Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Page 59

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Page 59
DV Helgarblað föstudagur 12. janúar 2007 59 Þ egar Rannveig Ósk­ arsdóttir horfði á frumburð sinn norður á Akureyri fyrir tæpum fjöru­ tíu árum varð henni á orði að þetta væri litli píanódrengur­ inn hennar. Það hefur heldur betur komið á daginn; drengurinn er Ósk­ ar Einarsson, stofnandi og stjórn­ andi Gospelkórs Reykjavíkur og Gospelkórs Fíladelfíu, maðurinn sem segja má að hafi orðið landsþekktur á augabragði eftir Kristnihátíðina á Þingvöllum fyrir tæpum sjö árum. En Óskar Einarsson stökk ekki fram á sjónarsviðið sem fullskapaður tónlistarmaður á einu augabragði. Að baki lá áratugalöng vinna, nám í píanóleik, á saxófón, klarinettu og flautu og framhaldsnám við útsetn­ ingar og tónsmíðar á Miami í Flór­ ída. „En ég hef bara þrisvar spilað á balli!“ segir hann hlæjandi þar sem við sitjum í fundarherbergi Fíla- delfíu og horfum á sólina glampa á Esjunni. Þetta er einn þessara daga þegar maður þakkar þau forréttindi að vera Íslendingur – en þakklæti er ekki eitthvað sem Óskar iðkar bara á góðum stundum. „Ef við settum tvær körfur hlið við hlið, fylltum aðra af bænarefnum og hina af þakkarefni, þá yrði bæna- karfan miklu stærri,“ segir hann. „Ég man eftir því að þakka.“ Fleygði bréfaskutlum á skrifstofu bæjarfógetans Rætur Óskars eru á Akureyri þar sem hann ólst upp í öruggu skjóli for­ eldra sinna, Rannveigar Óskarsdótt­ ur og Einars Björnssonar sem starfaði í áratugi á skrifstofu bæjarfógetans á Akureyri. Hann er elstur fjögurra systk­ ina og segist oft hafa tekið af skarið. „Ég held að það fylgi elstu börn- um að vera svolítið stjórnsöm,“ seg- ir hann brosandi. „Þótt enginn hafi falið mér ábyrgð á systkinum mín- um fannst mér ég stundum þurfa að hafa vit fyrir þeim. Mamma og pabbi hafa alltaf tekið þátt í starfi Hjálp- ræðishersins á Akureyri og móður- foreldrar mínir, Ingibjörg Jónsdóttir og Óskar Jónsson, eru iðulega kölluð foreldrar Hersins á Íslandi. Þannig má segja að ég sé barnabarn Hjálp- ræðishersins!“ bætir hann við og skellihlær. Minningar Óskars frá bernsku- árunum segir hann flestar tengjast jólum og afmælum, en sunnudagar voru bestu dagar vikunnar. Þá sótti hann samkomu hjá Hernum líkt og margir bæjarbúa „...og þegar Nýja bíó tók upp á því að hafa bíósýning- ar klukkan þrjú á sunnudögum flýtti Herinn bara sinni samkomu um hálf- tíma svo börnin kæmust bæði á sam- komu og í bíó. Samkomurnar voru mjög vinsælar og iðulega löng bið- röð eftir að komast inn. Amma og afi störfuðu lengi í Noregi, en ég gleymi aldrei fiðringnum sem ég fékk þegar þau dvöldu á Íslandi og ég sá húsið þeirra við Hringbraut birtast. Það var sama tilfinning og ég fékk á jólum...“ En þótt hann hafi hlustað af andakt á samkomum Hersins, var hann var ekkert rólegri en önnur börn, kannski síður en svo. „Ég hef alltaf verið orkubolti,“ segir hann og minnist þeirra stunda þegar hann fleygði bréfaskutlum um fund- arherbergi bæjarfógetans á Akureyri meðan hann beið eftir að vinnudegi pabba síns lyki. „Svo vorum við vin- irnir miklir Liverpool-aðdáendur og hlustuðum á beinar útsendingar frá leikjum af BBC. Við vorum miklir menn þá daga sem Liverpool sigraði, þá mættum við galvaskir í skólann með trefil um hálsinn. Minna fór fyrir treflaburði þegar önnur lið báru sigur úr býtum, sérstaklega ef Manchester United átti hlut að máli.“ Töff að vera trúaður Hann heillaðist af frásögnum Jakobínu ömmusystur sinnar, Bínu á Hernum, sem leiddi barnastarfið og fann ungur að kristnin var sá grunn­ ur sem hann vildi byggja líf sitt á. Þegar ég spyr hann hvort hann hafi fundið fyrir því að hafa þótt „öðru­ vísi“ en önnur börn neitar hann því en bætir við: „Þegar ég var barn var töff að vera trúaður. Það var ekki fyrr en á ungl- ingsárunum sem ég upplifði stund- um að vera út undan. Það var á þeim tíma þegar freistingarnar fóru að gera vart við sig og ég varð að velja og hafna. Ég valdi píanóið, íþróttirn- ar og Biblíuna fram yfir reykingar, áfengisdrykkju og dansleiki.“ Freistingarnar voru víða. Ein þeirra kom í formi atvinnutilboðs um að leika með hinni virtu hljóm­ sveit Finns Eydal. „Það var einhver erfiðasta freist- ingin að standast!“ segir hann og bros- ir hlýlega þegar hann minnist Finns heitins Eydal. „Ég hafði allt sem prýða mátti mann í dægurlagahljómsveit; spilaði á hljómborð og saxófón og gat sungið bakraddir... Foreldrar mínir bönnuðu mér aldrei neitt. Þau sögðu mér sitt álit á málunum en jafnframt að ég yrði að taka eigin ákvarðanir. Nú er ég að verða fertugur og bara þrisvar spilað með ballhljómsveit. Þá leysti ég Ingimar Eydal af í veikindum hans, að hans ósk.“ Stelpan á ljósmyndinni Nítján ára sá Óskar í fyrsta skipti ástina í lífi sínu. Hún sat fyrir á ljós­ mynd í norsku blaði, klædd svörtum kjól, einkennisklæðnaði Hjálpræðis­ hersins. „Ég varð algjörlega heillaður,“ seg- ir hann og ljómar við endurminning- una. „Við vorum á móti Hjálpræðis- hersins í Noregi þegar ég sá viðtal við nýja foringja sem voru á þessari ljós- mynd með börnum sínum. „Svaka- lega er þetta sæt stelpa, ég verð að fá að hitta hana,“ hugsaði ég með mér og spurðist strax fyrir um hana. Af henni fór einstakt orð, hún starfaði á elliheimili, var góður starfskraftur og yndisleg manneskja – og bara fimmt- án ára. Það kom í ljós síðar að henni hafði verið sagt að í íslenska hópnum væri alveg frábær strákur... sem mun hafa verið ég! Þetta var ekki tilviljun. Ég trúi ekki á tilviljanir, heldur var þetta leitt af Guði.“ Hann segist hafa þurft að ganga svolítið á eftir henni og enginn var tölvupósturinn í þá daga. Þau skrif­ uðust á og nokkrum sinnum splæsti Óskar í símtal til Noregs. Þremur árum síðar gengu Bente og Óskar Einarsson í hjónaband. Hann var 22 ára, hún átján. Þau höfðu sammælst um að búa á Íslandi og hér fædd­ ust tvö eldri börn þeirra, Björn Ingi og Bryndís Rut, sem nú eru tæplega fimmtán og tólf ára. Sá yngsti, Óskar Andreas, sem er sex ára, fékk tromm­ ur í jólagjöf og trommar á allt sem fyrir er. Hugmyndir Bente um fram­ tíðina féllu vel að hugmyndum Ósk­ ars, nema sá draumur hans að fara í framhaldsnám í Bandaríkjunum. „Sú ósk var sú eina sem Bente setti fyrirvara við,“ segir Óskar. „Þegar við héldum svo til Miami í Flórída fyrir tíu árum, þar sem ég fór í framhalds- nám í útsetningnum og tónsmíðum, var það Bente sem vildi helst ekki fara heim tveimur árum síðar!“ Ungur, nýgiftur tónlistarmaður lagði hart að sér við nám og störf. Frá sautján ára aldri hafði Óskar leikið á píanó fyrir matargesti á hótel KEA og Fiðlaranum á þakinu á Akureyri og þegar þau Bente fluttu til Reykjavík­ ur árið 1991 hafði orðstír hans borist suður. „Ég fékk starf sem tónlistarstjóri Hvítasunnukirkjunnar í Reykjavík í hálfu starfi og auk þess starfaði ég í Borgarleikhúsinu, þar sem ég lék fyr- ir leikhúsgesti fyrir sýningar og í hlé- um meðfram námi mínu við FÍH. Þaðan lauk ég burtfararprófi árið 1995 og það var ekki síst fyrir hvatn- ingu Sigurðar Flosasonar sem ég hélt til framhaldsnáms í Bandaríkjun- um.“ Þar segist hann í raun ekki hafa lært neitt nýtt: „En ég lærði hins vegar nýjar aðferðir við það sem ég kunni fyrir, aðallega í hagnýtu námi í útsetningum og að vinna að gerð hljómplatna. En það að vera með meistaranám í tónsmíðum og út- setningum var ávísun á að mér væri treyst,“ segir hann. „Ég fékk nóg að gera strax eftir heimkomuna, sá um tónlistarstjórnina í söngleikn- um Kysstu mig Kata, stjórnaði stór- um kór, tíu manna hljómsveit og einsöngvurum á Kristnihátíðinni á Þingvöllum og síðan hefur eitt leitt af öðru. Mér finnst í raun ótrúlegt að hafa upplifað að vera hluti af marg- faldri metsöluplötu Garðars Thórs Cortes – og nú stefnir í tíu þúsund eintaka sölu á plötu Sálarinnar og Gospelkórs Reykjavíkur.“ Gospelálfurinn Síminn hans hefur hringt nokkr­ um sinnum meðan á samtali okkar hefur staðið. Óskar grípur símann og slekkur á honum jafnóðum. Hann spyr hvers vegna ég hafi svona miklar áhyggjur af að hann svari ekki. „Þú gætir misst af einhverju!“ svara ég. Honum finnst þetta svar nokk­ uð fyndið, sérstaklega í ljósi þess að á tímabili hafi hann sjálfur óttast að missa af atvinnutilboði svaraði hann ekki símtölum. „Nú veit ég að slíkt gerist ekki,“ segir hann af sannfæringu. „Þeir sem þurfa að ná í mig hringja bara aftur!“ Hann þarf kannski frekar að hafa áhyggjur af að vera ekki nógu dug­ legur við að neita tilboðum en taka á móti þeim. Maðurinn var að heim­ an tuttugu og tvö kvöld í desember­ mánuði! „Já, desember var óvenjustremb- inn,“ segir hann. „Ég hugsa að það megi kalla það einn stærsta galla minn hversu erfitt ég á með að segja nei. Núna æfi ég tvo kóra, Gospelkór Reykjavíkur og Gospelkór Fíladelfíu, tek nemendur í einkatíma í píanó- leik, spila undir hjá einsöngvurum, er nýbúinn að útsetja lög á nýrri plötu Garðars Thórs Cortes sem kemur út í Bretlandi innan tíðar og kenni við Tónlistarskóla FÍH. Það er í raun ekki skrýtið að mér sé stund- um líkt við Íþróttaálfinn og kallaður Gospelálfurinn!“ Gospeltónlist er trúboð Barnabarn Hjálpræðishersins seg­ ist hafa heyrt af því að mörgum þyki sérkennilegt að hann hafi valið sér verksvið innan Fíladelfíu. „Ég get ekki séð að það skipti nokkru hvað kristna trúfélagið heit- ir,“ segir hann hreinskilnislega. „Ég er trúaður maður og hef gaman af að vinna við kristilega tónlist. Hérna hjá Hvítasunnukirkjunni bauðst mér vettvangur til að starfa við hugðar- efni mitt á launum. Ég held að auk- inn áhugi landsmanna á gospeltón- list sé vegna þess að henni fylgir svo mikil gleði. En ég vil ganga lengra en segja að gospel sé ákveðinn tónlist- arstíll; gospeltónlist er trúboð.“ Samstarfskonur hans Erdna Varðardóttir og Hrönn Svansdóttir líta við hjá okkur og þegar Óskar bið­ ur þær að geta sér til um við hvaða blað hann sé í viðtali segja þær með spurnartón í röddinni: „DV?!“ Já, hann segir stoltur að hann sé í viðtali við DV, enda sé það blað ekk­ ert neikvæðara en önnur. „Hin þykjast bara vera jákvæð,“ segir hann. „En í hverju einasta blaði má finna neikvætt slúður um eitt- hvað sem okkur varðar ekkert um. Hverjum er ekki sama hvort einhver leikkona í Hollywood notar nærbux- ur eða ekki?!“ Að mati Óskars felast lífsgæðin ekki í sögum um náungann. Þaðan af síður í peningum. „Sumir gleyma sér við að telja peningana sína og skoða bankayf- irlitin. Lífsgæði felast ekki í verald- legum hlutum. Þau felast í að elska og sinna fjölskyldunni og því sem er manni mikilvægast í lífinu. Við deyj- um hvort sem er frá dauðlegu hlut- unum og flytjum þá ekki með okk- ur til himnaríkis. Ég er ekki gallalaus maður, en ég reyni að hreinsa upp jafnóðum og eitthvað angrar mig.“ Guð svarar alltaf í símann Og það stendur ekki á svarinu þeg­ ar Óskar er spurður hver hann telji að sé lykillinn að lífshamingjunni. „Trúin. Trúin og vonin. Að ekkert sé bara „mitt“. Trúnni fylgir svo mik- il jákvæðni. Það er gott að eiga góða fjölskyldu, góða vini og Guð. Ef ég lendi í erfiðum aðstæðum fer ég á hnén og bið til Guðs. En ég tala líka við hann oft á dag, ákalla hann í hugs- un minni – stundum ómeðvitað, en oftar meðvitað eins og þegar ég bið með börnunum mínum á kvöldin. Það er erfitt að komast áfram á eig- in verðleikum en með aðstoð Guðs er allt hægt. Það þarf bara að biðja og hann svarar; stundum meira að segja skriflega. Sími Guðs er aldrei á tali og hann svarar alltaf...“ annakristine@dv.is „Það er erfitt að komast áfram á eigin verðleikum en með aðstoð Guðs er allt hægt. Það þarf bara að biðja og hann svarar; stundum meira að segja skriflega.“ Orkuboltinn og gleðigjafinn Óskar Einarsson „Ég held að aukinn áhugi landsmanna á gospeltónlist sé vegna þess að henni fylgir svo mikil gleði... gospeltónlist er trúboð.“ Liverpool og Guð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.