Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Síða 32
föstudagur 12. janúar 200732 Sport DV í LandsbankadeiLd karLa árið 2010 12 Lið Ársþing KSÍ verður haldið 10. febrúar og fyrir þinginu liggja róttækar breytingar á móta- fyrirkomulagi á Íslandsmót- inu. Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í desember tillögu sem mun hafa í för með sér fjölgun í efstu deildum karla og kvenna og í 2. deild karla. Á fundi stjórnar KSÍ 27. desem- ber var samþykkt að leggja fram tillögur á ársþingi KSÍ um fjölgun liða í Landsbankadeildum karla og kvenna og í 2. deild karla. Eins og fyrirkomulagið er í dag eru tíu lið í Landsbankadeild karla og 2. deild karla en ef tillagan verð- ur samþykkt mun þeim fjölga í tólf árið 2008. Í Landsbankadeild kvenna eru átta lið en þau verða níu ef tillagan gengur í gegn. Ef tillagan verður samþykkt mun flutningur liða á milli deilda í lok sumars verða þessi: Lið nr. 10 í Landsbankadeild flyst í 1. deild. Lið nr. 1, 2 og 3 í 1. deild flytjast í Landsbankadeild. Lið nr. 12 í 1. deild flyst í 2. deild. Lið nr. 1, 2 og 3 í 2. deild flytjast í 1. deild. Lið nr. 10 í 2. deild flyst í 3. deild. Lið nr. 1, 2, 3, 4 og 5 í 3. deild flytj- ast í 2. deild (Aukaleik þarf til að ákvarða lið nr. 5). Of langt að bíða til 2010 KSÍ kom með tillögu í sept- ember á síðasta ári þess efnis að fjölga umferðum í Landsbanka- deild karla árið 2010 úr tveimur í þrjár. Sú tillaga fól í sér að knatt- spyrnuhúsin yrðu nýtt í einhverj- um tilfellum. Sú tillaga var rædd á formannafundi í nóvember og Geir Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri KSÍ, sagði að þessi nýja tillaga hefði fengið betri hljómgrunn. „Tillagan var lögð fyrir á for- mannafundi og eftir viðræður við félögin var ljóst að mönnum fannst í fyrsta lagi of langt að bíða til ársins 2010. Þau töldu rétt að fjölga liðum strax, það var góð samstaða um það og ég held að stjórnin hafi einfald- lega brugðist við þeim skoðunum. Eins og staðan er í dag, þá er þriðja umferðin innandyra ekki á borðinu. Menn báru fram ýms- ar ástæður fyrir því, til dæmis eru knattspyrnuhús ekki í öllum lands- hlutum og fleira,“ sagði Geir. Tillagan ekki fullmótuð til framtíðar Breytingin á kvennadeildinni, að fjölga liðum úr átta níu, mun taka gildi strax í sumar ef hún verð- ur samþykkt en ekki hefur verið ákveðið hvort fjöldi liða verður sá sami næstu ár. Ástæðan fyrir þessari tillögu tengist kærumáli ÍR og Þórs/KA, þar sem niðurstöðum dómstóla bar ekki saman, og ákvað KSÍ því að bregða á það ráð að fjölga liðum og að ÍR tæki aukasætið í deildinni. „Stjórnin mun ákveða á næst- unni hvernig tillagan verður mótuð til framtíðar. Þessi tillaga verð- ur mótuð um miðjan mánuðinn,“ sagði Geir en ársþing KSÍ verður haldið 10. febrúar. Tillaga um ný lög KSÍ Öll félög hafa rétt til að leggja fram tillögur á ársþingi KSÍ. Tillög- urnar verða að berast til laga- og leikreglnanefndar sem fer yfir þær og sér til þess að þær séu tæknilega í lagi. Geir sagði að þegar væru komn- ar fram nokkrar tillögur sem tekn- ar verða fyrir á þinginu. „Það verð- ur lögð fram tillaga um ný lög KSÍ sem unnið hefur verið að undan- farin tvö ár, að kröfu Alþjóðaknatt- spyrnusambandsins og Knatt- spyrnusambands Evrópu. Öll aðildarfélög eru skuldbundin til að uppfæra lög sín. Jafnframt þarf að vinna í öllum reglugerðum Knattspyrnusam- bandsins, meðal annars í samn- inga- og félagaskiptamálum leik- manna, sem er alltaf stórmál,“ sagði Geir. Atkvæðaréttur félaga skiptist þannig að lið sem leika í Lands- bankadeild á komandi ári hafa fjögur atkvæði, lið í 1. deild hafa þrjú atkvæði, lið í 2. deild hafa tvö atkvæði og lið í 3. deild hafa eitt at- kvæði. dagur@dv.is Liðum fjölgar tillaga er um að fjölga liðum í Landsbankadeild karla í tólf. Eitt lið fellur árið 2008 fram tryggði sér sæti í efstu deild karla í fyrra en eitt lið fellur úr þeirri deild ef tillagan nær fram að ganga. íþróttamoLar Beckham aftur á Old Trafford? samkvæmt óstaðfestum heimildum hefur nike tekið frá milljónir búninga á lager og prentað Beckham aftan á þá. Þetta ýtir undir þær sögusagnir að Beckham snúi aftur „heim“ á Old trafford og endurnýi kynni sín við sir alex ferguson. Beckham hefur ekki enn gefið real Madrid svar um framtíð sína en hann kom til þeirra frá Manchester united og kostaði 25 milljónir punda. samningur Beckhams rennur út í sumar og hefur hann verið orðaður við fjölmörg lið. nú virðist sem hann ætli sér að enda ferilinn þar sem hann byrjaði. Þýska landsliðið í Nike? nike-samsteypan hefur boðið þýska landsliðinu í knattspyrnu háar fjárhæðir fyrir að klæðast nike- treyjum í framtíðinni. Þýska landsliðið hefur ávallt klæðst adidas en nike ætlar að svara harðnandi samkeppni með því að stela landsliðinu frá adidas. Kemur þetta í kjölfarið á boði adidas í búninga Barcelona. 1,7 milljarðar króna fyrir þrjú ár sádiarabíska félagið al Ittihad vill fá brasilíska sóknarmanninn ronaldo hjá real Madrid til liðsins. sádarnir fengu nú nýverið Luis figo, fyrrverandi samherja ronaldos, til liðsins og vilja fá aðra ofurstjörnu. nægir peningar eru til hjá liðinu og ekki eru mörg evrópsk lið tilbúin að borga jafnháa upphæð og al Ittihad fyrir mann sem er kominn yfir þrítugt. talið er að sádarnir muni kaupa ronaldo á rúmlega 700 milljónir króna og að hann geti fengið allt að 1,7 milljarða í laun fyrir þrjú ár. Smith orðinn stjóri Rangers skoska knattspyrnu- sambandið ætlar í mál við Walter smith og glasgow rangers en rangers réð smith sem knattspyrnustjóra á miðvikudaginn. smith er sagður hafa rofið samning og að rangers hafi ekki haft neinn rétt á að tala við hann á meðan hann var með samning við sambandið. smith skrifaði undir þriggja ára samning, en aðstoðarmað- ur hans verður gamla rangers-hetjan ally McCoist. Newcastle fær leikmann Chelsea glenn roeder fram- kvæmdastjóri newcastle vill fá Lassana diarra leikmann Chelsea að láni til liðsins út tímabilið. diarra hefur aðeins leikið 11 leiki með Chelsea síðan hann kom til liðsins frá Le Havre árið 2005. Hann átti að vera í byrjunarliðinu gegn Maccelsfield í enska bikarnum en mætti of seint á liðsfund og frank Lampard var látinn spila.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.