Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Síða 38
föstudagur 12. janúar 200738 Heilsa & menntun DV
Heilsa&menntun
Páll Ásgeir Ásgeirsson, blaða-maður og álitsgjafi á Stöð 2 með meiru, er í fantaformi, enda hleypur hann fimm
kílómetra fjórum til fimm sinnum í
viku. Hann veigrar sér þó við að tala
fyrir hönd hlaupara yfirleitt þó að
hann hafi árum saman notað skokk
og hlaup sér til heilsubótar.
Páll Ásgeir byrjaði að skokka fyr-
ir alvöru árið 1991, þegar hann var
35 ára, en þá hafði hann ekki hreyft
sig að ráði frá því hann eltist við roll-
urnar í sveitinni í gamla daga.
Hann er meira en fús til að ráð-
leggja fólki hvernig það kemur sér
í gang því hann álítur skokkið allra
meina bót.
„Það er mikilvægt í fyrstu að fara
út og skokka eins hægt og maður
getur,“ segir Páll Ásgeir.
„Ef fólk er ekki í mjög góðu formi
þá labbar það hratt og skokkar inni
á milli. Algengustu mistökin sem
fólk gerir er að byrja of hratt. Þetta
snýst í raun og veru um að fara nógu
hægt svo fólk nái því að geta skokk-
að samfellt tvo til þrjá kílómetra.
Það er alveg út í hött að setja sér
töluleg mörk, miklu betra að fara út
og skokka eða ganga rösklega í 20 til
30 mínútur og ef það kemur í ljós að
þetta er hreyfing sem fólki fellur og
hefur gaman af þá kemur afgangur-
inn af sjálfu sér.“
Jafnt fyrir líkamann og sálina
Páll Ásgeir fer hringinn sinn fjór-
um til fimm sinnum í viku og hleyp-
ur þá fimm og hálfan kílómetra.
Hann fer oftast sömu leiðina og læt-
ur engin veður stöðva sig.
„Þetta getur verið erfitt á vet-
urna ef það er hált, hálkan er óvinur
hlauparanna. Ef maður hins vegar
velur sér leiðir þar sem er mikil um-
ferð þá er skafið og sandað snemma
dags. Ég hleyp oft einn en stundum
er konan mín með mér og nei, ég er
aldrei með neitt í eyrunum,“ svar-
ar hann aðspurður. „Á sama hátt og
bílstjórum er bannað að tala í síma
á keyrslu finnst mér að hlaupurum
og hjólreiðamönnum ætti að vera
bannað að hafa eitthvað í eyrun-
um. Það er stórhættulegt og ég hef
oft lent í því á mínum bíl að einhver
hleypur eða hjólar í veg fyrir mig
sem er alveg í eigin heimi.“
Páll Ásgeir notar hlaupin ekki
bara til að þjálfa líkamann heldur
líka hugann og nokkrir hlutir eru
á bannlista. „Það er bannað að líta
á klukkuna,“ segir hann. „Það sem
er eftirsóknarvert við skokkið er
ástandið sem maður kemst í. Mað-
ur kúplar sig frá öllu daglegu amstri
og nærir sig jafnt andlega og líkam-
lega. Ávinningurinn er að mér líð-
ur á allan hátt vel. Rannsóknir sýna
að þeim sem eru í góðu formi geng-
ur betur í vinnu og einkalífi. Öll lík-
amsstarfsemi er í góðu lagi, fólk er
betur fókuserað og þar af leiðandi
betri starfskraftur, á betra með að
einbeita sér og skipuleggja tím-
ann. Það fylgir því ákveðin ögun að
hlaupa, sem skilar sér bókstaflega í
öllu sem maður gerir.“
Ódýrt sport
Páll Ásgeir leggur áherslu á að
hlaupið sé sett inn í daglega rút-
ínu og aldrei látið mæta afgangi. Þá
bendir hann á að stofnkostnaður
sé ekki hár, eða um það bil 17 til 20
þúsund krónur.
„Lykilatriði er að eiga góða
hlaupaskó. Nú standa yfir útsöl-
ur og hægt er að fá góða skó á 12
til 14 þúsund krónur. Það má alls
ekki nískast með skóna. Svo er alveg
hægt að hlaupa í gömlum íþrótta-
buxum og þunnum vindjakka, en
íþróttagalli kostar ekki nema 6 til 7
þúsund. Hanskar eru nauðsynleg-
ir og húfa, því 70% af öllu hitatapi
fer út um höfuð og háls. Þá er nauð-
synlegt að vera með endurskins-
merki. Þessi búnaður dugir í mörg
ár, það er hægt að hlaupa 1.000 til
1.400 kílómetra á skónum og gall-
inn kemst alltaf aftur í tísku.“
Tilgangslaust nema að hætta
að reykja
Páll Ásgeir segir að þeir sem eru
slæmir í hnjám eigi að sjálfsögðu
ekki að hlaupa en langar gönguferðir
skili sömu þjálfun og hlaup. Kostirnir
við þessa líkamsþjálfun sé svo ekki
síst að útiveran stæli fólk, því það sé
hollt að láta náttúruna atast í sér.
„Líkamlega skilar þetta sama
árangri og að fara á líkamsrækt-
arstöð, en bónusinn er útiveran.
Möguleikarnir eru endalausir, það
má velja á milli þess að fara í fjöru
eða í skógarferð upp í Heiðmörk og
svo eru fjallgöngur frábær líkams-
rækt sem ég stunda jafnframt hlaup-
inu. Reykvíkingar eiga fjall við bæjar-
dyrnar sem heitir Esja og þjónustan
við göngumenn þar er orðin svo góð
að mér liggur við að segja að það sé
aumingjaskapur að nýta sér ekki þá
þjónustu. Þægilegur stígur liggur
alla leið upp á topp en það er ekk-
ert nauðsynlegt að fara alla leið, fólk
fer bara eins hátt og það treystir sér
til. Það tekur ekki nema um það bil
eina og hálfa klukkustund að komast
á toppinn. Mig langar líka að benda
á að fyrir þá sem eru að telja hitaein-
ingar er kuldi hollur. Maður brennir
fullt af hitaeiningum við það eitt að
vera úti í kuldanum. Svo er það rús-
ínan í pylsuendanum.“ Hann horfir
sorgmæddur á blaðamann teyga að
sér tóbaksreyk af ömurlegri nautn.
„Allar hugmyndir um heilsurækt
og bætt líferni eru tilgangslausar
fyrir þá sem reykja. Þeir eru dauð-
ans matur hvort sem er. Ef fólk vill
stíga eitt skref í átt að bættri heilsu
verður það að hætta að reykja. Reyk-
ingamenn tuskast í gegnum þetta
nokkrum sinnum en gefast alltaf
upp,“ segir Páll Ásgeir sem sjálfur
reykti í mörg ár en er löngu hættur.
„Það var ekki auðvelt. Ég trúi því að
það sé jafnerfitt að hætta að reykja
og að venja sig af heróíni. En það
er samt eina leiðin. Og hann hristir
góðlátlega höfuðið yfir varnarræðu
reykingamannsins. „Sjálfsblekking,“
segir hann og skokkar hress af stað
út í vetrarkuldann.
Skokkið og útiveran
Páll Ásgeir Ásgeirsson Hleypur að minnsta kosti fimm sinnum í viku og gengur á
fjöll þess á milli.
– allra meina bót
fulleldað, tilbúið á 5 mín.
Heilsubuff
ÁN MSG
„Ef fólk er ekki í
mjög góðu formi þá
labbar það hratt og
skokkar inni á milli.
Algengustu mistök-
in sem fólk gerir er
að byrja of hratt.“
Við veljum hvernig við bregðumst
við aðstæðum. Það er ein kenning-
anna bak við sjö þrepa þjálfun Rope
Yoga sem hefur farið sigurför um
heiminn. Upphafsmaður Rope Yoga
Guðni Gunnarsson er fluttur heim
eftir áratuga búsetu í Los Angeles og
hefur nú ásamt konu sinni Guðlaugu
Pétursdóttur opnað fyrsta Rope
Yoga-setrið á Íslandi. Það er til húsa
í Listhúsinu í Laugardal, að Engja-
teigi 17-19, og innan tíðar verður
þar einnig opnaður veitingastaður,
sem býður eingöngu upp á hollustu-
fæði. Meðal þess sem reglubundnar
æfingar í Rope Yoga gera er að efla
brennslu og flæði, þróa grunnstyrk
kviðvöðva og auka súrefnisupptöku.
Rope Yoga-kerfið tekur beint á gagn-
kvæmum tengslum líkama og hugar,
enda segir Guðni sjálfur: „Heilsa er
einungis ástand hugar og líkama og
hefur ekkert með hnignun og sjúk-
dóma að gera.“ annakristine@dv.is
Kerfi vellíðunar
og þjálfunar
DV mynd Stefán