Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Side 40
 Heilsa & menntun DV Heilsa&menntun Guðrún Árnadóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í hugrænni atferlis- meðferð, hefur undanfarið ár haldin námskeið fyrir þá sem finna fyrir dep- urð, streitu og kvíða. Námskeiðið heit- ir Betri færni – Betri líðan - Námskeið í hugrænni atferlismeðferð, og hefur skilað góðum árangri. Á námskeiðinu er fólki kennt að vera meðvitað um áhrif hugsunar á líðan sína og hegðun því að sögn Guðrúnar skiptir hugsun- in og hvernig við bregðumst við henni miklu um það hvernig okkur líður. „Áherslan á námskeiðinu er að kenna fólki að hugsa á raunsæjan hátt og að bera ábyrgð á eigin líð- an,“ segir Guðrún. „Við lærum af fyrri reynslu hvernig við eigum að hugsa við ákveðnar aðstæður, en oft hjálpa þessar hugsanir lítið og þá er mikil- vægt að endurmeta þær og fá nýja sýn. Á námskeiðinu fær fólk í hendur ýmis verkfæri sem það getur þjálfað sig í að nota til að stjórna betur eigin líðan. Þetta er ekki meðferð sem seg- ir fólki að hugsa bara jákvætt, því þeg- ar okkur líður illa getur það oft verið erfitt.“ Áhrifarík aðferð og fyrirbyggjandi Guðrún segir rannsóknir sýna að hugræn atferlismeðferð gagnist vel við margvíslegum vanda, svo sem kvíðaröskun, depurð, þunglyndi, fælni, áfengis- og fíkniefnavanda, lé- legri sjálfsmynd, átröskun, krónískum verkjum og fleira. „Námskeiðið byggir á fræðslu og heimaverkefnum þar sem unn- ið er með kvíða, streitu, depurð og þunglyndi, áhrif hugsunar, hugsana- skekkjur og fleira því tengt, áhyggj- ur og vandamálalausnir og hvernig við breytum eigin hegðun og sjálfs- mynd. Þá kenni ég fólki sjálfsstyrk- ingu og hvernig það setur sér mark- mið og fleira. Þeim sem ná að nýta sér aðferðina fer að líða mun betur, þeir falla síður aftur í sama farið og aðferðin er auk þess fyrirbyggjandi.” Víða hægt að fá hjálp Námskeið Guðrúnar stendur yfir í sex vikur og mætt er einu sinni í viku í tvær og hálfa klukkustund í senn. Hún segir að fleiri standi fyrir nám- skeiðum í hugrænni atferlismeð- ferð, til dæmis séu geðsvið Landspít- ala-háskólasjúkrahúss og nokkrar heilsugæslur með tilraunaverkefni í gangi þar sem boðið er upp á nám- skeið við kvíða og þunglyndi. Þá seg- ir hún Reykjalund hafa unnið gott starf á þessu sviði. Guðrún segir fólk á öllum aldri og af öllum stigum þjóðfélagsins sækja námskeið hennar. „Á heildina litið er þetta þó fólk sem vill láta sér líða betur, en einnig fólk sem er að glíma við mikinn kvíða, þunglyndi og streitu. Enn sem komið er eru konur duglegri að sækja nám- skeiðin en þátttaka karla hefur auk- ist smám saman, sem mér finnst afar gleðilegt.“ Eigin fordómar oft verstir Guðrún segir nokkuð algengt að fólk veigri sér við að biðja um hjálp ef því líður illa, þó að því finnist eðli- legt að leita sér hjálpar ef um líkamleg mein er að ræða. „Það hefur samt sem betur fer dregið úr þekkingarleysi og jafnvel fordómum á þessu sviði og fólk er alltaf að verða meðvitaðra um mik- ilvægi þess að því líði vel á sálinni. Sumu fólki þykir auðveldara að leita sér hjálpar við líkamlegum kvillum en þeim sálrænu. En það eru einn- ig aðrar ástæður fyrir því að fólk bið- ur ekki um aðstoð. Það telur vand- ann tímabundinn, sem hann reyndar stundum er, eða það álítur hann vera vegna eigin veikleika eða persónu- leika sem ekkert sé hægt að gera við. Sumir finna fyrir mikilli skömm og sektarkennd yfir því að geta ekki ráð- ið sjálfir við sín vandamál og svo geta eigin fordómar og fordómar annarra hindrað fólk í að leita sér hjálpar.“ Því fyrr sem hjálpar er leitað því betra Guðrún segir að kvíði og streita innan ákveðinna marka séu eðlileg og hjálpi okkur að takast á við daglegt líf og þau verkefni sem því fylgja. „Ef ástandið er hins vegar langvar- andi og ekki er tekist á við spennuna getur það komið niður á andlegri og líkamlegri líðan okkar og hegðun til lengri tíma. Við sinnum þá síður grunnþörfum okkar eins og matar- æði, svefni, hvíld og hreyfingu eða fé- lagslegri þörf. Það þarf auðvitað að meta hverju sinni til hvaða ráða skal grípa,“ segir Guðrún. „Oft nægir að tala við góð- an vin eða ættingja þegar vandinn er ekki mikill. En þetta er eins og með annað, ef fólki líður illa og finnur að það þarf aðstoð er oftast best að gera það sem fyrst, annars vex vandinn og þá getur tekið lengri tíma að vinna úr honum.“ Fólk brennur fyrr upp í hraða nútímans Fólk sem upplifir kulnun í starfi og finnst það hafa brunnið út leitar í auknum mæli til Guðrúnar. „Mér finnst þetta vera að auk- ast, ekki síst hjá yngra fólki,“ segir hún. „Það eru gerðar miklar kröfur til ungs fólks í dag, samkeppnin er hörð og áreitin mörg og svo gerir fólk sjálft óraunhæfar kröfur til sjálfs sín og gefur sér ekki tíma til að staldra við og skoða stöðuna. Góðu frétt- irnar eru hins vegar þær að hægt er að ná góðum árangri í að bæta líð- an sína og fólk sem hefur sótt nám- skeið sem þessi lærir að takast á við lífið á nýjan og jákvæðari hátt. Staða hvers og eins er metin í byrjun og lok námskeiðsins og matið sýnir að á meðan á nám- skeiðinu stendur tekur fólk mis- miklum framförum. Sumir ná strax mjög góðum árangri meðan aðrir eru ögn lengur að tileinka sér að- ferðirnar. Það hefur komið í ljós að árangur námskeiðsins skilar sér einnig til lengri tíma. Þeir sem fá mest út úr svona námskeiði eru að sjálfsögu þeir sem best ná að nýta sér þær aðferðir sem eru kenndar. Umsagnir þátttakenda í lok- in lýsa vel viðhorfi þeirra til nám- skeiðsins, flestir finna fyrir meiri jákvæðni og umburðarlyndi í eig- in garð og annarra og að þeir hafi lært að þeir geti gert ýmislegt til að leysa vandamálin. Á endanum liggur það auðvitað hjá hverjum og einum hvað hann fær út úr nám- skeiðinu. Því duglegra sem fólk er að nota verkfærin, þeim mun betri er árangurinn.“ Guðrún er með námskeið í gangi núna, en næsta námskeið hefst í byrjun mars. Hún byrjar að skrá þátt- takendur á það námskeið mánudag- inn 19. febrúar. Þá má hvort heldur sem er senda netpóst á ga@oson.is eða hringja í síma 699 0244. Guðrún Árnadóttir Er sálfræðingur og sérfræðingur í hugrænni atferlismeðferð og heldur námskeið fyrir fólk sem þjáist af kvíða, streitu og depurð. DV Mynd Stefán Sjálfsagt að laga brotin bein – en ekki endilega brotnar sálir „Það þarf auðvitað að meta hverju sinni til hvaða ráða skal grípa … Oft nægir að tala við góðan vin eða ættingja þegar vand- inn er ekki mikill.“ Einföld og markviss ráð um hvernig hægt er að hreinsa óæskileg efni úr líkamanum: Brennslan verður hraðari, húðin fallegri, líkam- legir kvillar hverfa og andleg vellíðan eykst. Endurmótum líkamann og bætum líkamsstöðuna með áhrifaríkum teygjuæfi ngum. Frábær bók með myndum og skýringum sem hægt er að nota sér bæði heima, á vinnustað og í ræktinni. Látum okkur líða vel

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.