Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Side 57

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Side 57
an, en þetta er allt önnur íþrótt í dag. Það hefur margt breyst á undan- förnum fimm eða sex árum. Bolt- inn er mikið hraðari og það að fá möguleika til að spila loksins al- mennilegt heimsmeistaramót, þar sem er nánast uppselt á alla leiki, held ég að eigi eftir að skapa betri umgjörð en nokkurn tímann hefur verið. Þetta verður eitt af stærri hand- boltamótum sem haldin hafa ver- ið. Þetta er í Þýskalandi, í Mekka handboltans, og ég veit að það er gríðarleg stemning þarna úti fyr- ir þessu móti. Það er uppselt á alla leiki Þjóðverja og þetta verður bara veisla.“ Sigurður sagði að B-keppn- in sem Ísland vann árið 1989 hefði verið merkileg fyrir margra hluta sakir. „Austantjaldsþjóðirn- ar mættu ekki á ólympíuleikana árið áður og þurftu því að fara í B- keppni. Hún var því svolítið sérstök sú keppni.“ Síðustu ár hefur umræða ver- ið í gangi um að taka aftur upp B- keppni en Sigurður vill skoða þann möguleika að fækka liðunum sem koma frá slökustu heimsálfun- um. „Það er fullt af liðum sem hafa kannski ekkert að gera þarna. Þessi setning „að vera með“ held ég að sé svolítið afstæð á heimsmeistara- móti. En þetta eru reglurnar og við verðum bara að fara eftir þeim. Þetta gerir eitthvað til að byggja upp handboltann hjá þessum þjóð- um sem eru ekki eins góðar og hin- ar og við sjáum nú að sumar Afríku- þjóðirnar koma sterkar inn. Túnis gæti til dæmis verið hættulegur biti fyrir okkur í milliriðlinum.“ dagur@dv.is DV Sport föstudagur 12. janúar 2007 57 Í Heimsliðið fyrstur Íslendinga ekki á fyrstu æfingar og ætlar að hitta liðið einhvers staðar í Skand- inavíu þegar hálfur mánuður er í keppni. Þó að hann sé afburða- þjálfari hef ég ekki trú á því að það dugi fyrir hann að vera með liðið í tvær vikur fyrir mót. Ég vona bara að ég hafi rangt fyrir mér.“ Kennir HSÍ um ástand markvarðamála Gunnlaugur telur að fjarvera Einars Hólmgeirssonar gæti reynst dýrkeypt. „Það leggst hálfilla í mig, hann er að verða yfirburðamaður. Reyndar er Ásgeir Örn að koma til og það virðist vera svolítið skrítið með íslenska handknattleiksmenn að það virðist alltaf einhver spretta upp í staðinn. Það er samt mikið skarð fyrir skildi, að Einar skuli hafa meiðst, en það getur verið að leikgleðin vinni það upp,“ sagði Gunnlaugur og hafði einnig töluverðar áhyggjur af markvörslunni. „Markvarslan er svipuð og að vinna í lottóinu. Við fögnum því ef þeir spila vel en eitthvað virðist þetta vera mikið happa og glappa með íslenska markmenn. Þar kenni ég handboltaforystunni um. Það hefur ekki verið lögð nein elja í að þjálfa unga markverði sérstaklega. Það er aldrei of seint að byrja en ef það hefði verið lögð áhersla á þetta þá værum við í miklu betri málum. Ég fór og horfði á æfingu hjá 17 ára landsliðinu fyrir ekki svo löngu og þar voru 24 strákar og einn þjálf- ari. Hann lagði sig auðvitað fram eins og hann gat en ég dauðvor- kenndi honum. Þarna hefðu átt að vera að minnsta kosti fimm eða sex þjálfarar. Unglingaþjálfunin er að mínu mati okkar stærsti vandi, það vantar að það sé lögð meiri áhersla á hana og að þetta sé gert á markvissan hátt,“ sagði Gunnlaug- ur, sem greinilega er mikill áhuga- maður um handbolta. „Handbolti er eina íþróttin sem við höfum náð einhverjum ár- angri í, fyrir utan einstaka ein- staklinga í öðrum íþróttum, og það er grunnt á stoltinu. Ef illa gengur eru nógu margir til þess að gagn- rýna en þá þarf að taka á vanda- málinu og reyna að bæta, frek- ar en að rífa niður,“ sagði hinn 68 ára gamli Gunnlaugur og bað fyrir kæra kveðju til landsliðsmannanna sem halda í baráttuna sem fram undan er og bætti við að það væru góðar hugsanir sem fylgdu þeim til Þýskalands. Liðsheildin er okkar styrkur Íslenska landsliðið tók þátt í fjögurra liða móti í Danmörku um síðustu helgi í undirbúningi sín- um fyrir HM í Þýskalandi. Fyrsti leikur liðsins var gegn Norðmönnum og tapaðist stórt, 34-22. Því næst mætti íslenska lið- ið Pólverjum í miklum markaleik og fór með sigur af hólmi, 40-39, og í síðasta leiknum gerði Ísland jafntefli við Dani, 29-29. „5-1 vörnin virkaði mjög vel á þessu móti en við spiluðum ekki vel í 6-0 vörn. Í leikjunum gegn Ungverjalandi var það öfugt, 6-0 vörnin gekk þá miklu betur. Við erum bara að reyna að vinna lið- ið saman, það var mikið um mis- skilning í 6-0 vörninni. Það voru þarna kaflar þar sem við spiluðum mjög vel. Fyrri hálf- leikirnir á móti Pólverjum og Dönum voru mjög góðir,“ sagði Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Íslands. Tveir leikir gegn Tékkum um helgina Íslenska landsliðið á eftir tvo undirbúningsleiki, gegn Tékkum hér heima um helgina. Leikirn- ir fara fram í Laugardalshöllinni á laugardag og sunnudag og hefjast báðir klukkan 16. „Við þurfum að bæta okkur alls staðar. Markvarslan var köflótt. Hreiðar varði vel fyrstu 30 til 40 mínúturnar gegn Dönum og eins varði Birkir vel gegn Pólverjum í fyrri hálfleik. Það er fullt af atriðum sem við þurfum að laga. Eins og þetta er hjá okkur í dag, þá spilum við ágætlega ef við erum með sömu sex mennina inni á og hver ein- asta skipting kemur miklu róti á þetta hjá okkur. Að vera með Róbert Gunn- arsson inni á og þurfa að skipta tveimur út af er hálfgerður dauða- dómur fyrir okkur. Á móti liðum sem spila hraðan handbolta er svo mikilvægt að þurfa ekki að skipta mörgum inn og út,“ sagði Alfreð og bætti við að Tékkar væru með mjög sterkt lið. „Þeir eru með mjög gott lið. Þeir spila athyglisverðan bolta, sem er mjög hraður. Í vörninni spila þeir 4-3, mjög opna vörn, og eru á mikilli hreyfingu. Á mót- inu í Danmörku fengum við ein- göngu 6-0 varnir á móti okkur en í næstu leikjum verða þær opnar og grimmar varnir. Vikan fer bara í að undirbúa okkur fyrir það.“ Gengur vel að samræma landsliðið og Gummersbach Alfreð sagði að liðið sakn- aði Einars Hólmgeirssonar sem meiddist fyrir skömmu og verð- ur ekki með á HM. „Það er mjög erfitt fyrir okkur að missa hann út vegna þess að hann er okkar öfl- ugasti skotmaður í dag. Hann er líka leikmaður sem getur klárað leiki fyrir okkur. Á móti kemur að án hans þurf- um við að spila af meiri aga í gegn- um allt saman, meiri taktík,“ sagði Alfreð og bætti við að Alexander Petterson hefði átt mjög góða leiki á mótinu í Danmörku. „Alexander átti mjög góða leiki, hann var frábær gegn Pólverjum og mjög góður gegn Dönum. Ólaf- ur spilaði ágætlega fyrir liðið. Logi átti einnig mjög góða kafla í leikj- unum og líka Snorri. Okkur vant- ar bara meiri stöðugleika í heilan leik.“ Alfreð er þjálfari Gummers- bach í Þýskalandi auk þess að þjálfa landsliðið og segir að vel gangi að samræma þetta tvennt. „Stóri kosturinn við að vera með þjálfara sem er á kafi í þýsku deildinni og í Evrópuboltanum er að maður vinnur allar upplýsingar um leikmenn og nýtir allan þann gagnabanka. Þannig hef ég getað unnið alla forvinnuna um Úkraínu og Frakk- land og það sem gæti komið til með að lenda á okkur. Þetta hef- ur ekkert verið vandamál, núna skiptir maður bara um hlutverk og er hættur að taka símtölin frá Þýskalandi.“ dagur@dv.is Undirbúningur íslenska landsliðsins í handbolta er í hámarki og um helgina mætir liðið Tékkum í tveimur leikjum: Tékkar spila athyglis- verðan handbolta Alfreð Gíslason segir að margt þurfi enn að laga fyrir heimsmeistaramótið. Mikill áhugamaður um handbolta gunnlaugur lék með Ír og fram á sínum tíma. DV Mynd Daníel Sigri á Svíum fagnað guðjón Valur og alexander Petterson fagna hér eftir sigurinn á svíum síðasta sumar. DV Mynd Daníel Að lifa sig inn í leikinn Það tekur ekki síður á að sitja á bekknum þegar æsispennandi leikur er í gangi inni á vellinum, eins og sjá má hér á þeim alfreð gíslasyni og Hreiðari guðmundssyni. DV Mynd Daníel

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.