Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Síða 62
Menning Fyrir 25 árum var óperettan Sígaunabaróninn eftir Johann Strauss frumsýnd í Gamla bíói. Þessi fyrsta uppfærsla Íslensku óperunnar í eigin húsnæði naut gífurlegra vinsælda og sáu alls um tuttugu og þrjú þúsund gestir sýninguna. Fjölmargir íslenskir söngvarar sem gera nú garðinn frægan erlendis hafa alist upp á sviði Íslensku óperunnar á þessum tuttugu og fimm árum og nú í febrúar frumsýnir Íslenska óperan sextugasta
verkefni sitt í Gamla bíói, óperuna Flagari í framsókn eftir Stravinsky.
25 ár frá fyrstu sýningu Óperunnar
U m s j ó n : K o r m á k u r B r a g a s o n . N e t f a n g : k o r m a k u r @ d v . i s
„Þetta leikrit er í raun ástæðan fyrir því að ég
varð leikari og þess vegna sérstaklega gaman
að fá að leikstýra því núna. Þetta er geysimikið
fjölskyldudrama og mikið leikaraverk,“ segir
Hilmir Snær Guðnason leikstjóri. Tuttugu ár
eru frá því verkið var fyrst sýnt en það er nú
tekið til sýninga í tilefni af 20 ára afmæli
Borgarleikhússins. Leikritið þótti mikið
tímamótaverk á sínum tíma og þykir eitt besta
verk Birgis Sigurðssonar.
„Þetta er auðvitað mikið raunsæisverk þannig
að hér er ekki mikið pláss fyrir tilraunir en
Vytautas Narbutas leikmyndahönnuð-
ur kom fljótt með hugmynd sem varð
ofan á og leikmyndin gefur okkur
skemmtilega möguleika. Það eru sex hlutverk
í þessu leikriti, öll stór og reyna mjög á
leikarana enda er þetta mikið átakaverk um
fjölskyldu þar sem allir hafa sinn djöful að
draga. Birgir Sigurðsson hefur fylgst með
okkar vinnu og það hefur verið mjög gott að
geta leitað til hans á stundum. Ég er mjög
ánægður með útkomuna enda frábær hópur
sem ég er að vinna með,“ segir Hilmir Snær.
Leikarar í sýningunni eru Ellert A. Ingimundar-
son, Sigrún Edda Björnsdóttir, Hanna María
Karlsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Gunnar
Hansson og Birgitta Birgisdóttir. Lýsing er eftir
Kára Gíslason og búninga hönnuðu Margrét
Einarsdóttir og Dýrleif Ýr Örlygsdóttir.
Afmælissýning Borgarleikhússins
leiklist
föstudagur 12. janúar 200762 Helgarblað DV
Foreldrar, kvikmynd
Ragnars Bragasonar og Vesturports,
verður frumsýnd 19. janúar. Sýningar-
eintök af myndinni eru á leið til lands-
ins en hún verður einnig sýnd á alþjóð-
legri kvikmyndahátíð í Rotterdam í
Hollandi nokkrum dögum síðar. Ragn-
ar Bragason, leikstjóri myndarinnar, er
afar ánægður með útkomuna og segir
frumsýningarspennuna fara vaxandi.
„Þó að myndirnar, Börn og For-
eldrar, hafi nánast verið gerðar sam-
tímis eru þær tvær algerlega sjálf-
stæðar myndir og það þarf enginn
að hafa séð Börn til að skilja Foreldra.
Það var í rauninni vinnuaðferðin
sem varð til þess að þetta urðu tvær
myndir. Við byrjuðum á því að búa til
persónur, sem leikararnir og ég unn-
um í sameiningu. Þeir fundu sér fólk,
kannski úr raunveruleikanum, og
sköpuðu þeim bakgrunn, tilfinning-
ar, atvinnu og sambönd og svo leiddi
ég þær saman. Lét þær mætast og
skoðaði hvað gerðist í þeim og milli
þeirra. Það var ekki fyrr en allar per-
sónur voru fullmótaðar að við fórum
að skissa söguna en við fórum í tökur
án þess að skrifa díalóg. Leikararnir
vissu hins vegar nákvæmlega hverjir
þeir voru og af hverju þeir gerðu eða
sögðu eitthvað. Þessar vinnuaðferðir
eru sóttar í smiðju Cassavetes, Mikes
Leigh og Goddards, en við vildum
gera mynd um íslenskan raunveru-
leika, um fólk, foreldra og börn, fyr-
ir Íslendinga,“ segir Ragnar Bragason
leikstjóri.
Millistéttarforeldrar
„Við byrjuðum að vinna með sex
karaktera en ég splittaði þeim síð-
an upp þremur og þremur. Í Börn-
um eru það Gísli Örn, Nína Dögg
og Darri sem mynda kjarnapersón-
urnar en í Foreldrum eru það Ingv-
ar, Nanna Kristín og Víkingur. En
persónurnar skiptast líka upp eft-
ir efnahag. Fólkið í Börnum er ein-
hvers konar dreggjar samfélagsins,
fólk sem kannski ekki sést svo mik-
ið, meðan persónurnar í Foreldr-
um eru af þessari millistétt sem er
lunginn úr þjóðfélaginu, menntað-
ar og hafa komið sér ágætlega fyrir
efnalega. Veruleiki þeirra er þannig
ólíkur á milli myndanna en þær
eiga það sammerkt að mannlegar
tilfinningar eru allar af sama meiði.
Samskipti barna og foreldra byggj-
ast á tilfinningalegum grunni sem
er öllum sameiginlegur. Við sjáum
samt glimt af persónum úr Börnum
í Foreldrum en þær standa alveg
sjálfstæðar þar,“ segir Ragnar.
Sami stíll og uppbygging
„Það var enginn munur á gerð
þessara mynda fyrir mig og „crewið“,
fyrir okkur var þetta bara eitt stórt
verkefni. Gerðar jöfnum höndum
á sama hátt þannig að útlit mynd-
anna er í sama stíl og uppbygging
þeirra eins,“ segir Ragnar.
Þessar myndir báðar eru mjög
ódýrar, enda áttum við enga peninga
þegar við fórum af stað. Við vildum
bara gera bíómynd og gerðum þær í
raun á ástríðunni einni saman. Við
vissum að við værum með eitthvað í
höndunum sem skipti máli og von-
uðumst eftir að menn myndu átta
sig á því og að peningarnir myndu
skila sér að lokum, sem varð raunin.
Þetta var svona eins og að leggja af
stað með eina feita, stóra yfirdrátt-
arheimild en öllum kostnaði var
haldið algerlega í lágmarki.“
Svart-hvít mynd
„Það að myndin er svart-hvít
kom upphaflega til af sömu ástæðu.
Við vorum að spara, en persónurn-
ar verða líka fyrir bragðið skýrari og
skarpari. Þó að það væri fyrirfram
neikvætt vegna markaðssetningar
að gera myndirnar svart-hvítar er ég
mjög ánægður með eftiráviðbrögð
fólks sem finnst það virka vel. And-
lit leikaranna fá meira vægi enda
voru það þeir sem ég vildi fókusera
á. Vandamál sem venjulega tengjast
litum, eins og sviðsmynd og fleiru,
núlluðust út,“ segir Ragnar.
Óvænt viðbrögð erlendis
„Viðbrögðin erlendis komu mér
skemmtilega á óvart. Ég hafði von-
ast til að að minnsta kosti einn
dreifingaraðili myndi sýna Börn-
um áhuga þegar við sýndum hana
í Haugasundi í fyrra en það kom
verulega á óvart að allir vildu fá
hana og að þurfa að velja á milli.
Um leið vildu menn fá Foreldra
og það er mikill áhugi á að fá þær
á hátíðir víðs vegar um heim. Það
er orðið nokkuð ljóst að við fáum
fyrir kostnaði og allt bendir til að
menn fái jafnvel einhver laun fyrir
sína vinnu. Ég get ekki verið annað
en ánægður með útkomuna,“ segir
Ragnar að lokum.
kormakur@dv.is
Íslenskmillistéttarvandræði
kvikmynd
Leikrit Birgis sigurðssonar dagur vonar var frumsýnt í gær:
Græna ljósið
sýnir kvik-
myndir
Græna ljósið, dreifingar-
fyrirtæki Ísleifs Þórhallsson-
ar, hyggst frumsýna eina til
tvær myndir í hverjum mán-
uði árið um kring. Fyrirtæk-
ið frumsýndi nýlega mynd-
ina Little Miss Sunshine, sem
fengið hefur afar góða dóma
auk tveggja Golden Globe-til-
nefninga.
„Við viljum gera sýningará-
tak núna og höfum samið við
kvikmyndahúsin um að frum-
sýna eina til tvær myndir í mán-
uði. Höfuðstöðvarnar verða að
öllum líkindum í Regnbogan-
um. Auk þess höfum við samið
um að afnema íslenska hléið og
fækka auglýsingum, sem þýð-
ir að sýningin byrjar fyrr,“ sagði
Ísleifur í stuttu spjalli við DV.
Meðal væntanlegra mynda er
Venus með Peter O’Toole, sem
sýnir eftirminnilega frammi-
stöðu í hlutverki leikara sem
er kominn á efri ár, en yngist
allur upp við að kynnast óhefl-
aðri táningsstúlku. O’Toole er
er tilnefndur til Golden Globe-
verðlauna fyrir besta leik ársins
og þykir einnig líklegur til að
hreppa Óskarinn í febrúar.
Alþjóðlegur
menningar-
samningur
Ríkisstjórn Íslands sam-
þykkti á þriðjudag að stað-
festa samning 148 ríkja um að
vernda og styðja við fjölbreyti-
leg menningarleg tjáning-
arform frá 33. aðalráðstefnu
Menningarmálastofnun-
ar Sameinuðu þjóðanna
(UNESCO) 20. október 2005.
Samningurinn öðlast gildi 18.
mars. Markmið samningsins
er meðal annars að vernda
og stuðla að menningarlegri
fjölbreytni og skapa skil-
yrði fyrir auknum samskipt-
um á milli ólíkra menning-
arheima. Margvísleg ákvæði
eru í samningnum en meðal
annars heimilar hann ríkjum
að veita opinberum stofnun-
um, listamönnum og útvarpi
í almannaþágu fjárstyrki.
Einnig hvetur samningurinn
ríki til að skapa skilyrði fyrir
einstaklinga og hópa til list-
sköpunar og til þess að veita
þeim aðgang að menningar-
legum tjáningarformum ann-
arra þjóða. Grundvallaratriði
samningsins er réttur hvers
ríkis til að styðja og styrkja eig-
in menningu, jafnframt því
sem virða beri menningarleg-
ar afurðir annarra ríkja.