Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Blaðsíða 6
föstudagur 16. mars 20076 Fréttir DV
InnlendarFréttIr
ritstjorn@dv.is
ESB-aðild ekki
á dagskrá
Þögnin um Evrópusam-
bandið í eldhúsdagsrumræð-
um sýnir að málið er ekki á
dagskrá, segir Einar K. Guð-
finnsson sjávarútvegsráð-
herra.
Einar segir að svo virðist
sem Samfylkingin ætli að
forðast umræðu um Evrópu-
sambandið. Þetta segir hann
ofurskiljanlegt í ljósi þess að í
kosningabaráttunni fyrir fjór-
um árum hafi Samfylkingin
reynt að koma málinu á dag-
skrá kosningabaráttunnar en
dregið í land.
Þetta segir Einar í pistli
á heimasíðu sinni. Þar segir
hann jafnframt að þrátt fyrir
allt tal Evrópusambandssinna
um þörfina á upplýstri um-
ræðu sé sá áhugi meiri í orði
en á borði. Það sýni áhuga-
leysi þingmanna þegar eng-
inn þingmaður utan Evrópu-
nefndar lagði á sig 50 metra
göngu á fund með forsvars-
mönnum sjávarútvegsmála
hjá Evrópusambandinu.
Fíkniefnahundar lögreglunnar
og tollgæslunnar fá mun meiri þjálf-
un en fíkniefnahundur sem er verið
að undirbúa fyrir fangelsið á Litla-
hrauni. Þorsteinn Hraundal rann-
sóknarlögreglumaður sem þjálfar
hundinn fyrir Fangelsismálastofn-
un segir þjálfunina taka fjórar til
fimm vikur. Steinar Gunnarsson, yf-
irhundaþjálfari ríkislögreglustjóra,
segir þjálfun hunda fyrir lögregluna
og tollgæsluna taka að minnsta kosti
sex mánuði.
Hestur sparkaði í hund
Þorsteinn segir að hann hafi ver-
ið langt kominn með þjálfun hunds
af Springer Spaniel kyni þegar hann
drapst þar þegar hestur sparkaði í
hann þar sem hann var með hund-
inn í hesthúsahverfi í Reykjavík.
Hundinn hafði Þorsteinn fengið frá
fólki sem átti tvo hunda af sama kyni
og var tilbúið að láta annan í það
verðuga verkefni að verða fíkniefna-
hundur. Þorsteinn hefur þegar hafi
þjálfun á örðum hundi sem hann átti
heima hjá sér. Þann hund hafði hann
ætlað að þjálfa fyrir nokkru en ekkert
varð úr fyrr en nú. „Hann er byrjað-
ur í þjálfun en á meðan hann er ekki
tilbúinn hafa lögreglan og tollurinn
skipst á að leita á Litla-hrauni,“ segir
Þorsteinn.
Fólk sem þekkir til leitarhunda
hafa sagt ómögulegt að þjálfa hund
til fíkniefnaleitar á aðeins fjórum
til fimm vikum eins og Þorsteinn
hyggst gera. „Ég treysti mér ekki til
þess,“ segir Steinar Gunnarsson, yfir-
hundaþjálfari ríkislögreglustjóra, að-
spurður hvort hann geti þjálfað fíkni-
efnahund á fimm vikum. Að öðru
leyti vill Steinar ekki tjá sig um þjálf-
un Þorsteins á hundinum fyrir Fang-
elsismálastofnun. Björn Bjarnason
dómsmálaráðherra veitti fjármagni
til þessað kosta þjálfun fíkniefna-
hunds og ráða umsjónarmann fyrir
hundinn og til kaupa á bíl fyrir þá, en
nota á hundinn til leitar í fangelsum
landsins.
Hundar í skapgerðarpróf
Steinar sér nú um þjálfun fíkni-
efnahunds fyrir lögregluna á Selfossi.
Tíkin heitir Bea og fór hún í gegnum
strangt skapgerðarpróf í Bretlandi
áður til að kanna möguleika henn-
ar til fíkniefnaleitar.Eftir að Bea hafi
uppfylt ströngustu skilyrði var hún
seld til Noregs en tollurinn þar lét
hana eftir til Íslands þar sem ekki
fannst annar hentugur hundur í
Bretlandi á þeim tíma. „Í Noregi var
búið að þjálfa hana í um það bil einn
mánuð og svo verður hann hjá mér
í tvo og hálfan mánuði áður en hún
verður kynnt fyrir framtíðarþjálfara
sínum,” segir Steinar. Eftir að nýji
þjálfarinn og Bea hafa kynnst fara
þau á mánaðar námskeið hjá lög-
regluskólanum í sumar. Síðan starfa
þau saman í tvo til þrjá mánuði undir
eftirliti og ef hundurinn stenst starfs-
leyfisúttekt er hundurinn fullnema.
„Ef allt gengur upp er hundurinn til-
búinn eftir um hálft ár,“ segir Steinar.
Hjördís rut sigurjónsdóttir
blaðamaður skrifar: hrs@dv.is
Fíkniefnahundur fyrir Fangelsismálastofnun fær mun minni þjálfun en fíkniefnahund-
ar lögreglunnar og tollsins. Fyrsti hundurinn sem átti að koma á Litla-Hraun dó þegar
hestur sparkaði í hann. Að sögn þjálfarans er stutt í að næsti fíkniefnahundurinn fyrir
fangelsið verði tilbúinn.
Kisa, steinar og Bea Kisa er í
eigu steinars en hann þjálfar
Beu fyrir lögregluna á selfossi.
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra
Veitti fjármagni til þjálfunar fíkniefna-
hunds fyrir fangelsismálastofnun.
Fangelsishundurinn
fær mun minni þjálfun
Ávana- og fíkniefnadeild lögregl-
unnar er að ljúka rannsókn á til-
raun til innflutnings á um fjórtán kg.
af hassi og 200 grömmum af kóka-
íni. Unnið hefur verið að rannsókn-
inni síðan í október á síðasta ári.
Rannsóknin hefur verið í samvinnu
við dönsk og þýsk yfirvöld. Fjórir
einstaklingar voru hnepptir í gæslu-
varðhald vegna málsins hér á landi
en þeim hefur verið sleppt. Efnin
fundust í bíl sem fluttur var inn frá
Danmörku.
Einn íslenskur karlmaður á þrí-
tugsaldri var eftirlýstur erlendis
vegna gruns um aðild að málinu og
var hann handtekinn af þýskum yfir-
völdum í janúar síðastliðnum. Hann
var í Bremen þegar hann var hand-
tekinn. Upp um hann komst þeg-
ar hann ætlaði að taka út peninga í
þýskum banka í bænum. Þá kom í
ljós að vegabréfið hans var útrunnið
sem varð til þess að lögreglan fletti
honum upp í Interpol. Raunin var sú
að hann var eftirlýstur vegna fíkni-
efnamálsins hér heima en að auki
var hann með hass í ferðatöskunni
sinni. Hann situr nú í haldi þar vegna
rannsóknarinnar. Maðurinn er á þrí-
tugsaldri og starfaði sem kokkur í
Danmörku. Ekki er ljóst hver tengsl
hans eru við fíkniefnainnflutninginn
hér á landi.
Lögreglumenn frá Íslandi luku yf-
irheyrslum yfir honum í Þýskalandi
í síðustu viku. Yfirheyrslur í málinu
hafa einnig staðið yfir hér á landi á
undanförnum dögum. Málið er nú á
lokastigi og verður sent ríkissaksókn-
ara til ákærumeðferðar á næstunni.
Fimm handteknir vegna hasssmygls:
fíkniefnarannsókn að ljúka
rannsókn á lokastigi
Ávana- og fíkniefnalögreglan er
kominn á lokarannsóknarstig með
umfangsmikið fíkniefnamál..
Ný heilsuvernd
Heilsuverndarstöðin á Bar-
ónsstíg gengur í endurnýjun
lífdaga í formi einkarekinn-
ar heilsuverndar. Hlutafélagið
Heilsuverndarstöðin mun bjóða
upp á heilsuverndarþjónustu í
húsinu sem áður hýsti Heilsu-
verndarstöðina sem nú hefur
verið flutt í Mjódd.
Heildstæð stefna í heilbrigð-
isvernd þýðir, að sögn Maríu
Bragadóttur, að allir þeir sér-
fræðingar sem starfa muni und-
ir merkjum fyrirtækisins muni
leitast eftir að fylgja stefnu sem
lögð verður fram af fagráði fyrir-
tækisins. „Við leggjum áherslu á
forvarnir og aðra fyrirbyggjandi
starfsemi auk endurhæfingar,“
segir María og segir að starfsem-
in verði að einhverju leyti mót-
uð af þeirri góðu reynslu sem
Heilsuhúsið á Suðurlandsbraut
geti státað af.
ný heilsuvernd
Alþjóðaháskóli
við flugvöllinn
Stór hluti kennslunnar fer
fram á ensku í alþjóðlega háskól-
anum sem starfræktur verður á
Keflavíkurflugvelli, þar sem áður
voru bækistöðvar Varnarliðsins.
Þetta segir Runólfur Ágústsson,
fyrrum rektor á Bifröst sem er
einn þeirra sem standa að skól-
anum.
Runólfur segir að námið verði
þríþætt, í fyrsta lagi verður frum-
greinadeild sem kennd verður á
íslensku, í öðru lagi starfstengt
nám sem verður kennt á ensku
og íslensku, og í þriðja lagi al-
þjóðlegt nám sem kennt verður
á ensku. „Við teljum að íslensk-
ir háskólar hafi vanrækt bæði
starfstengda námið sem og hið
alþjóðlega nám,“ segir Runólf-
ur og bendir á að flugvirkjar hafi
ætíð þurft að nema erlendis auk
þess sem mjög fáir erlendir nem-
ar séu hér á landi.