Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.1979, Side 11

Læknablaðið - 01.04.1979, Side 11
LÆKNABLAÐIÐ 65 Páll Skúlason, prófessor SIÐVISINDI OG LÆKNISFRÆÐI UM HLUTLEYSI OG TÆKNIHYGGJU í VÍSINDUM MEÐ HLIÐSJÓN AF SIÐFRÆÐI LÆKNISFRÆÐINNAR Hér er ætlunin að vekja máls á örfáum almennum úrlausnarefnum um hlut sið- fræði í mótun vísinda almennt og læknis- fræði sérstaklega. Ég ætla mér ekki þá dul að gera nokkra heildarúttekt á öllum þeim fjölmörgu siðferðilegu vandamálum sem upp geta risið í þessu sambandi, né heldur að rekja þær reglur sem menn styðjast við eða getið tekið mið af, þegar þeir eiga í siðferðilegum vanda. í því efni þurfa læknar vart að fara í smiðju til leikmanna. Ég mun einkum halda á lofti tveimur skoðunum. Önnur er sú að gildismat og viðhorf siðferðilegs eðlis séu mun mikil- vægari í mótun vísinda og viðgangi þeirra en almennt er viðurkennt. Hin skoðunin er að siðfræði þá, sem læknisfræði varðar sérstaklega, megi ekki einskorða við sið- ferðleg vandamál læknisstarfsins, heldur verði einnig að fást við siðferðilegan vanda læknisfræðinnar sem hreinnar vísinda- greinar og flókinnar tæknigreinar, en um þessa þrískiptingu verður rætt hér að neðan. 1. VIÐFANGSEFNI LÆKNISFRÆÐI OG SIÐFRÆÐI Öllum er ljóst hvernig læknisfræðin varðar siðfræði með sérstökum hætti: Læknisfræðin fæst við mannverur gæddar viti, vilja og tilfinningum; hún vill stuðla að heilbrigði og hamingju fólks sem býr í samfélagi bundnu reglum og reistu á rétt- indum, — reglum um það hvernig fólk eigi að breyta, hvað því sé skylt að gera, réttindum til ákveðinna gæða og til ákveð- innar framkomu af hálfu annarra. Ef til vill má segja að hið alkunna siða- boð Kants að ávallt beri að líta á fólk sem takmark í sjálfu sér, en aldrei sem tæki, setji störfum lækna bæði stefnu og tak- mörk. Ýmis rök má færa fyrir þessu siðaboði. Einföldustu rök eru þau að þjóðfélag sem lýtur eigin lögum og reglum, fái ekki stað- ið nema meðlimir þess virði líf hver ann- ars. Trúarleg eru þau rök að hver mann- eskja hafi eilíft gildi í sjálfri sér, hún hafi hlotið lífið frá Guði. Enn önnur rök lúta að sérstöðu mannsins frá náttúrunnar hendi: Maðurinn er eina veran sem getur breytt eftir eða brugðið út af reglum eða lögmálum, sem hann setur sér sjálfur eða viðurkennir; breytni mannsins stjórnast ekki í öllu af lögmálum sem hann ræður ekki yfir eða honum eru ómeðvituð, held- ur af vilja mannsins sjálfs til að breyta á þann veg sem hann telur bestan eða skyn- samlegastan. Skynsamlegt sjálfræði mannsins býður honum að bera fulla virð- ingu fyrir mannslífum. Þessi rök eða vísbendingar um rök fyrir þeirri siðferðilegu skoðun að ávallt beri að líta á menn sem takmark í sjálfu sér, en aldrei sem tæki, nægja til að sýna að sið- ferðilegar hugmyndir eru samofnar hug- myndum okkar um sjálf okkur sem mann- verur, og jafnvel að allar hugmyndir manna um sjálfa sig eru í raun siðferði- legar í þeim skilningi að þeim fylgir til- hneiging til ákveðinnar breytni. Sömu hugsun má einnig orða með því að segja, að hugmyndir manna um sjálfa sig séu hluti af þeim sjálfum í þeim skilningi að þær hafi áhrif á alla breytni þeirra og framkvæmdir. En sérstaða læknisfræði gagnvart sið- fræði ræðst ekki af viðfangsefni læknis- fræðinnar einu. Mörg önnur fræði, sálar- fræði, sagnfræði o.s.frv. fást við mann- eskjur. Það er háttur læknisfræði á að fást við viðfangsefni sitt, manninn, sem vekur sérstakar siðferðilegar spurningar og vandamál. Læknisfræðin lítur á mann- inn undir sjónarhorni tveggja meginhug- taka: sjúkdóms og heilbrigði og tækni hennar er beitt til að greina sjúkdóma og stuðla að heilbrigði. Læknisfræðin er því
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.