Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Síða 46
föstudagur 12. janúar 200746 Heilsa & menntun DV 29 vítamín og steinefni · 18 aminósýrur · Blaðgræna · Omega GLA fitusýrur · SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans Lífrænt Fjölvítamín Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum. V o t tað 100% lífræ nt Til að fá jafnmikið af nokkrum völdum næringarefnum og í dagskammti af Lifestream Spirulína þarf að borða: · 7 gulrætur (betakarotín) · 1 skál af fersku spínati (járn) · 1 skál af híðishrísgrjónum (kalíum) · 1 glas af mjólk (kalk) · 125 gr. nautakjöt (prótín + B12 vítamín) · 30gr. hveitigrassafa (blaðgræna) · 1 hylki Kvöldvorósarolía (GLA fitusýrur) Súrefnistæmir umbúðirnar til að vernda næringarefnin. Lifestream þörungarnir eru ómengaðir vegna þess að þeir eru ræktaðir í ferskvatni eftir ströngum gæðastaðli. ISO9001 · ISO14001 Aukið úthald, þrek og betri líðan Styrkir fljótt líkamann gegn kvefi og flensu WHO Alþjóðlega Heilbrigðisstofnunin telur hágæða Spirulina ákjósanlegan næringarauka fyrir börn og fullorðna. Mörg hundruð rannsóknir hafa verið gerðar á Spirulina og fjöldi þeirra hefur birst í virtum vísindaritum. Lifestream Spirulina eflir einbeitingu, gefur orku, dregur úr pirringi, sleni og sætindaþörf. Gott fyrir alla sem eru í vinnu, námi og vilja halda línunum í lagi. Greinilegur munur eftir nokkra daga inntöku Hress og hraust í ræktina og vinnu með Spirulina! Lifestream Spirulina gefur mér mjög mikla orku en ég finn ótrúlega .nniðaþketgé rageþnumnnik im Þó svo að ég borði mjög hollt fæði er það Spirulina sem gerir mér kleift að hafa orku í allt sem þarf að gera en ég er í skóla, vinnu, líkamsrækt og æfi fótbolti. Hef miklu meiri úthald og er hressari á morgnana. Daði R. Kristleifsson, 18 ára www.celsus.isGóð heilsa Eldri borgarar eiga kost á ýmiss konar líkamsrækt sem er sérsniðin fyrir lúin bein og hefur að aðalmark- miði að þjálfa og undirbúa líkam- ann fyrir ellina. Sundleikfimi fyr- ir eldri borgara er eitt af því sem er í boði í sundlaugum borgarinnar og hefur Brynjólfur Björnsson haft umsjón með henni síðustu fimm ár og haft gaman af. Hann kennir leik- fimi í flestum laugum borgarinnar, flesta daga vikunnar, og aðspurður um sérstöðu leikfimi í vatni segir hann að það sé gott að vinna með vatnið, það veiti mótstöðu og hjálpi til við að mýkja vöðva og liði og fólk finni mikinn mun á gigtinni og lið- leika líkamans. Vatnsleikfimin er óhemjuvin- sæl og oft er plássið til að athafna sig lítið en allir eiga að geta kom- ist að sem vilja. Námskeiðin eru yfirleitt haldin á morgnana og eru þátttakendur því flestir komnir á eftirlaunaaldurinn þótt örfáir yngri slæðist með. Brynjólfur er upptek- inn maður og býður einnig upp á vatnsleikfimi á kvöldin fyrir hinn almenna borgara í Breiðholtslaug- inni og skriðsundkennslu fyrir full- orðna í Árbæjarlauginni. Jafnframt stendur hann fyrir kennslu í leik- fimi ofanvatns fyrir eldri borgara í íþróttahúsi Víkings í boði ÍTR og þangað mæta oft yfir 80 manns. Líkamsrækt fyrir eldri borgara Hallgerður Gunnarsdótt-ir lögfræðingur er ein þeirra kvenna sem ekki fóru hefðbundna leið í sinni skólagöngu. Hún lauk lands- prófi á unglingsaldri en eignaðist fyrsta barn sitt ung að árum þannig að frekara nám varð að sitja á hakan- um. Hún hóf nám við öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð um leið og deildin tók til starfa en flutti til Stykkishólms þegar hún hafði lok- ið helmingi námsins og lauk því ut- anskóla. Þá var hún komin með stórt heimili og þriðja barnið fæddist meðan á náminu stóð, en hún lauk engu að síður stúdentsprófi á fimm árum. Í öldungadeildinni vaknaði áhugi Hallgerðar á lögfræði þegar hún tók lögfræðiáfanga. Prófessorarnir hlógu „Mér fannst þetta mjög áhugavert efni sem höfðaði sterkt til mín og ég ákvað sama vor og ég lauk stúdents- prófi að stefna á lögfræðinám. Fjöl- skyldan var hins vegar orðin stór og enn bættust tvö börn við. Mig lang- aði nú samt að athuga hvort ég gæti tekið námið utanskóla eins og ég hafði gert í öldungadeildinni og fór á opinn dag í háskólanum til að ræða um þetta við prófessora í lagadeild- inni. Þeir litu bara hver á annan og hlógu að mér, svo ég saltaði það,“ segir Hallgerður og hlær. Hún hélt þó fast í drauminn og þegar hún var 47 ára hóf hún nám- ið. Hún kveðst ekki hafa getað sleppt tækifærinu til frekara náms þegar það gafst vegna vetursetu fjölskyld- unnar í Reykjavík eftir að eiginmað- ur hennar Sturla Böðvarsson settist á þing. „Þetta er fimm ára nám en ég gaf mér lengri tíma,“ segir Hallgerður sem útskrifaðist fyrir fjórum árum. „Flestir í deildinni voru tuttugu og fimm árum yngri en ég, en þar voru líka einstaklingar sem voru nær mér í aldri þótt enginn hafi verið jafnga- mall mér.“ Lögfræðinámið stóð fullkomlega undir væntingum Hallgerðar en hún segir vissulega hafa verið átak að fara í nám eftir langt hlé. „Það er ákveðin þjálfun að stunda nám en mér fannst námið verða mér léttara eftir sem á leið. Nám er ekkert annað en vinna og fólk öðlast færni með æfingunni. Lögfræðin er áhugaverð af því hún nær yfir flest svið mannlífsins og tengist lífshlaupinu frá vöggu til graf- ar. Það er mikilvægt þegar farið er í nám að velja það sem vekur mest- an áhuga viðkomandi og leggja svo af stað með bjartsýnina að leiðar- ljósi. Það er engin ástæða til annars en að láta á það reyna hvort frekara nám er ekki raunhæfur möguleiki og ástæðulaust að sjá eftir því síðar að hafa ekki látið draumana rætast.“ Mistök að læra ekki strax á tölvu Hallgerður leiddi ekki svo mikið hugann að því hvort hún fengi vinnu við sitt fag eftir námið en trúði því innst inni að það gengi eftir. „Það voru einhverjir sem töldu að ég væri of gömul til að fá vinnu en mér fannst ég hlyti að hafa reynslu sem myndi nýtast í starfi.“ Enda fékk Hallgerður vinnu sem lögfræðingur og er mjög ánægð í sínu starfi. Það sem helst háði Hallgerði í náminu var lítil tölvukunnátta. „Ég lærði ekki á tölvu fyrr en ég neyddist til þess og eftir á að hyggja voru það mestu mistök mín að tileinka mér ekki tölvutæknina strax. Þessi tækni var í örri þróun á meðan ég var í skól- anum og möguleikar til gagnaöflun- ar jukust með hverju ári. Ég upplifði sjálfa mig hálflesblinda að hafa ekki tölvufærni þótt fingrasetning á rit- vél væri mér töm. En ég kunni ekki að nýta mér netið og afla mér upp- lýsinga. Það kom mér á óvart hvað tölvunotkunin reyndist mér auðveld þegar á reyndi.“ Mannréttindi allra að hafa tækifæri til náms Hallgerður er heilluð af allri þeirri tækni sem nú er í boði og gleðst mjög vegna fjölmargra tækifæra fólks, ekki síst þess yngra. „Framboð á námi hefur breyst mjög mikið síðustu ár og ný tæki- færi hafa opnast. Heimurinn liggur bókstaflega fyrir fótum unga fólksins og ánægjulegt að fylgjast með hvað möguleikarnir eru margir. Breyt- ingin sem orðið hefur er jákvæð og ekki síst það sem hefur gerst á lands- byggðinni. Það er mjög mikilvægt að unglingar geti sótt framhaldsnám í sinni heimabyggð og með tilkomu nýrra framhaldsskóla víða um land hafa fleiri unglingar sótt skóla en áður. Það eru sjálfsögð mannréttindi að allir þegnar samfélagsins eigi þess kost að mennta sig. Þá hefur tilkoma fjarnáms, bæði í framhaldsskólum og háskólum, opnað mikla möguleika fyrir þá sem búa utan höfuðborgar- svæðisins og eiga þess ekki kost að stunda nám með öðrum hætti. Það hefði breytt miklu fyrir mig.“ Ekki hægt án stuðnings fjölskyldunnar Hallgerður segist ekki vera á leið í frekara nám, en hún myndi örugg- lega hugleiða það ef hún væri nokkr- um árum yngri og ætti ekki svo stóra fjölskyldu sem hún vill hafa nærri sér. Framhaldsnám í lögfræði er al- gengara en áður var og nýútskrifaðir lögfræðingar stefna nú flestir að sér- hæfingu í faginu. Það eru þrír lögfræðingar í fjöl- skyldu Hallgerðar því eldri sonur hennar og kona hans eru líka lögfræð- ingar. Hún viðurkennir að umræðan í fjölskyldunni sé oft um dóma og lög- fræðileg álitaefni en þó hafi það verið meira meðan hún var í námi. „Það var skemmtilegt að útskrif- ast og ég held að öllum í fjölskyld- unni hafi verið frekar létt,“ segir Hall- gerður og brosir. „Það þurfti auðvitað að endur- skipuleggja heimilishaldið meðan á náminu stóð, en ég vil taka það fram að þetta er ekki hægt nema með góð- um stuðningi fjölskyldunnar.“ Eiginmaður Hallgerðar Sturla Böðvarsson, börnin fimm og móðir hennar samglöddust henni mjög þeg- ar prófið var í höfn og voru að vonum stolt. Hallgerður segist ekki geta nóg- samlega þakkað þeim stuðninginn. „Ég hefði hvorki lokið stúdentsprófi né háskólaprófi án stuðnings fjöl- skyldunnar, það var lykilatriði,“ seg- ir hún. „Þess vegna vil ég hvetja þær konur sem hyggja á nám eftir langt hlé að virkja fjölskylduna til stuðn- ings, annars verður þetta of erfitt.“ Allt hægt Hallgerður Gunnarsdóttir, eiginkona sam- gönguráðherra: Fór í nám á miðjum aldri Lauk stúdentsprófi frá öldungadeild Menntaskólans í Hamrahlíð og síðar lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands. Flest viljum við eiga hamingjuríkt ævikvöld og til þess að ná því takmarki er gott að viðhalda lið- leika líkamans og þjálfa hann. Heilsa&menntun
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.