Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Page 27

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Page 27
DV Helgarblað föstudagur 12. janúar 2007 27 Útsala Kringlunni Dómstóll götunnar Eiga Rauði kross Íslands, SÁÁ og Háskóli Íslands að fjármagna sig með spilakössum? „nei, mér finnst það rangt og það ætti að banna spilakassa.“ Hreiðar Hall- grímsson, smiður. „Ég er á móti þessum kössum.“ Kristín Eiríks- dóttir, húsmóðir. „Ég hef ekki myndað mér skoðun á þessu en ég er á móti spilakössum.“ Baldur Magnús- son, nemi. „Ekki sÁÁ en það er hægt að horfa í gegnum fingur sér með hina. En mér finnst að það ætti að banna spilakassana.“ Ásgeir Breið- fjörð, málari. „Bæði og. Þessir aðilar þurfa að fjármagna sig en annars finnst mér spilakassar ekki sniðugir.“ Daníel Páll Jóhannsson, nemi. „Mér finnst það fásinna og ég er á móti þessum kössum.“ Jón Trausti Kárason, nemi. „Mér finnst það rugl og kaldhæðn- islegt að þessir aðilar fái fjármagn frá þessum kössum.“ Ásgrímur Sigurðsson, nemi. „nei, ég er á móti því. Háskóli Íslands gæti til dæmis tekið upp skólagjöld til að fjármagna sig.“ Harpa Vilbergs- dóttir, nemi. „Mér finnst þetta svolítið vafasamt, að þessir aðilar fjármagni sig með kössunum.“ Unnur Eiríks- dóttir, vinnur á elliheimili. „nei, mér finnst það ekki. Borgin á að ráða hvar þessir kassar eiga að vera og þá má ekki setja þá niður þar sem mikið er um unglinga.“ Karl Guðmunds- son, ellilífeyris- þegi. B.J. skrifar: Ég hef fylgst af athygli með uppbygg- ingu Orkuveitunnar síðan hún byggði yfir sig skuttogarann á Bæjarhálsi. Þetta langdýrasta landfar sem byggt hefur verið og sem er gullegg Reykvík- inga. Á sama tíma og Orkuveitu- menn slá sig til riddara og leggja litl- ar 100 milljónir í rannsóknir og fá fínt lánshæfismat hjá Moody‘s bruðlar fyr- irtækið með peninga skattborgaranna meira en góðu hófi gegnir. Í allt sum- ar hafa verkfræðingar og líffræðing- ar bograð yfir tjörninni fyrir framan innganginn á húsinu og reynt á full- um launum að finna út úr því hvers vegna hún verður græn á sumrin þeg- ar þeir vilja hafa hana bláa. Gólfið í húsinu má ekki þvo með sápu þannig að í allt sumar hafa verktakar verið þar að slípa gólf og í þessu kornunga húsi hafa yfirmannaskrifstofurnar á efstu hæð verið fullkomlega endurgerð- ar. Gluggaþvotturinn kostar milljón- ir og lunginn af yfirmönnunum mun svo rúlla um bæinn á bílaleigubílum. Þjónar ganga um beina með kræsing- ar og risaveislur eru haldnar reglulega en líkt og hjá Goðmundi kóngi skal búið á Glæsivöllum. Væri ekki betra að borgin fæli Orkuveitunni þarfari verkefni? Til dæmis að sinna ferða- veitu borgarinnar? Látið þið góðir hálsar Orkuveituna fá Strætó til um- hverfisvænnar þróunar og reksturs og framtíðarverkefnið að koma upp vist- vænum sporvögnum eða neðanjarð- arlestum sem flutt gætu fólk ókeyp- is um borgina þannig að ekki þurfi að byggja forljót mislæg gatnamót og eyða peningum borgarbúa í meng- andi olíur og bensín. Orkuveitutogarinn lesenDur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.