Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.04.1979, Page 12

Læknablaðið - 01.04.1979, Page 12
66 LÆKNABLAÐIÐ á vissan hátt í nánari snertingu við fólk en nokkur önnur fræði eða starfsgrein — og hinar siðfræðilegu spurningar knýja hér þeim mun fastar á sem ein „lítil“ ákvörðun getur hvenær sem er ráðið úr- slitum um afdrif fólks, orðið óumræðilega „stór“ og örlagarík. 2. LÆKNISFRÆÐI OG FLOKKUN VÍSINDA EFTIR ÆTLUNARVERKUM Af þessari lýsingu á læknisfræðinni virðist mega ráða, að það sé einungis við- fangsefni læknisfræðinnar, sjúkdómar fólks og heilsa, sem veldur hinum siðferði- lega vanda greinarinnar. Þessi skoðun er í samræmi við viðtekna greiningu á uppbyggingu læknisfræðinn- ar: Læknisfræðin er í fyrsta lagi fræði um gerð mannslíkamans og styðst við ýmsar greinar raunvísinda, svo sem efnafræði, líffræði, lífeðlisfræði, og hún leitast við að öðlast raunvísindalega þekkingu á meinum manna almennt. Læknisfræðin er í öðru lagi hagnýt vís- indi, eins konar tæknifræði, safn aðferða til að greina ástand einstaklinga og til að breyta því. Læknisfræðin er að lokum list, sú list að lækna þennan ákveðna einstakling, Pétur eða Pál. Þessi þrískipting táknar vitaskuld ekki að læknisfræðin sé þrjár aðskildar grein- ar, heldur táknar hún þrjú stig eða þrep læknisf ræðinnar: Fyrsta stigið er þekking á þeim lögmál- um sem gilda almennt um líkama manna og dýra. Annað stigið er kunnátta til að hafa áhrif á þessa líkama og greina ástand þeirra. Þriðja stigið er fólgið í beitingu hinnar almennu þekkingar og kunnáttu á ákveð- inn einstakling eða einstaklinga.1 Það er eftirtektarvert að þessi þrískipt- ing læknisfræðinnar er að verulegu leyti i samræmi við flokkun Aristótelesar á vís- indum eða vísindalegri þekkingu eftir við- fangsefni og ætlunarverkum: Fyrsta flokk skipa þau vísindi sem miða að þekkingu þekkingarinnar sjálfrar vegna, að þeim unaði sem það eitt veitir að vita og skilja. Sú þekking er samkvæmt lýsingu Aristótelesar þekking á hinum almennu lögmálum, þeirri almennu reglu sem ríkir hvarvetna í náttúrunni. Annan flokk skipa þau vísindi sem hafa eitthvert markmið utan þekkingarinnar sjálfrar. Það eru tæknivísindi, vísindi sem rniða að því að framleiða eða búa til hluti, hafa áhrif á náttúruna, afla efnislegra gæða. Markmið þeirra er að búa menn tækjum til lífsbaráttu (eða til að gera þeim lífið léttara eða ánægjulegra). Þriðja flokk skipa þau vísindi sem bein- ast að breytni manna og líferni og nefna má siðvísindi. Þau fjalla um það sem er gott fyrir einstaklingana í ákveðnum raunverulegum aðstæðum. (T.d. getur vín gert einum manni gott við ákveðnar að- stæður, en verið öðrum skaðlegt. Hér er ekki átt við „gott“ miðað við líkamlegt ástand einstaklingsins eingöngu heldur hvað er gott fyrir einstaklinginn í öllu tilliti.) Markmið slíkra vísinda er heill mannsins, hamingja og fullkomnun mann- lífsins. Hliðstæða þessarar þrískiptingar þekk- ingarinnar eftir ætlunarverkum og þrí- skiptingar læknisfræðinnar er augljós. Læknisfræðin fellur undir hrein vísindi vegna þess að hún leitar þekkingar á al- mennum lögmálum um manninn og líkams- starfsemi hans. Hún fellur undir tækni- vísindi vegna þess að hún miðar að því að móta aðferðir við að greina og hafa áhrif á ástand manna, og hún fellur undir sið- vísindi vegna þess að hún beinist að raun- verulegum einstaklingum og hefur heill þeirra og heilbrigði að markmiði. Ég tel raunar — og mun reyna að rökstyðja þá skoðun undir lok þessa erindis — að hug- tökin heill og heilbrigði varði læknis- fræðina ekki aðeins sem list við að lækna fólk, heldur einnig sem hrein vísindi og tækni. Ég hygg að þessi einfalda lýsing á lækn- isfræði sé í aðalatriðum rétt. En ég held líka að hún sé eða geti verið villandi, ef menn átta sig ekki á djúpstæðum tengsl- um vísindalegrar þekkingar og tækni og siðfræði. Markmiðið með því að reyna að móta siðfræði læknisfræðinnar er einmitt að draga fram þær forsendur læknisfræð- innar sjálfrar sem taka ber mið af þegar læknar fást við siðfræðileg vandamál.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.