Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Blaðsíða 6
föstudagur 16. mars 20076 Fréttir DV InnlendarFréttIr ritstjorn@dv.is ESB-aðild ekki á dagskrá Þögnin um Evrópusam- bandið í eldhúsdagsrumræð- um sýnir að málið er ekki á dagskrá, segir Einar K. Guð- finnsson sjávarútvegsráð- herra. Einar segir að svo virðist sem Samfylkingin ætli að forðast umræðu um Evrópu- sambandið. Þetta segir hann ofurskiljanlegt í ljósi þess að í kosningabaráttunni fyrir fjór- um árum hafi Samfylkingin reynt að koma málinu á dag- skrá kosningabaráttunnar en dregið í land. Þetta segir Einar í pistli á heimasíðu sinni. Þar segir hann jafnframt að þrátt fyrir allt tal Evrópusambandssinna um þörfina á upplýstri um- ræðu sé sá áhugi meiri í orði en á borði. Það sýni áhuga- leysi þingmanna þegar eng- inn þingmaður utan Evrópu- nefndar lagði á sig 50 metra göngu á fund með forsvars- mönnum sjávarútvegsmála hjá Evrópusambandinu. Fíkniefnahundar lögreglunnar og tollgæslunnar fá mun meiri þjálf- un en fíkniefnahundur sem er verið að undirbúa fyrir fangelsið á Litla- hrauni. Þorsteinn Hraundal rann- sóknarlögreglumaður sem þjálfar hundinn fyrir Fangelsismálastofn- un segir þjálfunina taka fjórar til fimm vikur. Steinar Gunnarsson, yf- irhundaþjálfari ríkislögreglustjóra, segir þjálfun hunda fyrir lögregluna og tollgæsluna taka að minnsta kosti sex mánuði. Hestur sparkaði í hund Þorsteinn segir að hann hafi ver- ið langt kominn með þjálfun hunds af Springer Spaniel kyni þegar hann drapst þar þegar hestur sparkaði í hann þar sem hann var með hund- inn í hesthúsahverfi í Reykjavík. Hundinn hafði Þorsteinn fengið frá fólki sem átti tvo hunda af sama kyni og var tilbúið að láta annan í það verðuga verkefni að verða fíkniefna- hundur. Þorsteinn hefur þegar hafi þjálfun á örðum hundi sem hann átti heima hjá sér. Þann hund hafði hann ætlað að þjálfa fyrir nokkru en ekkert varð úr fyrr en nú. „Hann er byrjað- ur í þjálfun en á meðan hann er ekki tilbúinn hafa lögreglan og tollurinn skipst á að leita á Litla-hrauni,“ segir Þorsteinn. Fólk sem þekkir til leitarhunda hafa sagt ómögulegt að þjálfa hund til fíkniefnaleitar á aðeins fjórum til fimm vikum eins og Þorsteinn hyggst gera. „Ég treysti mér ekki til þess,“ segir Steinar Gunnarsson, yfir- hundaþjálfari ríkislögreglustjóra, að- spurður hvort hann geti þjálfað fíkni- efnahund á fimm vikum. Að öðru leyti vill Steinar ekki tjá sig um þjálf- un Þorsteins á hundinum fyrir Fang- elsismálastofnun. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra veitti fjármagni til þessað kosta þjálfun fíkniefna- hunds og ráða umsjónarmann fyrir hundinn og til kaupa á bíl fyrir þá, en nota á hundinn til leitar í fangelsum landsins. Hundar í skapgerðarpróf Steinar sér nú um þjálfun fíkni- efnahunds fyrir lögregluna á Selfossi. Tíkin heitir Bea og fór hún í gegnum strangt skapgerðarpróf í Bretlandi áður til að kanna möguleika henn- ar til fíkniefnaleitar.Eftir að Bea hafi uppfylt ströngustu skilyrði var hún seld til Noregs en tollurinn þar lét hana eftir til Íslands þar sem ekki fannst annar hentugur hundur í Bretlandi á þeim tíma. „Í Noregi var búið að þjálfa hana í um það bil einn mánuð og svo verður hann hjá mér í tvo og hálfan mánuði áður en hún verður kynnt fyrir framtíðarþjálfara sínum,” segir Steinar. Eftir að nýji þjálfarinn og Bea hafa kynnst fara þau á mánaðar námskeið hjá lög- regluskólanum í sumar. Síðan starfa þau saman í tvo til þrjá mánuði undir eftirliti og ef hundurinn stenst starfs- leyfisúttekt er hundurinn fullnema. „Ef allt gengur upp er hundurinn til- búinn eftir um hálft ár,“ segir Steinar. Hjördís rut sigurjónsdóttir blaðamaður skrifar: hrs@dv.is Fíkniefnahundur fyrir Fangelsismálastofnun fær mun minni þjálfun en fíkniefnahund- ar lögreglunnar og tollsins. Fyrsti hundurinn sem átti að koma á Litla-Hraun dó þegar hestur sparkaði í hann. Að sögn þjálfarans er stutt í að næsti fíkniefnahundurinn fyrir fangelsið verði tilbúinn. Kisa, steinar og Bea Kisa er í eigu steinars en hann þjálfar Beu fyrir lögregluna á selfossi. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra Veitti fjármagni til þjálfunar fíkniefna- hunds fyrir fangelsismálastofnun. Fangelsishundurinn fær mun minni þjálfun Ávana- og fíkniefnadeild lögregl- unnar er að ljúka rannsókn á til- raun til innflutnings á um fjórtán kg. af hassi og 200 grömmum af kóka- íni. Unnið hefur verið að rannsókn- inni síðan í október á síðasta ári. Rannsóknin hefur verið í samvinnu við dönsk og þýsk yfirvöld. Fjórir einstaklingar voru hnepptir í gæslu- varðhald vegna málsins hér á landi en þeim hefur verið sleppt. Efnin fundust í bíl sem fluttur var inn frá Danmörku. Einn íslenskur karlmaður á þrí- tugsaldri var eftirlýstur erlendis vegna gruns um aðild að málinu og var hann handtekinn af þýskum yfir- völdum í janúar síðastliðnum. Hann var í Bremen þegar hann var hand- tekinn. Upp um hann komst þeg- ar hann ætlaði að taka út peninga í þýskum banka í bænum. Þá kom í ljós að vegabréfið hans var útrunnið sem varð til þess að lögreglan fletti honum upp í Interpol. Raunin var sú að hann var eftirlýstur vegna fíkni- efnamálsins hér heima en að auki var hann með hass í ferðatöskunni sinni. Hann situr nú í haldi þar vegna rannsóknarinnar. Maðurinn er á þrí- tugsaldri og starfaði sem kokkur í Danmörku. Ekki er ljóst hver tengsl hans eru við fíkniefnainnflutninginn hér á landi. Lögreglumenn frá Íslandi luku yf- irheyrslum yfir honum í Þýskalandi í síðustu viku. Yfirheyrslur í málinu hafa einnig staðið yfir hér á landi á undanförnum dögum. Málið er nú á lokastigi og verður sent ríkissaksókn- ara til ákærumeðferðar á næstunni. Fimm handteknir vegna hasssmygls: fíkniefnarannsókn að ljúka rannsókn á lokastigi Ávana- og fíkniefnalögreglan er kominn á lokarannsóknarstig með umfangsmikið fíkniefnamál.. Ný heilsuvernd Heilsuverndarstöðin á Bar- ónsstíg gengur í endurnýjun lífdaga í formi einkarekinn- ar heilsuverndar. Hlutafélagið Heilsuverndarstöðin mun bjóða upp á heilsuverndarþjónustu í húsinu sem áður hýsti Heilsu- verndarstöðina sem nú hefur verið flutt í Mjódd. Heildstæð stefna í heilbrigð- isvernd þýðir, að sögn Maríu Bragadóttur, að allir þeir sér- fræðingar sem starfa muni und- ir merkjum fyrirtækisins muni leitast eftir að fylgja stefnu sem lögð verður fram af fagráði fyrir- tækisins. „Við leggjum áherslu á forvarnir og aðra fyrirbyggjandi starfsemi auk endurhæfingar,“ segir María og segir að starfsem- in verði að einhverju leyti mót- uð af þeirri góðu reynslu sem Heilsuhúsið á Suðurlandsbraut geti státað af. ný heilsuvernd Alþjóðaháskóli við flugvöllinn Stór hluti kennslunnar fer fram á ensku í alþjóðlega háskól- anum sem starfræktur verður á Keflavíkurflugvelli, þar sem áður voru bækistöðvar Varnarliðsins. Þetta segir Runólfur Ágústsson, fyrrum rektor á Bifröst sem er einn þeirra sem standa að skól- anum. Runólfur segir að námið verði þríþætt, í fyrsta lagi verður frum- greinadeild sem kennd verður á íslensku, í öðru lagi starfstengt nám sem verður kennt á ensku og íslensku, og í þriðja lagi al- þjóðlegt nám sem kennt verður á ensku. „Við teljum að íslensk- ir háskólar hafi vanrækt bæði starfstengda námið sem og hið alþjóðlega nám,“ segir Runólf- ur og bendir á að flugvirkjar hafi ætíð þurft að nema erlendis auk þess sem mjög fáir erlendir nem- ar séu hér á landi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.