Læknablaðið - 01.02.1977, Blaðsíða 79
LÆKNABLAÐIÐ
43
tangahéraðiu þar sem fjöldinn var 4.12%
greindra tilfella. Erfitt er að skýra þennan
mun, en hann gæti þó legið í því að undir-
ritaður starfaði um nokkra ára skeið
við geðlækningar. í Hvammstangarann-
sókninni0 (sjá töflu 6) voru sýkingar
20.6%, en í þessari rannsókn 34.8%
greindra tilfella. Þennan mismun mætti
sennilega skýra á þann hátt að Djúpavogs-
rannsókn stendur yfir í aðeins 4 vikur
á köldum árstíma (nóvember/desember)
þegar mun meiri líkur eru á umgangs-
pestum. Á töflu 6 má sjá hins vegar, að
niðurstöðum þessara tveggja rannsókna
ber nokkuð vel saman, hvað snertir hjarta-
sjúkdóma og háþrýsting.
Engar tölur liggja fyrir um fjölda sjúk-
dóma í heilaæðum hérlendis, en í þessari
rannsókn er hann 3.0% greindra tilfella,
eða 802/100 þús. íbúa, sem er mun hærra
en í Noregi,,, 440/100 þús. íbúa, og í Banda-
ríkjunum7 559/100 þús. íbúa.
Rétt er að benda á, að það er hrein til-
viljun að einu sjúklingarnir á landinu, sem
vitað var um að væru með Wilsons sjúk-
dóm og Friedreichs ataxiu voru búsetfir í
D j úpavogslæknishéraði.
SAMANTEKT
Gerð er grein fyrir niðurstöðum könn-
unar á tíðni algengustu sjúkdóma í Djúpa-
vogslæknishéraði, eins og hún birtist við
skoðun á 230 einstaklingum, en mann-
fjöldinn í héraðinu var 872. Þessar niður-
stöður eru bornar saman við aðrar rann-
sóknir hérlendis, sem gerðar hafa verið á
tíðni ýmissa sjúkdóma. Könnun þessi stóð
yfir í 30 daga nóv/des 1971.
Fjöldi (prevalence) flogaveikra var 344
per 100 þús. íbúa, geðrænir sjúkdómar
voru 12.2% greindra sjúkdómstilfella,
tíðni heilaæðasjúkdóma virðist nokkuð
há, eða 802/100 þús. íbúa. Hjartasjúk-
dómar og/eða háþrýstingur var 15.2%
greindra tilfella.
Er þetta eina rannsóknin hérlendis, sem
mér er kunnugt að taki til heilaæðasjúk-
dóma á öllum aldri, en áður hafa birst nið-
urstöður um tiðni heilamengisblæðinga á
íslandi og í prentun er grein um tíðni heila-
æðasjúkdóma hjá 35 ára og yngri á öllu
landinu.4
TAFLA 5
Flokkun taiUgasjúkdómanna.
Sjúkdómur Karlar Konur Samtals
„Bells palsy“ 1 Q 1
Flogaveiki 2 1 3
Wilson sjúkd. 0 1 1
Discus prolaps 3 0 3
Radiculitis 0 1 1
Friedreich ataxi 1 1 2
Parkinsonveiki 0 1 1
Tumor med. spin. op. 1 0 1
Neuritis 0 2 2
Causalgia 0 1 1
Samtals 8 8 16
TAFLA 6
Tíðni algengustju sjúkdóma í Hvamms-
tanga- og Djúpavogslæknishéruðum.
% af öllum greindum tilfellum
Hvammstanga- Djúpavogs-
Sjúkdómur læknishérað læknishérað
Hjartasjúkd. og/eða há- þrýstingur 14.6 15.2
Geðrænir sjúk- dómar 4.1 12.2
Sýkingar 20.6 34.8
HEIMILDIR
1. Guðmundsson, Gunnar. Epilepsia in Iceland.
A clinical and epidemiological investigation.
Acta neurol. Scand., suppl. 25. 1966.
2. Guðmundsson, Gunnar, Hallgrimsson, Jónas,
Jónasson, Tómas A., et Bjarnason, Ólafur.
Hereditary cerebral haemorrhage with amy-
loidosis. Brain 95:387-404. 1972.
3. Guðmundsson, Gunnar. Primary Subara-
chnoid haemorrhage in Iceland. Stroke
4:764-767.
4. Guðmundsson, Gunnar, Benedikz, John,
E. G. Stroke (i prentun).
5. Hagstofa Islands (Statistical Bureau of Ice-
land:) 1975.
6. Helgi Þ. Valdimarsson, Jón G. Stefánsson,
Guðrún Agnarsdóttir. Læknisstörf í héraði.
Lœknablaðiö 55:15-35. 1969.
7. Matsumoto, N., Whismant, J. P., Kurland,
L. T., et al. Natural history of stroke in
Rochester, Minnesota. 1955 through 1969:
An extension of a previous study, 1945
through 1954. Stroke 4:20-29 (Jan.-feb.
1973).
8. Petlund, Carl Fredrik. Prevalence and in-
validity from stroke in Aust-Agder County
of Norway. Universitetsforlaget, Oslo 1970.