryppa í hæð við T1S,-L,, 2) bylgjóttar, en skarpar endaplötur, 3) liðbolir lægri en þeir sem næstir voru og nokkuð af- lagaðir. Sú lýsing gengur sem rauður þráður í gegnum allar sjúkrasögurnar, að barn, sem áður hefur verið fullkomlega heilbrigt fer allt í einu að sýna merki óværðar og van- líðunar, veigrar sér við að ganga, standa og sitja og vill að lokum liggja sem mest fyrir og ekki láta hreyfa sig. Einkenni jukust yfirleitt hratt og liðu að meðaltali 3 vikur frá því þau byrjuðu og þar til börnin komu á sjúkrahúsið, stytzt 8 Mynd 2. — Lokastig með þrengdu liðbili. Mynd 3. — Lokastig með vertebra magna. L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.