Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Blaðsíða 42
föstudagur 16. mars 200742 Helgarblað DV
Hvaða Borg er þér
eftirminnilegust?
Páll Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ferðafélags Íslands
Þeir eru óteljandi staðirnir þar sem furður íslenskrar náttúru hafa heillað mann
upp úr skónum. Þó langar mig að nefna Torfajökulssvæðið og Landmannalaugar
og litadýrðina þar og þá sérstaklega þegar heilu fjöllin og náttúran í heild skipta
litum eftir því hvernig sólin skín eða skýin dansa á himni. Þórsmörk geymir líka
endalausa furðuheima. Dettifoss, aflið í honum og einhver undarlegur drungi
hans hafði líka mjög sérstök áhrif á mig.
Ágúst Bogason, útvarpsmaður á Rás 2
Án nokkurs vafa er það Útvarpshúsið í Efstaleiti. Hvergi hef ég fundið jafn fjöl-
breytilegt mannlíf og einmitt hér; fólk af ýmsu sauðahúsi með fjölbreyttar skoð-
anir á öllu undir sólinni. Sem strákur kom ég stundum með pabba í Útvarpshúsið,
sem þá var niður á Skúlagötu, og þá virkaði þessi stofnun mjög spennandi á mig –
einmitt sakir hinnar menningarlegu fjölbreytni sem hér ræður ríkjum. Og ég held
satt að segja að Útvarpið hafi orðið skrítnara en jafnframt skemmtlegra síðan þá
–ef eitthvað er. Sumir hafa svo viljað kalla Útvarpshúsið hið tátimbraða musteri
meðalmennskunnar, en ég tek enga afstöðu til þess og læt liggja milli hluta hvaða
meining liggur að baki þessum orðum.
Sigurður G. Tómasson, útvarpsmaður
Óvenjulegasti staður sem ég hef komið á, hugsa ég að sé farfuglaheimilið í Valencie í Suður
Frakklandi. Þetta hús var á milli hraðbrauta og stóð nánast á umferðareyju. Það hafði brunnið
en mestu leifarnar höfðu verið skafnar innan úr húsinu. Þó stóðu eftir kolaðir raftar og sótug
þil. Það eru meira en þrjátíu ár síðan við hjónin komum þarna, en þá vorum við á puttaferða-
lagi um sunnanverða Evrópu. Væntanlega rís þó hæst í minningunni úr þessu húsi, þegar ég
fór á klósettið að morgni og ætlaði að sturta niður. Klósettið var þessi venjulega franska gerð,
það eru fótspor og gat í gólfinu - en klósettkassann vantaði, enda reyndist þetta apparat vera
klósett og sturta í einu lagi. Þetta hef ég hvergi séð annarsstaðar – né nokkuð þessu líkt.
Helgi Seljan Kastlýsingur:
Ætli það sé ekki kúbanskur bar í Harlem í New
York sem ég heimsótti einu sinni. Það sem mér
fannst furðulegt við hann var hve margir af
gestunum sáu ástæðu til að bera vopn. Þarna
gengu menn um með hnífa í buxnastrengjun-
um. Ég var allt of mikill sveitamaður í mér til að
átta mig á ástæðunni fyrir vopnaburðinum en
þetta voru annars allt fínustu náungar.