Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Blaðsíða 78
RappsýRa á stúd-
entakjallaRanum
Haldnir verða
heljarinnar
rapptónleikar
undir
yfirskriftinni
rappsýra og
hipp hopp
geðhvörf á
Stúdentakjall-
aranum á
laugardagskvöldið. Hljómsveitir
kvöldsins eru Forgotten Lores,
sem gaf út skífuna Frá heimsenda
fyrir jól, Bent sem einnig átti disk
í jólaflóðinu og þeir félagar Dóri
DNA & Daníel Deluxe. Margir
töldu íslenska rappið vera dautt
en eftir vel heppnaðar plötur frá
bæði Bent og Forgotten Lores er
víst að rappið er enn í fullum
blóma. Á staðnum verður ýmis
varningur til sölu frá böndunum,
til dæmis geisladiskar og bolir.
Húsið verður opnað kl. 21, kostar
1.000 krónur inn og 18 ára
aldurstakmark.
spennan eykst
í moRfís
Fyrstu umferð í Mælsku og
rökræðukeppni framhaldsskóla á
Íslandi, eða Morfís, er nú lokið.
Athygli vakti að ríkjandi meistari
Menntaskólinn í Reykjavík beið
lægri hlut fyrir Menntaskólanum
við Hamrahlíð, en þau
lið öttu kappi í
úrslitum í fyrra. Önnur
umferð fer fram nú í
janúarmánuði og
mætast þá
eftirfarandi lið:
Flensborg og FG,
MH og MS,
Kvennó og Borgó
og FB og VÍ. Úrslit
keppninnar verða
svo ljós í mars.
Reykjavík!
til Hollands
„Það má eiginlega segja að þetta
sé eins konar hollenskt Airwaves,
nema bara stærra,“ segir Haukur
S. Magnússon, gítarleikari
Reykjavík!, en piltarnir munu
spila í kvöld á Eurosonic-
hátíðinni í Gronigen þar sem
ungar og efnilegar hljómsveitir
koma fram. Á hátíðinni munu
meðal annars spila Peter Bjorn
and Jon, sem hafa verið bókaðir
hingað til lands seinna í mánuð-
inum. Haukur segir hljómsveitina
þó ekki stefna að heimsfrægð,
heldur sé þetta mun frekar gott
tækifæri til þess að fá að fara í
skemmtilega utanlandsferð.
föstudagur 12. janúar 200778 Helgarblað DV
Venni Páer í útrás
Athafnamaðurinn og grínarinn Vernharð Þorleifsson vinnur nú að því að koma þátt-
um sínum á markað í Evrópu. Vinna er þegar hafin við að gera enska og norska texta
við þættina og viðurkennir Vernharð að hann líti mikið til Magnúsar Scheving og
ævintýra hans um Latabæ.
Vernharð Þorleifsson hefur undanfarið vakið heilmikla athygli fyrir þætti sína um Venna Páer, sem sýndir hafa
verið á SkjáEinum. Venni er stór-
huga varðandi framtíð þáttanna og
stefnir hann nú með hugmyndina
um einkaþjálfarann út fyrir land-
steinana. „Ætli það megi ekki segja
að þetta sé á þýðingarstigi. Við
erum bara að texta þættina núna
og þetta er eiginlega allt í start-
holunum ennþá, við erum ekki en
búin að selja þættina erlendis, en
við erum að vinna í því núna.“
Dáist að Magnúsi Scheving
Að sögn Venna er verið að gera
enska og norska texta við þættina
um þessar mundir, ennþá er þó
óljóst hvenær þættirnir munu sjást
í bresku sjónvarpi. „Upphaflega,
þegar ég skrifaði handritið, þá hélt
ég að þetta yrði komið í sjónvarp-
ið eftir mánuð, en það tók tvö og
hálft ár. Þannig að ef ég er spurð-
ur núna segi ég að það verði byrjað
að sýna þáttinn í Bretlandi í sumar,
en það er náttúrulega bara bölvuð
vitleysa.“
Vernharð viðurkennir fúslega
að hann líti mikið til Magnúsar
Scheving í þessum efnum, enda
dáist hann að því sem Magnús hef-
ur náð að afreka. „Ég er svo sem
ekki í neinu sérstöku samstarfi
við Magnús, annað en það að ég
sýndi honum handritið að þáttun-
um þegar við vorum að byrja, en
það sem hann hefur náð að gera
er ótrúlegt. Magnús er maður sem
ákveður að gera eitthvað og ger-
ir það um leið. Ef hann hefði sagt
það fyrir 15 árum að hann
ætlaði að slá í gegn með
Latabæ, þá hefði fólk talið
hann vera klikkaðan.“
Getur slegið í gegn
Tvö fyrirtæki koma
nú að útrás Venna
Páer, en það eru Max
Páer og Filmumenn,
sem bæði koma að
þáttunum á SkjáEin-
um. „Ég tel mig alla-
vega vera með söluvöru
í höndunum sem get-
ur slegið í gegn, en svo
kemur bara í ljós hvort
við getum selt þetta. Ég
er með breitt bak og
get lagt ýmislegt á mig.
Ég er allavega mjög
bjartsýnn á þetta æv-
intýri.“
valgeir@dv.is
„Ég og nokkrir félagar erum að
setja á laggirnar nýja hljómsveit
sem heitir The Handsome Gang,“
segir Guðni Rúnar Gunnarsson að-
spurður en hann er betur þekktur
undir nafninu Mr. Handsome. „Það
eru þegar komnir nokkrir meðlim-
ir. Til dæmis Pétur Jökull sem spilar
með mér á hljómborð í Dr. Mister og
Mr. Handsome, Frosti Jón sem var í
hljómsveitinni Klink og fleiri góðir.
Við eigum svo eftir að finna tromm-
ara líka. Það gæti líka verið að Siggi
Lauf verði með okkur í þessu verk-
efni.“ En Guðni spilar með Sigurði
Laufdal í næsta lagi
sem hann sendir frá
sér. Sigurður hef-
ur verið að gera það
gott með lagi sínu Í
frelsarans nafni á út-
varpsstöðvum lands-
ins en hann er son-
ur hins góðkunna
trúbadors Guðlaugs
Laufdal.
„Tónlistin verð-
ur eins konar fram-
tíðarþungarokk með
smá teknóívafi,“ seg-
ir Guðni um þá tón-
listarstefnu sem The
Handsome Gang mun
aðhyllast. „Þetta verður
samt meira bara bland
úr öllum áttum frekar
en einhver ein ákveð-
in stefna.“ Guðni talar
einnig um að hafa sett
sig í samband við Rott-
weilerhundinn Bent
um að rappa með þeim
félögum.
„Dr. Mister & Mr.
Handsome eru komnir
í góða pásu núna. Allavega fram
á sumar,“ segir Guðni en hljóm-
sveitin mun leika á sínum síð-
ustu tónleikum í óákveðinn tíma
á Broadway annað kvöld. Hann
neitar því að hljómsveitin sé að
leggja upp laupana. Guðni seg-
ir þá félaga ennþá stefna að því
að gefa út sína aðra plötu sem þeir
eru þegar byrjaðir að vinna í.
asgeir@dv.is
Guðni Rúnar Gunnarsson úr Dr. Mister & Mr. Handsome er forsprakki nýrrar
hljómsveitar sem ber nafnið The Handsome Gang
Mr. HandsoMe Með nýtt band
Guðni Rúnar Gunnarsson
forsprakki nýju hljómsveitarinn-
ar the Handsome gang.
Dr. Mister & Mr.
Handsome taka sér langa
pásu eftir tónleikana á
Broadway annað kvöld.