Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Qupperneq 56
Hann var þekktur fyrir sín
þrumuskot. Sigurður Valur Sveins-
son tók þátt á mörgum stórmót-
um fyrir Íslands hönd og var meðal
annars í liðinu sem vann B-keppn-
ina 1989. Sigurður var vinsæll leik-
maður á sínum tíma og hann var
borubrattur þegar hann var spurð-
ur út í komandi heimsmeistara-
mót.
„Það eru alltaf miklar vænting-
ar til liðsins og þær eru að byggj-
ast upp, maður finnur það í kring-
um sig. Við eigum alveg fullt erindi
á þetta mót. Það er auðvitað sárt að
missa Einar Hólmgeirsson en við
eigum fullt af örvhentum leikmönn-
um. Þetta verður fyrst og fremst
spurning um hvernig markvarslan
og varnarleikurinn verður. Ég hef
nú ekki áhyggjur af því að við skor-
um ekki mörg mörk.
Við endum í einhverju af átta
efstu sætunum og svo er þetta
spurning um heppni. Við höfum
unnið leiki, komist langt og átt
möguleika á verðlaunum en þá höf-
um við stundum sprungið á limm-
inu. Það er spurning hvort það tekst
núna að fara alla leið og spila um
verðlaun. Það er alveg möguleiki,
en þá þarf líka allt að ganga upp.“
Þurfum að nýta breiddina
Sigurður sagði að Alfreð þyrfti
að nota allan leikmannahópinn til
að ná árangri á mótinu. „Alfreð veit
það sjálfur að til að ná langt á þessu
móti þarf hann að nota nánast alla
leikmennina. Í svona stóru móti er
ekki hægt að spila á sjö, átta, níu
mönnum. Menn þurfa að vera ein-
beittir og hafa trú á verkefninu. Það
þarf líka að hafa gaman af þessu.
Nokkrir leikmenn eru farnir að
huga að því að hætta í landsliðinu
og þetta gæti verið þeirra síðasta
tækifæri. Þetta er eitt sterkasta lið
sem Ísland hefur átt og ég held að
við ættum að stefna á þriðja sætið í
þessu móti. Við eigum einn erfiðan
leik í riðlinum, gegn Frökkum, en
þegar komið er í milliriðil getur allt
gerst,“ sagði Sigurður og bætti við
að markvarslan væri höfuðverkur
íslenska handboltans.
„Við virðumst einfaldlega ekki
ná upp þessum heimsklassamark-
vörðum eins og hin liðin eru með.
Þegar okkar markverðir eru með tíu
til fimmtán skot varin, þá eru hin-
ir með tuttugu til tuttugu og fimm
skot. Það er oft þetta sem gerir út-
slagið um það hvort lið spili um
verðlaun eða ekki.
Birkir Ívar hefur hins vegar
fengið þessa reynslu í vetur í þýsku
deildinni og ef Roland sleppur við
meiðsli eigum við að vera með al-
veg ágætis markmenn.“
Fínt að byrja gegn Ástralíu
Sigurður sagði að íslenska liðið
mætti ekki reiða sig of mikið á Ólaf
Stefánsson í mótinu. „Við þurfum
að passa okkur á því að leikmenn-
irnir séu ekki of mikið að horfa og
bíða eftir því að Ólafur klári leikina.
Hann hefur verið meiddur og ég
held að styrkur okkar í þessu móti
sé liðsheildin. Við vitum samt al-
veg hvað Ólafur kann og hann skil-
ar alltaf sínu.
Ég hef frekar áhyggjur af skytt-
unni vinstra megin. Við erum með
Arnór Atlason en við höfum enga
ofboðslega breidd þeim megin.
Guðjón Valur getur reyndar farið í
þessa stöðu líka og ég held að það
gæti verið mjög sterkt að setja hann
af og til í þá stöðu. Okkur vantar
hæðina í þessa stöðu en við erum
með klassalið.
Ég held að það sé fínt að byrja
gegn Ástralíu. Alfreð byrjar ör-
ugglega með sterkasta liðið og svo
getur hann bara sett leikmenn á
bekkinn og þeir geta farið að ein-
beita sér að hinum leikjunum eft-
ir 20 mínútur. Það er ágætt að byrja
á svona léttum leik og þá frekar að
hafa stíganda í mótinu heldur en
hitt. Leikmenn eru að koma sér inn
í mótið og spila sig saman og svo
kemur harkan,“ sagði Sigurður en
Ísland mætti Ástralíu einnig í síð-
ustu heimsmeistarakeppni og vann
þá stórsigur.
B-keppnin var sérstakt mót
Sigurður hefur tekið þátt í mörg-
um stórmótum fyrir Íslands hönd
og segist eiga margar góðar minn-
ingar frá þeim. „Þrátt fyrir að við
höfum gert í brók á mótinu hér
heima 1995, þá var mjög gaman að
taka þátt í því móti. Ég spilaði líka á
HM árið 1981, það er nú langt síð-
Gunnlaugur Hjálmarsson er
gamalreyndur handboltakappi sem
tók þátt í þremur heimsmeistara-
keppnum fyrir Íslands hönd, 1958,
1961 og 1964. Gunnlaugur var þriðji
markahæsti maður mótsins árið
1961 og fyrsti íslenski leikmaður-
inn til að vera valinn í Heimsliðið.
„1958 lentum við í riðli með
Tékkum, Rúmenum og Ungverj-
um og töpuðum fyrsta leiknum fyr-
ir Tékkum. Svo gerðum við jafntefli
við Rúmena 13–13, að mig minnir.
Þetta eru auðvitað markatölur sem
eru ótrúlegar. Síðan töpuðum við
fyrir Ungverjum í síðasta leiknum.
Ég var
yngsti
maður-
inn í lið-
inu þá
en náði
því svo
seinna að
vera elsti
maður-
inn.
Eft-
ir þetta
urðu enn-
þá meiri
fram-
farir og
við lögð-
um hart
að okkur.
1961 náð-
um við sjötta sætinu og það hef-
ur nú ekki náðst mikið betri ár-
angur síðan, að minnsta kosti ekki
í A-keppni,“ sagði Gunnlaugur en
á því móti var hann þriðji marka-
hæsti leikmaðurinn og var valinn í
Heimsliðið.
HM 1964 eftirminnilegasta
mótið
Gunnlaugur sagði að þrátt fyr-
ir þennan góða árangur hefði mót-
ið árið 1961 ekki verið eftirminni-
legasta heimsmeistaramótið sem
hann fór á. „Því miður, þá verð ég
að segja að mótið 1964 sé það eft-
irminnilegasta fyrir þau klaufalegu
mistök sem við gerðum okkur seka
um. Við byrjuðum á því að bursta
Egypta, unnum síðan Svía í hinum
fræga leik, 14-12. Í síðasta leiknum
máttum við svo tapa fyrir Ungverj-
um með sjö mörkum, en töpuðum
með átta.
Heimferðin eftir það var hin
mesta harmsaga. Það sat lengi í
mönnum, enda algjör afglöp, við
vorum ekki nema einu marki und-
ir í hálfleik. Það var skelfilega grát-
legt,“ sagði Gunnlaugur en hann
gerir sér ekki of miklar vonir fyr-
ir mótið sem hefst í Þýskalandi 19.
janúar.
Þjálfarinn þarf meiri tíma með
liðið
„Trúlega er þetta besti mann-
skapurinn sem við eigum kost á, en
hvort það dugar til mikilla sigra er
ég ekki sannfærður um. Ég ætlast
auðvitað til að liðið komist í milli-
riðlana en ég held að það verði nú
ekkert miklu meira. Auðvitað vonar
maður að þeim gangi sem best.
Eitthvað finnst mér þetta samt
laust í reipunum, þjálfarinn mætir
föstudagur 12. janúar 200756 Sport DV
Sigurður Valur Sveinsson
segir að liðið í dag sé eitt
sterkasta lið sem Ísland hefur
átt og setja ætti stefnuna á
þriðja sætið á HM.
HM í handbolta fer af stað 19. janúar og íslenska landsliðið stendur í ströngum undirbúningi þessa dagana.
DV hafði samband við handboltakempurnar Gunnlaug Hjálmarsson og Sigurð Val Sveinsson, ræddi við þá
um komandi keppni og rifjaði upp gamla tíma.
Í Heimsliðið fyrstur Íslendinga
GunnlauGur Hjálmarsson
Gunnlaugur Hjálmarsson
Var þriðji markahæsti maður
mótsins árið 1961 og fyrsti
Íslendingurinn til að vera
valinn í Heimsliðið.
DV Mynd Daníel
Liðsheildin er okkar styrkur
Eitt af mörgum mörkum Gunnlaugs Hann sést hér skora mark fyrir Ísland í leik
gegn dönum á Heimsmeistaramótinu í Þýskalandi árið 1961.
Gríðarlega reynsla sigurður lék á
sínum tíma fjöldann allan af landsleikj-
um á stórmótum. DV Mynd Daníel
Vikan 5. maí 1966
Listamaðurinn Baltasar
gerði þessa mynd af
gunnlaugi sem birtist
á forsíðu Vikunnar.
siGurður valur sveinsson