Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Side 42
föstudagur 12. janúar 200742 Heilsa & menntun DV
Heilsa&menntun
M
æðginin Ása
Helga Ragn-
arsdóttir, leik-
kona og grunn-
skólakennari,
og Trausti Haf-
steinsson blaðamaður voru skóla-
systkini í Kennaraháskólanum.
Ekki nóg með það heldur varð
bekkjarsystir Ásu, Rún Kormáks-
dóttir, síðar eiginkona Trausta og á
með honum tvær dætur. Þetta er því
sprenglærð kennarafjölskylda þar
sem eiginmaður Ásu, Karl Gunn-
arsson líffræðingur, kennir reglu-
lega í Háskóla Íslands.
Ása varð á undan syni sínum í
Kennaraháskólann en hún hafði
kennt leiklist í nokkur ár og fannst
það svo öflug kennsluaðferð að hún
fékk brennandi áhuga á kennsl-
unni.
„Ég dreif mig því í Kennarahá-
skólann á gamals aldri, var í bekk
með tvítugum nemendum og féll
inn í bekkinn eins og flís við rass,“
segir hún hlæjandi.
„Það voru reyndar nokkrir nem-
endur þarna í eldri kantinum en ég
var, held ég, aldursforsetinn. Ég út-
skrifaðist svo 1996 sem grunnskóla-
kennari og hef kennt í Háteigsskóla
síðan.“
Elti mömmu fyrir rest
Háteigsskóli er móðurskóli í þró-
unarstarfi þar sem leiklist er notuð
í kennslunni svo Ása er sannarlega
á heimavelli.
„Við kennum leiklist í öllum
árgöngum en leiklistarkennslan
hefur ómælt gildi í kennslunni,“
segir Ása. „Krakkarnir þjálfast í
hópvinnu, samskiptatækni, tján-
ingu og því að koma fram. Þau læra
að taka ákvörðun sjálf og standa
með henni svo þetta gagnast þeim
mjög vel. Þá kenni ég líka dönsku
og svo er ég að kenna á nokkrum
námskeiðum í Kennaraháskólan-
um.
Ég reyndi að tæla hann með mér
þegar ég byrjaði,“ segir Ása. „En
hann var meira heillaður af frönsk-
unni í Háskólanum og fór svo út til
Grikklands.“
Trausti horfir sposkur á móður
sína og segist hafa komið inn á loka-
árinu hennar. Hann segist hafa látið
til leiðast fyrir rest. „Ég elti mömmu
því ég er svo mikill mömmustrák-
ur. Ég fór í Kvennaskólann eins og
mamma og endaði svo í Kennara-
háskólanum eins og hún.“
Strákar í vörn
Mæðginin tóku bæði virkan þátt
í félagslífi skólans og Trausti var
með í að stofna frægt félag innan
skólans sem heitir Skólastjórafé-
lagið Skarphéðinn.
„Kynjahlutfallið var svo óhag-
stætt okkur strákunum að við áttum
í vök að verjast,“ segir hann hlæj-
andi. „Við vorum innan við 10% og
þurftum að sjálfsögðu að standa
þétt saman. Félagið var auðvitað
stofnað í gríni og gamansamur ríg-
ur varð milli kynjanna vegna til-
vistar félagsins. Satt að segja urðu
ekki margir drengjanna skólastjór-
ar að námi loknu og minnihluti
þeirra grunar mig að sé við kennslu
í dag.“
Það beinir umræðunni að þeirri
staðreynd að grunnskólarnir eru
nánast eingöngu mannaðir kvenk-
ennurum og það finnst þeim mæð-
ginum slæmt. „Krakkar í grunn-
skóla sjá oft ekki karlkennara fyrr
en í fyrsta lagi á unglingastigi, svo
karlfyrirmyndirnar vantar algjör-
lega,“ segir Trausti.
Hann viðurkennir að hann fáist
ekki við kennslu lengur, nú sé hann
blaðamaður, en árin eftir kennslu
hafi hann starfað við eigið fyrirtæki
og sem fararstjóri erlendis.
„Ég kenndi í tvö ár eftir útskrift,
fyrst sjö ára nemendum í Vestur-
bæjarskóla sem er minn gamli skóli
og svo á unglingastigi í Hagaskóla
þar sem ég var líka sjálfur sem
unglingur. Mér líkaði kennslan vel
og á örugglega eftir að kenna aft-
ur. Ég kenndi líka einu sinni sem
forfallakennari fyrir mömmu og
það var mjög skemmtilegt. Krakk-
arnir vissu greinilega eitt og annað
um mig, reyndar var grunsamlegt
hversu vel þau þekktu allar gömlu
prakkarasögurnar frá æsku minni.“
Skólasystir mömmu ástfangin
af syninum
Ása hlær og segir skemmtilegt
hvernig hlutirnir hafi skarast. „Ég
verð að segja þér frá því þegar Rún
sá Trausta í fyrsta skipti,“ segir hún.
„Við stóðum nokkrar bekkjarsyst-
ur á ganginum þegar Trausti kom
labbandi og Rún fékk stjörnur í aug-
un. „Rosalega er hann sætur,“ sagði
hún, en ég brá ekki svip, samþykkti
bara fúslega. Hún hafði ekki hug-
mynd um að hann væri sonur minn,
en þau urðu ástfangin og eru nú gift
og eiga tvær dætur.“
Sú eldri Tanja Líf er að leika í
Þjóðleikhúsinu í Sitji guðs englar
og Matthildur sem er bara tveggja
ára er þegar farin að sýna leiklistar-
takta, að sögn föðurins. „Sjálfur lék
ég töluvert á mínum skólaárum en
var aldrei mikið baksviðs í leikhús-
inu sem barn.“
„En ég þekkti Rún fyrst,“ áréttar
Ása hlæjandi. „Og hún valdi eigin-
lega tengdamömmu sína fyrst.“
Alltaf hægt að bæta við sig
Ása og Trausti eru mjög náin og
þar sem kennarar eru margir í fjöl-
skyldunni eru skólamál oft ofarlega
á baugi í fjölskylduboðum. Aðspurð
hvort þau séu rosalega upplýst og
góð í Trivial segir Ása að Trausti hafi
gefið út ýmis spurningaspil.
„Það er alltaf notað á mig þegar
ég vinn,“ segir Trausti og eiginlega
finnst blaðamanni það ekkert skrýt-
ið.
Hvorugt þeirra mæðgina er hætt
í námi og Ása hefur þegar lokið
meistaranámi í Bretlandi. „Ég hvet
konur eindregið til að drífa sig í
skóla og það er nú ekki leiðinlegra ef
börnin þeirra eru í sama námi. Það
er aldrei of seint og nú læt ég mig
dreyma um doktorinn,“ segir hún og
Trausti efast ekki eitt andartak um
að hún færi létt með það ef hún tæki
þá ákvörðun.
Sprenglærð
kennarafjölskylda:
Mæðginin Ása Helga og Trausti
Voru saman í Kennaraháskólanum
og tóku bæði virkan þátt í
félagslífinu. Þau eru rígmontin
hvort af öðru og fannst ofsalega
gaman að vera saman í skóla.
Mæðgin
saman á skólabekk
„Krakkar í grunnskóla
sjá oft ekki karlkenn-
ara fyrr en í fyrsta lagi
á unglingastigi, svo
karlfyrirmyndirnar
vantar algjörlega.“
DETOX
Hreinsar líkama og húð
Lagar magann
Hreinsar út aukaefni
og þungmálma
Fæst í Heilsubúðum og Lyfjaval