Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Blaðsíða 10
föstudagur 12. janúar 200710 Fréttir DV KormáKur Bragason blaðamaður skrifar: kormakur@dv.is InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is silvía nótt æfir sig fyrir Eurovision-keppnina: Nóttin á níu krónur Geisladiskurinn með Silvíu Nótt, Ógesslega töff, er kominn á útsölu hjá BT. Samkvæmt auglýsingunni nemur verðlækkunin 99,9% og kost- ar hljómdiskurinn nú 9 krónur. Svo mikið var að gera á útsölunni að ekki var unnt að ná tali af sölumönnum til að vita hvort diskurinn væri upp- seldur. Þaðan af síður var hægt að fá viðbrögð drottningarinnar við verð- lækkuninni, því á símsvara henn- ar segist hún vera orðin svo „ógess- lega fræg skiluru, að ég þarf að fá mér fokking leyninúmer, skiluru“. Silvía Nótt bendir þeim sem þurfa að ná tali af henni á að það sé ekki hægt þar sem hún sé orðin svo fræg og bend- ir á heimasíðu sína, silvianight.com. Sú síða er hins vegar ekki lengur virk. Silvía Nótt telur sig greinilega ekki í útrýmingarhættu þrátt fyrir útrým- ingarsölu BT og svo virðist sem hún stefni á þátttöku í Söngvakeppni evr- ópskra sjónvarpsstöðva á nýjan leik. Það staðfestir hún eiginlega á sím- svara sínum þar sem hún segir: „Ég er að æfa mig í evrópsku fyrir júróvís- jón.“ Á bak við rödd Silvíu Nætur má heyra lagið Diva í flutningi Dönu frá Ísrael. annakristine@dv.is Samkvæmt núgildandi reglum númer 3 og 13 um bann við opin- berri birtingu efnis, meðal annars á netinu, hefði átt að vísa Silvíu Nótt úr keppni í fyrra. Í reglu 23 áskilur Sjón- varpið sér þó rétt til að breyta reglun- um og túlka þær að vild sinni. Hvergi er þó tekið fram að sú regla gildi um- fram aðrar. Í mörgum þátttökulönd- um gilda engar slíkar reglur um upp- runaland höfundar. „Þetta er alveg klárt samkvæmt reglunum, höfundarnir voru út- lendir ásamt einum Íslendingi. Það er verið að gera klárt svið og lýsingu á Seljavegi 2 þar sem keppnin mun fara fram. Æfingar hefjast í vikunni en þetta er allt að verða klárt,“ segir Rafn Rafnsson hjá Base Camp sem hefur umsjón með keppninni. Eiríkur Hauksson aftur með Meðal söngvara sem DV hefur heimildir fyrir að syngi lög í keppn- inni eru Davíð Smári, Heiða, Bríet Sunna, öll fræg úr Idol, Heiða í Unun, Lísa í Ísafold, Matti í Pöp- unum og síðast en ekki síst Eiríkur Hauksson sem fyrstur keppti fyrir Ísland ásamt Pálma Gunnarssyni og Helgu Möller með Gleðibanka Magnúsar Eiríkssonar árið 1986. afkastamesti textahöfundur Eurovision Átta laga forkeppni fer fram dagana 20. janúar, 27. janúar og 3. febrúar og velja landsmenn með símakosningu þau lög sem komast í níu laga úrslitakeppni 17. febrú- ar. Samkvæmt reglum keppninn- ar áttu flytjendur að vera klárir 20. desember en eitthvað hefur gengið erfiðlega að fá flytjendur. Upptök- ur á undirleik og söng hafa staðið yfir linnulaust í stúdíó Sýrlandi og á fleiri stöðum undanfarna daga. Athygli vekur hve margir eiga fleiri en eitt lag og texta. Fiðluleikarinn Roland Hartwell, sem átti tvö lög í fyrra, á þrjú lög í ár. Torfi Ólafsson á einnig þrjú lög. Trausti Bjarna- son á tvö lög líkt og Sveinn Rún- ar Sigurðsson, en ótvíræður texta- kóngur er Kristján Hreinsson með átta texta. Lagahöfundar mega eiga þrjú lög að hámarki en engar regl- ur eru um hversu marga texta höf- undar mega eiga enda mun textum oft hafa verið skipt út eftir að lög- in komust áfram og þau breytt um nafn. kormakur@dv.is Tuttugu og fjögur lög hafa nú verið valin til að taka þátt í undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins fyrir Eurovision 2007. RÚV hefur sett skarpari reglur um söngvakeppn- ina. Eiríkur Hauksson aftur með. Kristján Hreinsson með átta texta í keppninni. Páll Óskar fær ekki að vera með í Eurovision Eiríkur Hauksson rokkarinn mætir aftur í Eurovision af fullum krafti. Kristján Hreinsson skerjafjarðarskáld- ið er vafalaust Evrópumethafi í textagerð fyrir Eurovision. Átta textar í ár. Uppákoman með lag Silvíu Nóttar í fyrra hefur orðið til að skerpt hefur verið á reglum keppninnar. Innlegg Páls Óskars í keppnina var fellt út vegna reglu 2 um að höfundar megi ekki vera af öðru þjóðerni nema þeir hafi íslenskt ríkisfang eða hafi búið á íslandi 1. október 2006 og fram yfir Eurovision 2007. Ekið á gamla konu Samkvæmt lögreglunni á Sel- fossi var ekið á konu á sjötugs- aldri sem var að fara yfir götu við verslunina Nóatún á Sel- fossi. Konan slasaðist á fótum og mjöðm og var flutt á Heilbrigðis- stofnun Suðurlands til aðhlynn- ingar. Telur lögreglan að snjó- koma og skafrenningur hafi gert það að verkum að óhappið átti sér stað. Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu Höfuðborgarlögreglan tjáði DV að í gær, fimmtudag, hefðu verið skráðir tæplega þrjátíu árekstrar frá hádegi til klukk- an fimm um eftirmiðdaginn en engin teljandi slys urðu á mönn- um. Ofankoma og hálka eru talin hafa valdið óhöppunum og voru björgunarsveitir í við- bragðsstöðu í gærkvöld vegna slæmrar færðar og skafrennings. Páll Óskar framlag hans komst ekki í söngva- keppnina vegna þess að tveir af höfundunum voru útlendingar dV Mynd Hari. Eyjamenn lausir við þjófa Samkvæmt dagbókarfærslum lögreglunnar í Vestmannaeyjum voru einungis skráð þrjú innbrot allt árið 2006. Eitt innbrot var í heimahús, annað á snyrtistofu og var snyrtivörum úr útstill- ingarglugga stolið og það þriðja var innbrot í rútu í Herjólfsdal á meðan á Þjóðhátíð stóð. Er því ljóst að Eyjamenn geta verið rólegir þrátt fyrir innbrotaöldu á höfuðborgarsvæðinu. Golf fyrir gamlingja Bæjarráð Árborgar samþykkti að vísa tillögu um að festa kaup á mínígolfvelli til starfshóps um uppbygginu íþróttamannvirkja. Það voru eldri borgarar í Árborg sem komu með beiðnina og svo virðist sem aldraðir hafi nokkurn áhuga á þessari vinsælu íþrótt. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks vildi vísa erindinu til íþrótta- og tóm- stundanefndar og að hentugri staðsetning yrði fundin fyrir golfvöllinn. Því var hafnað af meirihluta bæjarráðs. Ógesslega töff? silvía nótt æfir sig nú í evrópsku fyrir næstu júróvísjón.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.