Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.2007, Qupperneq 86
FÖSTUDAGUR 12. jAnúAR86 Helgarblað DV
Elma Lísa Gunnarsdóttir leik-kona hefur í mörg horn að líta þessa dagana. Hún æfir í tveim-
ur verkum sem sett verða upp í Þjóð-
leikhúsinu, átti góða spretti í Ára-
mótaskaupinu og er hluti leikhópsins
Sokkabandið sem hefur starfað í
fjögur ár. Á mánudaginn tilkynnti
menntamálaráðherra að Sokkaband-
ið hljóti 5,2 milljóna króna styrk til
uppsetningar á nútímasöngleiknum
Hér og nú sem leikhópurinn ætlar að
semja í samvinnu við Baggalút.
Það er ákveðin rútína í gangi hjá mér alla morgna: Ég stilli á Rás 2 í útvarpinu, fer í sturtu, fæ mér
„boost“ og borða
morgunmat. Ég
þarf alltaf að eiga
stund með sjálfri mér áður en vinnu-
dagurinn hefst. Það er augljóst að það
er ískalt úti...
Góða úlpan sem ég fékk í jóla-gjöf kemur að góðum not-um þar sem ég geng niður á
Hverfisgötu. Það
eru fáir á ferli; það
er dimmt og kalt,
en ég er með gleði í hjarta. Ég veit
nefnilega af gulrótinni sem bíður mín
síðar í dag: Styrknum til uppsetning-
ar á söngleiknum Hér og nú. Kaupi
mér kaffi latte í götumáli á Gráa kett-
inum...
Við erum að hefja samlestur á leikritinu Legi eftir Hugleik Dagsson. Leikararnir eru tíu
og Stefán Jónsson
leikstjórinn. Við
höfum verið við
dans- og söngæfingar, en frumsýn-
ingin verður 3. mars. Þetta verk er al-
gjör snilld!...
Hádegishlé. Til að lifa daginn af finnst mér nauðsynlegt að borða góðan hádegis-
mat. Í dag er fiskur
á borðum í mötu-
neyti Þjóðleikhúss-
ins. Eðlilega er nokkuð verið að ræða
styrkveitingar til leikhúsa og leikhópa
og það er verið að óska mér til ham-
ingju. Það er mikið að gera þessa dag-
ana, þar sem ég er að æfa í tveimur
leikritum, Legi og Sælueyjunni í leik-
stjórn Maríu Ellingsen. Það leikrit er
vísindaskáldskapur með áherslu á
erfðavísindi og frumsýning verður
föstudaginn 19. janúar...
Æfingum lauk klukkan fjög-ur og þá lagði ég af stað nið-ur í Iðnó. Þar var hápunkt-
ur dagsins, þegar
ég tók á móti styrk
frá Leiklistarráði
ásamt félögum mínum í leikhópnum
Sokkabandinu. Styrkurinn er veitt-
ur til verksins Hér og nú, sem er nýtt
íslenskt verk, samið af okkur í Sokka-
bandinu og Baggalúti. Þetta verður
nútímasöngleikur, byggður á glans-
tímaritum og snillingarnir í Baggalúti
sjá um tónlistina. Við stefnum á frum-
sýningu í haust...
Það er mikið talað og hlegið á Horninu, þangað sem ég er mætt til að halda upp á styrk-
veitinguna með
því að fá mér pítsu
með eiginmanni
mínum og vinum. Ég verð þó að fara
snemma heim, því á morgun byrja
æfingar snemma. Það var heppilegt
að eiga æfingafrí í kvöld, en þessa dag-
ana æfi ég fyrst frá tíu á morgnana til
fjögur og svo aftur frá sjö á kvöldin til
ellefu. Gat samt ekki stillt mig um að
horfa á einn þátt af 24 áður en ég kom
mér í háttinn...
Dagur í lífi
Elmu Lísu Gunnarsdóttur
Miðvikudagur 10. janúar
kl. 8.30
kl. 16.30
að lokum
kl. 19.00
kl. 10.00
kl. 9.30
Hvalur á haugum
Helmingurinn af hvölunum,
sem veiddust hjá
Hvalstöðinni
fyrir jól, er
nú kominn á
haugana í Fífl-
holtum. Það
er sá hluti,
sem áður fór
í bræðslu. Ekki
hefur gengið neitt
að selja hinn helminginn, þótt
ætla megi, að hvalveiðisinnar
geti skotið saman fyrir kostn-
aði. Kannski verður kjötið gefið
eins og við gáfum Bandaríkja-
mönnum lambakjöt áður en
þeir neituðu að skipta við okkur.
Útrásarmenn íslenzka hagkerf-
isins kvarta sáran yfir hvalveið-
unum. Þær eru bara neyðaróp
þjóðrembdra, sem ekki vilja láta
aðra segja okkur fyrir verkum
og vilja væntanlega borga fyrir
þann lúxus.
Raunsæismennirnir
Ég vil ekki taka þátt í að niður-
greiða raforku frá Kárahnjúk-
um. Mér finnst, að
stuðningsmenn
orkuversins
eigi að gera
það ein-
ir. Ég vil ekki
taka þátt í að
niðurgreiða
lambakjöt til
útflutnings. Mér
finnst, að stuðningsmenn sauð-
fjárræktar eigi að gera það einir.
Ég vil ekki taka þátt í að niður-
greiða hvalveiðar. Mér finnst,
að stuðningsmenn hvalveiða
eigi að gera það einir. Mér finnst
út í hött, að menn geti talið sig
raunsæismenn út á stuðning við
arfavitlausar stjórnvaldsgerðir.
Mér finnst, að þeir eigi að borga
brúsann eða þegja öðrum kosti.
Olían í fókus
Heildarmagn olíulinda minnk-
ar. Fyrir hverjar tvær tunnur,
sem notaðar eru, finnast lindir,
sem jafngilda einni tunnu. Um
þetta mun heims-
pólitíkin snú-
ast næstu tvo
áratugina. Á
þeim tíma
mun fram-
leiðslan byrja
að minnka og
olíuverð rísa til
skýjanna. Rússar munu fljótt
klára sína olíu. Nánast öll olía á
heimsmarkaði mun þá koma frá
Persaflóa. Sólarorka og vetnis-
orka er eina leiðin úr þessum
vanda og úr vanda loftmengun-
ar. Þeir munu hrynja, sem harð-
ast berjast um olíuna, einkum
Bandaríkin. Hinir munu lifa af,
sem treysta á sól og vetni. En við
þurfum greinilega
að hraða vetni-
svæðingu.
jonas@
hestur.is
veðrið um Helgina ritstjorn@dv.is
LaugaRdaguR
7
4
5
7
3
6
3
9
3
2
7
1
510
3
5
3
8
0
3
1
1
7
3
8
10
2
2
0
5
5
5
5
2
5
3
1 8
3
SunnudaguR
Þetta var
góður leikur!
Snjór og kuldi
„Ég er auðvitað afar ánægður
með þetta,“ segir Hugleikur Dagsson
um þær fregnir að
bókin hans Should
You Be Laughing
at This hafi selst í
10.000 eintökum
í Bretlandi. Bók-
in er ensk þýð-
ing á Forðist okk-
ur sem kom út
hér heima fyrir
nokkrum árum.
Hún hefur selst í
um 5.000 eintök-
um hérlendis en
allar útgáfur á
bókum Hugleiks
hafa selst upp
hér heima. „Ég veit í rauninni ekkert
um framhaldið eða hvað tekur við
varðandi útgáfuna. Það eina sem ég
hef í höndunum um þessar mundir
eru sölutölurnar.“
10.000 eintök á nokkrum
vikum
„Eitt af undirforlögum Penguin-
útgáfunnar í Bretlandi gaf bókina út
þar undir lok ársins 2006,“ segir Egill
Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri
JPV útgáfu sem hefur gefið út bækur
Hugleiks hér heima. „Penguin ákvað
að gefa út innbundna útgáfu af bók-
inni til að sjá hvernig henni gengi
áður en hún væri sett í kilju og fyrstu
tölur segja okkur að það séu farin
um 10.000 eintök af bókinni á aðeins
nokkrum vikum.“
„Bókin hefur líka fengið mikla at-
hygli í blöðum í Bretlandi og meðal
annars hafa birst greinar og fréttir
um hana í blöðum eins og The Gu-
ardian og The Irish Sun sem er syst-
urblað The Sun,“ segir Egill og tekur
einnig fram að vegna velgengninnar
og frumsýningar á söngleiknum Leg
eftir Hugleik verði bókin gefin aftur
út á Íslandi.
Stefnt á útgáfu um allan heim
„Enn sem komið er hefur bók-
in bara komið út í Bretlandi en það
styttist í útgáfu hennar í Bandaríkj-
unum, Þýskalandi, Danmörku, Nor-
egi og hugsanlega Ástralíu og Ítalíu,“
segir Egill og telur líklegra en ekki að
fleiri lönd bætist í hópinn.
„Upphaflega var ætlunin að gefa
út þessa þýðingu af Forðist okkur og
sjá hvernig Bretarnir tækju í hana og
það er bara ekki við öðru að búast
eftir þetta en að þeir vilji gefa út allt
sem Hugleikur hefur gert.“
asgeir@dv.is
kl. 12.00
Hugleikur dagsson gaf út bókina Forðist okkur í Bretlandi rétt
fyrir áramót og hefur hún þegar selst í þúsundum eintaka:
Hugleikur selur 10.000
bækur í bretlandi
„Það er útlit fyrir það að áfram
verði fremur kalt á landinu um helg-
ina, einkum þó norðan- og norðaust-
anlands. Lægðirnar halda áfram að
fara til austurs fyrir sunnan landið og
við sitjum í lofti sem er af vestrænum
uppruna,“ segir Einar Sveinbjörns-
son, veðurfræðingur.
Hann segist reikna með því að
vindurinn verði svona almennt séð
fremur hægur á landinu.
„Það sem meira er að við eigum
eftir að sjá snjókomu og sums staðar
í sæmilegu magni. Einna síst er búist
við að það snjói um landið norðaust-
anvert. Eins og svo oft áður þegar loft-
ið yfir landinu kemur úr vestri raðast
gjarnan upp éljagarðar og snjókomu-
bakkar með ýmsu móti sem berast
með vindi inn á landið sunnan- og
vestanvert. Smálægðir eiga það líka
til að myndast í þessu lofti suðvestur-
undan án þess endilega að tölvulíkön
nái myndun þeirra,“ segir Einar.
Hversu mikið mun snjóa og hvar,
eru einmitt helstu óvissuþættir veð-
urspár helgarinnar, ásamt því að um
tíma gæti blásið eitthvað hressilegar
en segir á veðurkortunum að neðan,
að sögn Einars.
Egill Örn Jóhannsson
Framkvæmdastjóri jPV segir stefnt á útgáfu
í fjölmörgum löndum.
Ánægður huglEikur Should You Be
Laughing at This rokselst í Bretlandi.
kolsvartur húmor
Bretar virðast kunna að meta miskunnarlausan húmor Hugleiks.