Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Qupperneq 60

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Qupperneq 60
Menning Í gær, fimmtudaginn 11. janúar, var opnuð í Hafnarborg, menningar- og lista-stofnun Hafnarfjarðar, færeyska málverkasýningin Einsýna List. Færeyskir listmálarar hafa lengi sótt innblástur í stórbrotið umhverfi Færeyja þó að málverkin á sýningunni hafi vissulega nútímalegt yfirbragð og myndefnið sé fjölbreytt. Listamennirnir á sýningunni eru: Ingálvur av Reyni, Astri Luihn, Sigrún Gunnarsdóttir, Edward Fuglø og Torbjørn Olsen. Sex færeyskir listamenn í Hafnarborg U m s j ó n : K o r m á k u r B r a g a s o n . N e t f a n g k o r m a k u r @ d v . i s Íslenskir bíódagar í Köben Nordatlantens Brygge í Kaup- mannahöfn heldur bíódaga í febrúar og mars. Þar er kynn- ing á kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar Börnum nátt- úrunnar frá 1991 fyrst á dag- skránni. Friðrik Þór er einmitt tilnefndur til dönsku Bodil- verðlaunanna fyrir besta leik í aukahlutverki í nýjustu mynd Lars von Trier, Direktören for det hele. Danski kvikmynda- fræðingurinn Birgir Thor Möller fjalla um Friðrik og kvikmyndagerð hans. Listasafn Akureyrar hefur sýningarárið 2007 með myndlistarmönn- unum Jóni Óskari og Bandaríkjamanninum Adam Batesman. Þar hrærast saman hugmyndaheimar sem báðir tengjast orðum og myndum þótt verk þeirra séu ólík að formgerð og efnistökum. föstudagur 12. janúar 200760 Helgarblað DV S ýning Jóns Óskars nefnist Les yeux de l‘ombre jaune upp á frönsku og er gríðar- lega yfirgripsmikil. Hún mun þekja veggi beggja stærstu sala safnsins og ríflega það. Ekki er um eiginlega yf- irlitssýningu að ræða þótt þar ægi saman öllum mögulegum vinnslu- formum, teikningum, málverkum, ljósmyndum, tölvumyndum og gra- fík með meiru. „Ég er að vinna í alls kyns miðla og ákvað í þetta skipti að hrúga bara öllu saman svona eins og að þú værir að koma í heimsókn á vinnu- stofuna til mín. Að vísu mun þetta þróast svolítið þegar ég kem þarna inn í rýmið fyrir norðan. Meining- in er að þekja veggina þannig að þeir hverfi. Stundum hef ég haldið miðlunum aðskildum en núna leyfi ég þessu öllu að fljóta saman. Það er enginn sérstakur fókus á þessari sýningu, þannig séð. Mín list er ein- hvers konar viðbrögð, líkt og ef þú stígur í drullupoll, þá er ég drullu- pollurinn sem slettist á móti,“ segir Jón Óskar. Sprottinn úr póstmódernískum skóla Jón Óskar fór til náms í New York 1980 þar sem tíðarandinn krafðist þess að landamærin milli listgrein- anna væru rofin, girðingar brotnar niður og veröldin öll gerð að við- fangsefni með hverju því verkfæri eða efni sem tiltækt var. Á skólaár- um sínum hér heima í MHÍ vann Jón á Vísi samhliða náminu og hef- ur fengist við blaða- og tímarita- gerð alla tíð síðan samhliða mynd- listinni. „Þetta hentaði mér mjög vel þegar vikublöðin voru í gangi. Þá vann ég tvo eða þrjá daga og hafði síðan restina af vikunni fyrir sjálfan mig. Síðan hef ég dottið inn í þetta, stundum í stuttan tíma, stundum lengri, en þetta er lifandi heimur sem ég hef þörf fyrir. Ég reyndi fyrst að halda þessum heimum aðskild- um þannig að þetta væru svona tveir heimar en í seinni tíð hefur þetta runnið saman í eitt og ég á oft erfitt með að greina á milli. Lík- lega verð ég til dæmis með plön af blöðum á þessari sýningu. Ég hef geymt svona skissur og útskýringar- myndir eða krotmiða og hef notað þetta í málverkin eða það sem ég er að vinna. Þetta eru oft svona sjálf- sprottnar útskýringar sem verða til í ákveðnu flæði eða díalóg án áreynslu,“ segir Jón Óskar. Listin er ekki heilög „Það er enginn sérstakur tilgang- ur í minni list. Ég er ekki í neinni krossferð heldur eru þetta eins og ég sagði áðan viðbrögð. Reyndar er ég þannig að ég hef aldrei tekið nein- ar ákvarðanir heldur leyfi hlutunum að gerast meira af sjálfum sér. Ég hef alltaf verið hrifnastur af list sem ein- hver leikur er í og þeim listamönn- um sem taka sig ekki of alvarlega. Ég hef stundum verið að vinna sömu hugmyndina í mismunandi miðlum og það er gaman að sjá hvað útkom- an verður ólík þótt maður sjái þráð- inn ef þau eru skoðuð saman. Ég og konan mín (Hulda Hákon, innskot blaðamanns) höfum stundum unn- ið verk út frá sömu hugmynd en út- koman verður alltaf gerólík,“ segir Jón Óskar. Orð og myndir Hugmyndaheimar Jóns Óskars og Adams Bateman, orð og mynd- ir, tvinnast saman í sýningarskránni sem Jón sá um að hanna enda hæg heimatökin eftir að hafa komið að hönnun blaða, bóka og tímarita um árabil. Þar ægir saman myndum af verkum, auglýsingum og text- um eftir innlenda og erlenda fræði- menn og gamla félaga, sem fjalla um Jón Óskar og hans list. Umfjöll- unina um Bateman má líta á sem framandi erlendar fréttir. „Ég hef aldrei hitt Bateman en mér finnst sýningarnar passa vel saman og þær tengjast einmitt gegnum orð eða orðið en Bateman pælir einmitt mikið í mikilvægi tungumálsins eins og sést af verk- um hans. Ég er náttúrulega líka að vinna með texta eða orð á einhvern hátt,“ segir Jón. kormakur@dv.is Augu gulA skuggans ALAmO Verkið er nokkurs konar andlit sýningarinnar, kveikjan að verkinu var trúnaðarsamtal þessara vinnufélaga í bíl í umferðateppu á leið á flugvöll í Englandi. titill verksins vísar til hins óumflýjanlega. myndlist „Ég hef geymt svona skissur og útskýringarmynd- ir eða krotmiða og hef notað þetta í málverkin eða það sem ég er að vinna. Þetta eru oft svona sjálf- sprottnar útskýr- ingar sem verða til í ákveðnu flæði eða díalóg án áreynslu.“ south River Band á Grand Rokk South River Band, sem er eitt af best varðveittu leyndarmál- um íslenskrar tónlistarflóru, kemur fram á tónleikum á Grand Rokki fimmtudags- kvöldið 18. janúar. Sveitin hefur lítið látið á sér kræla undanfarið en þó hefur frést af nýjum geisladiski sem á að verða tilbúinn í lok maí. Ekki er ólíklegt að þeir félagar taki eitthvað af þeim nýju lögum sem verða á disknum á tón- leikunum. steinunn Þórarins sýn- ir í Flórída Verk Steinunnar Þórarins- dóttur verða til sýnis á hinni alþjóðlegu Palm Beach 3 samtímalistamessu í Flórída sem nú er haldin í 10. skipti og hefst í dag. Það er gallerí- ið Osborne Samuel í May- fair í London sem sýnir verk Steinunnar ásamt verkum eftir þekkta listamenn eins og David Hockney, Miro, Picasso, Warhol, Anna Maria Pacheco og fleiri. Eitt af verkum Stein- unnar er við aðalinngang sýn- ingarinnar ásamt verki eftir Lynn Chadwick, sem er nýlát- inn og var einn af þekktustu myndhöggvurum Breta á 20. öldinni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.