Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Qupperneq 6
Rannveig Rist, forstjóri álversins í
Straumsvík, ætlar að reyna að semja
við Rafiðnaðarsambandið og ASÍ
vegna uppsagnar þriggja manna
á síðasta ári. Ástæðan er sú
að samþykkt var á fundi
starfsmanna Alcan að
fá ASÍ til þess að kanna
forsendur fyrir því að
grípa til lagalegra að
gerða vegna uppsagn
anna. Þá eru einnig
kosningar í nánd um stækkun álvers
ins í Hafnarfirði.
„Stefnunni var frestað vegna við
ræðna við forstjóra Alcan,“ segir
Guðmundur Gunnarsson, formað
ur Rafiðnaðarsambands Íslands.
Sambandið hélt fund ásamt ASÍ í
vikunni þar sem tekin var ákvörð
un um að fresta afgreiðslu stefnu
vegna meintra ólögmætra uppsagna
þriggja starfsmanna álversins.
Ástæðan er skyndilegur sátta
vilji Alcan.
Enginn sáttavilji
Rétt fyrir jól ritar Guð
mundur á heimasíðu RSÍ
að hugsanlega sé Alcan að
reyna að koma sér hjá því
að standa við samnings
ákvæði um flýtt starfslok en
þau réttindi öðlast starfs
menn eftir þrjátíu ára
starfsaldur hjá fyrir
tækinu. Alls hefur níu
einstaklingum verið sagt upp hjá fyr
irtækinu sem eiga það allir sameig
inlegt að hafa mikla starfsreynslu að
baki.
Guðmundur segir að RSÍ hafi
margoft reynt að semja um frið við
Alcan en fyrirtækið hafi ávallt slegið
á útrétta sáttarhönd starfsmanna.
Kosningar í nánd
„Ég get ekkert sagt um það,“ seg
ir Guðmundur aðspurður hvort hinn
skyndilegi sáttavilji sé tengdur kom
andi kosningum um stækkun álvers
ins í Hafnarfirði.
Álverið hefur kappkostað að bæta
ímynd sína undanfarið og hef
ur til að mynda boðið Hafn
firðingum á tónleika, gef
ið geisladiska á hvert
heimili og boðið þeim
á handboltaleik. Uppá
tækin hafa mælst mis
vel fyrir hjá andstæð
ingum stækkunar. Þá
er von á niðurstöðum
úr skoðanakönn
un um afstöðu til
stækkunar sem
álverið lét Gallup
Capacent gera fyrir sig og verða þær
birtar á næstu dögum.
Vilja uppreisn æru
„Við viljum bara uppreisn æru, það
eru ekki peningarnir sem skipta öllu,“
segir Hans Hafsteinsson, einn þriggja
starfsmanna sem voru reknir, að
spurður um fundinn. Hann segir að
það sé eðlilegt að fyrirtækið reyni að
koma sér hjá málssókn og þá sérstak
lega rétt fyrir jafnmikilvægar kosning
ar og stækkun álversins er fyrir Alcan.
Hann segir málið búið að vera
andstyggilegt og vill að æra hans, sem
hann vill meina að hafi verið svert,
verði hreinsuð.
Hrannar Pétursson, upp
lýsingafulltrúi Alcan, segist
ekki nógu kunnugur samn
ingaferli Rannveigar Rist og
verkalýðsforkólfanna til
þess að svara spurningum
sem það varða.
Samningaviðræður eru hafnar á milli forstjóra Alcan Rannveigar Rist og forsvars-
manna Rafiðnaðarsambands Íslands og ASÍ. Alcan hefur hingað til ekki viljað rétta fram
sáttarhönd að sögn Guðmundar Gunnarssonar, formanns RSÍ.
Alcan vill semja frið
Litháinn Povilas Akelaítis var
dæmdur í tveggja og hálfs árs
fangelsi í Héraðsdómi Reykjavík
ur á föstudaginn fyrir að smygla
tveimur og hálfu kílói af amfeta
míni til landsins. Fíkniefnin faldi
hann í drifskafti BMWbifreið
ar. Þau fundust þegar fíkniefna
hundar runnu á lyktina. Povilas
var að koma frá Þýskalandi en
hann neitaði að gefa upp sam
verkamenn sína.
Dæmdur fyrir dóp
Lús hefur skotið upp kollinum
á Hornafirði. Mikið hefur verið
um lús í skólum sveitarfélagsins
í vetur og nú í byrjun árs hefur
faraldur blossað upp. Skólahjúkr
unarfræðingur í grunnskóla á
Hornafirði segir að mikilvægt
sé að foreldrar og aðrir séu mjög
vel vakandi fyrir þessum vágesti
og nauðsynlegt sé að kemba hár
allra á heimilinu því lúsin þurfi
ekki endilega að vera bundin við
skólana. Núna í vikunni stefna
grunnskólar Hornafjarðar á sam
eiginlegt átak í öllum skólun
um og vonandi næst þá að ljúka
þessu máli.
Lúsafaraldur á
Hornafirði
föstudagur 12. janúar 20076 Fréttir DV
Umhverfisráðuneytið hefur
ákveðið verð og kvóta á hreindýra
veiðileyfum fyrir árið 2007. Leyft
verður að veiða 1.137 dýr að þessu
sinni, 577 kýr og 560 tarfa. Þetta
eru 228 fleiri skepnur en leyft var
að veiða í fyrra. Dýrast verður að
skjóta tarf á svæðum eitt og tvö, í
Vopnafjarðarhreppi, Fljótsdals
hreppi, Jökuldal og Skriðdal. Þar
kostar veiðileyfið 110 þúsund
krónur. Kýr á sömu svæðum kost
ar 60 þúsund krónur. Hækkun á
leyfum milli ára er óveruleg.
Hreindýrstarfur
á 110 þúsund
Héraðsdómur Reykjavíkur
dæmdi Herbjörn Sigmarsson í
átján mánaða fangelsi og Selmu
Björk Gunnarsdóttur í níu mán
aða fangelsi fyrir
fíkniefnabrot
og hylmingu.
Þau höfðu und
ir höndum tæpt
kíló af amfeta
míni, þrjú af
hassi og rúm
fimmtíu grömm
af kókaíni. Auk
þess voru
þau með lítil
ræði af marijúana og etöflum.
Dómur Selmu er skilorðsbund
inn til þriggja ára og gæsluvarð
hald í júlí dregst frá dómi Her
bjarnar.
Fíkniefnapar
dæmt
ValuR gREttisson
blaðamaður skrifar: valur@dv.is
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
„Við viljum bara uppreisn æru, það eru ekki peningarnir sem skipta
öllu. Eðlilega reynir fyrirtækið að koma sér hjá málssókn rétt fyrir
jafnmikilvægar kosningar og stækkun álversins er fyrir Alcan.“
Álverið í straumsvík
standa í ímyndarbaráttu fyrir
kosningar um stækkun álversins.
Rannveig Rist
forstjóri alcan vildi
skyndilega semja við þrjá
starfsmenn sem sagt
var upp á síðasta ári.
guðmundur gunnars-
son formaður rafiðnaðar-
sambandsins segir að
fyrirhugaðri stefnu hafi
verið frestað vegna
sáttaumleitana.
Stjórnmálamenn standa við orð sín
Það er eins fráleitt og hugsast get
ur að borgarstjórarnir Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, sem segist enn vera
sami gamli góði Villi, og Björn Ingi
Hrafnsson, sem kannski er áfram sá
sem hann var, hafi hækkað gjöld á
hinu og þessu sem borgin selur eða
veitir okkur almúganum. Það er ekki
þolandi að hlusta á þær raddir sem
finna að því þó að verð þjónustunnar
sé ekki það sama og það var og þeir
sem eru að gera veður út af þessu
ættu bara að hætta því.
Borgarstjórarnir lofuðu víst báð
ir að hækka ekki neitt áður en þeir
voru kosnir og auðvitað hafa þeir
staðið við það, þannig eru jú stjórn
málamenn. Þeir standa við það sem
þeir segja. Sjáiði bara Sturlu Böðvars
son. Hann lofaði Héðinsfjarðargöng
um og þau verða boruð þótt þörfin sé
nánast engin, enda hvers vegna að
vera að velta þörfinni fyrir sér. Þetta
snýst ekkert um það, allt snýst um
orð stjórnmálamanna og núna um
orð Sturlu. Þau eru einu sinni jú það
traust sem við þekkjum. Þá trú okkar
má ekki skemma. Það vita borgar
stjórarnir báðir.
Þeir lofuðu að hækka ekki
þetta og ekki hitt og við það hafa
þeir staðið. Vissulega hafa orðið
breytingar á því sem stjórn
málamenn kalla gjald
skrár. Yngri borgarstjór
inn er sagður hafa eytt
öllum vafa lýðsins, sem
vissulega þarf að borga
meira fyrir mestallt.
Það er hreinn og klár
útúrsnúningur að kalla breytingarn
ar hækkanir. Björn Ingi á að hafa, og
það fullkomlega réttilega, bent á að
breytingar á gjaldskrám væru aðlög
un að breyttu verðlagi, ekki hækkun.
Aðlögun er allt annað en verðhækk
anir og fyrir velviljann eiga borgar
stjórarnir skilið hrós og það mikið.
Það er allt annað að búa í borg
sem hækkar ekki verð, heldur færir
það bara að breyttu verðlagi. Kannski
er hægt með einstöku tuði að kom
ast að því að munurinn sé í raun ekki
mikill og í raun skipti jafnvel engu
máli fyrir borgarann hvort breyting
in heiti verðhækkun eða aðlögun
að breyttu verðlagi. Borgarstjórarn
ir hafa komist að því að grunngildin
verða að halda, gildin sem við nánast
byggjum líf okkar og festu á, það er
að áfram verði hægt að treysta orðum
stjórnmálamanna. Þau verða áfram
að vera sú festa og það öryggi sem
við höfum vanist. Þess vegna er ekk
ert hækkað, eins og lofað var, heldur
gerðar breytingar.
Takk fyrir það borgarstjórar.
dagfari