Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.04.1979, Qupperneq 26

Læknablaðið - 01.04.1979, Qupperneq 26
72 LÆKNABLAÐIÐ þ.e. hvort þannig fáist nokkurn tíma þekk- ing á raunveruleika fyrirbæranna. Einnig er oft vafamál hvort sértekningin sé fram- kvæmanleg í raun, einkum þegar um er að ræða fyrirbæri sem skilgreind eru með tilvísun til gilda og verðmæta. Eitt dæmi vildi ég nefna sem sýnir okk- ur á ótvíræðan hátt hversu mikil fásinna það er að telja alla gildisdóma vera um smekksatriði. Setningin: „Hér er fagurt þegar vel veiðist", sem virðist gott dæmi um afstæði staðhæfinga um fegurð, þarf alls ekki að vera afstæð í þeim skilningi að hún tjái einungis hverfult hugarástand veiðimannsins. Það er ekki eðlismunur heldur stigsmunur á því að geta ekki num- ið fegurð staða vegna þess að ekki veiðist, og þess að geta ekki mælt fjarlægð milli staða vegna stórhríðar. Veiðileysi og stór- hríð hindra hvor á sinn hátt að komist sé að ákveðnum staðreyndum, en í báðum tilfellum vita menn að við ákveðnar að- stæður má komast að þeim. Með þessu er ég ekki að segja að fegurð og fjarlægð séu staðreyndir í nákvæmlega sama skilningi, né að aðferðir við að kanna þær séu sambærilegar (þó má beita ýmis konar mælingartækni í fagurfræði). Ég er einungis að vara við því að útskúfa staðhæfingum um verðmæti og gildi úr vísindum með þeim rökum að þær séu al- gerlega afstæðar. Sú skoðun er röng. Gild- isdóma má að öllum jafnaði hrekja eða rökstyðja eins og aðra dóma um stað- reyndir. 8. UM MIKILVÆGI VERÐMÆTADÓMA f VÍSINDUM, OG UM GREINARMUN HLUTLEYSIS OG HLUTLÆGIS Útskúfun verðmætadóma úr vísindum villir mönnum sýn á vísindin sjálf, eðli staðhæfinga þeirra og kenninga. Menn missa sjónar á þeirri mikilvægu staðreynd að vísindamenn hljóta sífellt að leggja mat á aðferðir sínar og viðmiðanir og bera fram gildisdóma um fræði sín, rannsóknir og niðurstöður. Slíkir matsdómar um gildi vísindanna sjálfra eru óhjákvæmilega jafnframt dómar um viðfangsefni vísind- anna og fela í sér mat á hlutunum í ljósi þeirrar þekkingar sem fengin er á þeim. Þetta á bersýnilega við öll hagnýt vísindi (og hvaða vísindi hafa ekki hugsanlega eitthvert hagnýtt gildi?). í slíkum vísind- um er sífelld víxlverkun milli markmiða og leiða, þ.e. á milli þess árangurs sem talið er æskilegt að ná og leiðanna eða tækjanna sem við höfum til að ná mark- miðum okkar. Hér er í rauninni ókleift að greina fyllilega á milli gildisdóma og annarra staðreyndadóma vegna þess að dómurinn um markmið (um það sem „á að vera“) er óraunhæfur ef hann hvílir ekki á þekkingu á því sem er, þ.e. á því sem okkur er unnt að gera — en um leið er þekking okkar á því sem er fengin undir sjónarhorni þess sem við stefnum að. Þetta er fyllilega augljóst á sviði hagnýtra vísinda: Þekking okkar á því hvernig unnt er að búa til góðan bjór er háð hugmyndum okkar um það hvernig góður bjór á að vera — og hugmyndir okk- ar um góðan bjór eru háðar reynslu okkar af ýmsum bjórtegundum. Ég hygg að sama eigi einnig við í svo- kölluðum hreinum vísindum. Þar ríkja ákveðnar matshugmyndir um það hvers konar þekkingar við viljum afla, hug- myndir sem eru ómissandi viðmiðanir um vinnubröeð, tilgátusmíð, sönnunaraðferðir o.s.frv. Vilji maður t.d. afla þekkingar á almennum lögmálum um vensl tiltekinna fyrirbæra, þá ráðast vinnubrögðin af þess- ari fyrirfram hugmynd og síðan leita menn að því sem er reglubundið í hreyf- ingum eða hátterni viðkomandi fyrirbæra og reyna að flokka þá eiginleika sem þeim eru sameiginlegir. En um leið horfa menn framhjá sérkennum hvers einstaks raun- verulegs fyrirbæris. Þekkingin sem afla verður er ekki þekking á einstökum raun- verulegum fyrirbærum, heldur þekking á sérteknum venslum og eiginleikum fyrir- bæra af þessari eða hinni tegundinni. Breytileg sérkenni hinna raunverulegu fyrirbæra verða útundan, séreðli þeirra hvers um sig sleymist. Af þessu má sjá að ákveðnar gildishug- myndir í vísindum geta skipt öllu um við- gang þeirra og þróun. Það er ekki unnt að færa sönnur á að menn eigi að leita al- mennra lögmála, fremur en að reyna að kynnast sérkennum raunverulegra fyrir- bæra — en slík ákvörðun er tekin, eða á sér öllu fremur stað, með hliðsjón af tvenns konar staðreyndum: staðreyndum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.