Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Blaðsíða 54
föstudagur 12. janúar 200754 Sport DV Aldrei kastað bolta til mín Það vita flestir íþróttaáhuga-menn hverjir handboltafeðg-arnir Geir Hallsteinsson og sonur hans Logi eru. Geir er sonur Hallsteins Hinriks- sonar sem stofnaði FH á sínum tíma og hóf handboltastarfsemina þar eft- ir að hafa verið í námi í Danmörku. Geir Hallsteinsson þarf vart að kynna, hann er goðsögn í lifanda lífi og það lifnar yfir mörgum þegar þeir tala um leiki sem þeir fóru á í gamla daga með íslenska landsliðinu en Geir var þar aðalstjarnan. Geir lék allan sinn fer- il í FH fyrir utan tvö ár þar sem hann var með Göppingen í þýsku Bundes- ligunni. Logi Geirsson lék hér á landi einnig með FH en söðlaði um árið 2004 og samdi við þýska stórliðið Lemgo. Þar varð hann Evrópumeist- ari síðastliðið vor einmitt eftir sigur á Göppingen. Geir fór út til að horfa á, hitti alla gömlu félagana sem voru með honum í liði og viðurkennir að hann hafi ekki verið alveg viss með hvorum hann hélt, þó að hann hafi stutt Loga. „Ég studdi guttann, en það voru blendnar tilfinningar.“ Geir talaði við þjálfara Göpping- en þegar Logi vildi fara út, en eins og Þjóðverja er von og vísa var búið að fylla kvótann af leikmönnum og úr varð að Logi samdi við Lemgo. „Þeir hafa væntanlega séð eftir því að hafa ekki samið við Loga þegar hann af- greiddi þá í úrslitaleikjunum, 16 mörk í tveimur leikjum.“ Og ekki er laust við að gamli maðurinn brosi. Handbolti er „show“ Geir vakti mikla athygli hvar sem hann spilaði, uppselt var á flesta leiki FH og hjá íslenska landsliðinu. Í ein- um leik á móti KR ákváðu Geir og Gunnar Einarsson, núverandi bæjar- stjóri í Garðabæ, að gera einum varn- armanni KR grikk. Sá varnarmaður var tuddi að mati Geirs og hann lýsir atvik- inu svona. „Við vorum með yfirburða- lið með landsliðsmann á bekknum og unnum deildina yfirleitt með tölu- verðum yfirburðum. Ég hef alltaf litið á handbolta sem ákveðið „show“ að menn taki eithvað fyrir fólkið sem það man eftir. Við ákváðum að ég myndi koma að punktalínu, gefa á Gunnar, stoppa og þykjast reima skóna mína. Fara niður á fjóra fætur og Gunnar, sem lék þá sem hægri skytta, myndi lyfta sér upp af bakinu á mér. Hann gerði það og fór næstum tvo metra upp í loft- ið og þrumaði boltanum í netið. Það eru til myndir af þessu og ég man að Ómar Ragnarsson sem þá var íþrótta- fréttamaður sýndi þetta mark oft. Það versta var að hann steig svo fast á bak- ið á mér að ég tognaði svo rosalega að ég gat varla gengið í mánuð.“ Logi hlær að þessu og segir að það sé aldrei að vita nema landsliðið geri eitthvað þessu líkt á HM, en það væri vont ef það myndi ekki ganga upp. „Ég held að Alfreð sendi þig með fyrstu vél heim ef þú gerir eitthvað svona,“ svar- ar Geir. Fjölhæf skytta Logi verður að öllum líkindum í landsliðshópi þeirra Alfreðs Gísla- sonar landsliðsþjálfara og Guðmund- ar Guðmundssonar aðstoðarmanns hans. Hann segir að það sé allt ann- að að spila með landsliðinu en félags- liði. „Það er allt annar undirbúningur . Allt rólegra, menn að fara yfir leikkerfi, að stilla saman strengi og peppa sam- an hópinn. Það er mjög erfitt að lýsa þessu, það er meiri ábyrgð á manni og þetta er bara einhvern veginn miklu skemmtilegra.“ Og Geir líst vel á landsliðsþjálfar- ann. „Mér líst mjög vel á Alfreð, hann virðist sjá það það við Loga sem Guð- mundur forveri hans sá ekki. Hann var alltaf að pota honum út í horn en Alfreð virðist ætla að nota hann meira sem skyttu, hann er það fjölhæf skytta að hann getur nánast verið alls staðar.“ Lífið sem atvinnumaður í handbolta er ekki alltaf dans á rósum, meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá Loga og hefur hann meðal annars misst af nokkrum stórmótum. „Ég bakbrotnaði og var frá í 8 mán- uði en ég er alveg laus við meiðsli í dag og held að ég hafi aldrei verið betri.“ Mikil stemming fyrir HM Stemmingin fyrir HM sem hefst 19. janúar er að stigmagnast bæði hér heima og í Þýskalandi. „Það hefur ekki verið talað um annað í næstum þrjá mánuði úti í Þýskalandi, það er upp- selt á alla leiki í riðlunum og fólk er að reyna að kaupa miða á eBay! Ég get nánast lofað því að það er allt tilbú- ið, Þjóðverjarnir eru bara að bíða eft- ir leikmönnum. Þetta mun ganga eins og vel smurð vél og ég held að það sé varla til sú þjóð sem geti gert þetta eins og Þjóðverjar munu gera þetta.“ Ólafur er lykillinn Mikið hefur mætt á fyrirliðan- um Ólafi Stefánssyni og er Geir ekki í vafa um að leikur liðsins standi og falli með leik Ólafs en hann hefur glímt við meiðsli í öxl. „Ef Ólafur heldur út keppnina þá getum við náð langt, þetta byggist mikið á honum. Ekki bara út af mörkunum sem hann skorar heldur er hann svo ofboðslega góður spilari.“ En Logi er á því að Alexander Petter- son geti auðveldlega leyst stöðuna fari svo að Ólafur geti ekki spilað. „Alexander er rosalega öflugur núna, hann getur spilað skyttuna ekk- ert síður en Óli. Hann er góður í vörn og er dúndurgóður í sókn og berst all- an leikinn, það kemur rosalega mikið út úr honum, þannig að við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu. En eins og pabbi kom inn á þá snýst þetta mikið um Óla, hann er okkar fyr- irliði og okkar leiðtogi.“ „Þetta byggist svo rosalega mikið á vörn og markvörslu. Hreiðar (Guð- mundsson) lofar ótrúlega góðu og markvarslan var fín í mótinu úti í Dan- mörku, þetta snýst um að toppa á rétt- um tíma,“ bætir Geir við. Íslenska liðið leikur um helgina tvo leiki við tékk- neska landsliðið í Laugardalshöll. „Þetta er lokaprófraunin fyrir HM en það getur margt gerst á sjö dögum. Auðvitað vilja allir sýna sig og sanna um helgina en undirbúningurinn er tiltölulega nýbyrjaður, en markviss og góður. Við ætlum okkur auðvitað að leggja Tékka að velli en hins veg- ar er mikilvægt að Alfreð sjái hvaða leikmenn passi saman, hvaða staða kemur upp þegar við lendum tveim- ur mörkum undir, hverjir eiga að vera inni á og svo framvegis. Þetta er meiri tilraunastarfsemi, betra er að Alfreð sé með allt á hreinu á HM en að vinna Tékka um helgina. Þegar allt er undir þá vinnum við Tékka, ekki spurning, en þeir eru sýnd veiði en ekki gefin.“ „Leikmenn íslenska landsliðs- ins þekkja Þýskaland þar sem heims- meistaramótið er,“ bætir Geir við. „Þeir hafa spilað á öllum þessum völlum og þekkja stemminguna, andrúmsloft- ið, fjöldann sem er að horfa á og það á ekkert eftir að koma á óvart. Ef við náum ekki árangri núna þá náum við aldrei árangri.“ Er það ekki bara Barcelona? Logi ætlaði alltaf að verða hand- boltamaður og eyddi nánast öllum sínum frítíma í æfingar. Hann segir að hann hafi sjaldan eða aldrei verið í jafngóðu formi og núna. „Ég tel mig aldrei hafa verið betri og ég hlakka mjög til að spila í þess- ari keppni.“ Þrátt fyrir að afi Loga hafi verið handboltamaður og Geir einn þekktasti íþróttamaður Íslands, var aldrei sett pressa á börnin að þau myndu feta í fótspor þeirra. „Þetta kemur bara af sjálfu sér, ætli þetta sé bara í genunum,“ segir Geir. Logi bætir við að forvitnin hafi ýtt honum í handbolta. „Pabbi er svo hógvær, hann hefur til dæmis aldrei kastað bolta til mín. Svo bara hvern- ig fólk talar um pabba, hver sem hittir mann spyr um pabba og hvernig hann hafi það.“ Eftir frammistöðuna á móti Göpp- ingen í úrslitaleiknum um Evrópu- meistaratitilinn bauð Lemgo Loga langan og góðan samning til ársins 2010 sem hann samþykkti. Hann seg- ist alveg tilbúinn að breyta til eftir að samningurinn rennur út. „Ég verð 28 ára þegar hann renn- ur út, en mér líður mjög vel í Þýska- landi. Reglurnar, fólkið og það er hægt að læra svo mikið af Þjóðverjum. Hins vegar er ég ekki að pæla í því þessa stundina, vil bara standa mig vel með landsliðinu og síðan Lemgo, er það ekki bara Barcelona? Maður stefnir alltaf hærra. Það er mikil samkeppni og maður þarf stöðugt að vera á tán- um,“ segir Logi að lokum um leið og hann drífur sig á landsliðsæfingu. benni@dv.is Logi Geirsson segir að hann hafi sjaldan eða aldrei verið í jafngóðu formi og núna og hlakkar mikið til HM. Geir Hallsteinsson Á heiðurinn af einu skrýtnasta marki sem skorað hefur verið á handboltavellinum. Handboltafeðgar Þeir feðgar eru mjög samrýndir og Logi leitar oft ráða hjá pabba sínum, enda var geir einhver fremsti handknattleiksmaður okkar Íslendinga. Við hittum þá handboltafeðga Geir Hallsteinsson og Loga Geirsson á dög- unum. Geir er ekki í nokkrum vafa um að „strákarnir okkar“ geti náð langt á HM sem hefst eftir viku en til þess þarf ýmislegt að koma til. Logi tekur í sama streng og segir að hann hafi sjaldan eða aldrei verið betri en nú, sem eru góðar fréttir fyrir okkur Íslendinga. „Þetta er lokaprófraunin fyrir HM en það getur margt gerst á 7 dögum. Auðvitað vilja allir sýna sig og sanna um helgina en undirbúningurinn er tiltölulega nýbyrjaður, en markviss og góður.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.