Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Blaðsíða 34
föstudagur 16. mars 200734 Sport DV Pétur Marteinsson er kominn heim eftir ellefu ár í atvinnumennskunni og mun hann spila með KR í Lands- bankadeildinni í sumar. Þetta er mikill liðsstyrkur fyrir vesturbæjar- liðið en Pétur segir fyrstu vikurn- ar síðan hann kom heim hafa ver- ið mjög góðar. „Það hafa vissulega verið ákveðin viðbrigði enda hef ég búið erlendis í ellefu ár, en þetta er eitthvað sem maður hafði búið sig undir. Það er frábært að vera kom- inn heim til vina og fjölskyldu og svo lýst mér vel á þetta hjá KR, þetta eru mjög skemmtilegir strákar og vel haldið á spilunum þarna,“ segir Pét- ur Marteinsson. Pétur kemur til KR frá sænska liðinu Hammarby en þar var hann í miklum metum. „Fjölskyldan hafði rætt um það í nokkurn tíma hvort það væri rétt að fara heim þar sem við höfðum það mjög gott úti. Við eignuðumst dóttur ekki alls fyrir löngu og vildum að hún fengi að al- ast upp í kringum fjölskyldu og vini. Konan fékk vinnu hérna og var tek- in sú ákvörðun að koma heim. Mig langaði að halda áfram í boltanum, ekki síst þar sem maður hefur verið talsvert meiddur undanfarið og ég vildi reyna að klára þetta með stæl. Svo vildi maður komast inn í íslenskt samfélag aftur með því að vera í bolt- anum,“ segir Pétur. Ekki sama fólkið hjá Fram Mörg félög hér á landi vildu fá Pét- ur en KR varð fyrir valinu. „Við flutt- um í Vesturbæinn og búum mjög ná- lægt KR-vellinum. Mér hefur alltaf litist vel á KR, þetta er skemmtilegt hverfislið og maður hittir KR-inga í Melabúðinni og Vesturbæjarlaug- inni. Teitur (Þórðarson, þjálfari KR) talaði við mig strax í fyrrasumar og haust og mér leist vel á það starf sem hann er að vinna þarna og hvern- ig KR-ingar hugsa framtíðina. Allur þessi pakki gerði það að verkum að ég ákvað að fara í KR og sé ekki eftir þeirri ákvörðun,“ segir Pétur. Stuðningsmenn Fram vonuðust til að Pétur kæmi aftur í Safamýr- ina þar sem hann hóf sinn feril en þeim varð ekki að ósk sinni. „Ég hef verið úti lengi. Ég á vissulega góðar minningar frá Fram, unglingastarfið á þeim tíma var frábært og mikið af góðu fólki í kringum félagið. Það fólk er hinsvegar ekki þarna lengur svo maður hefði verið að fara í alveg nýtt lið með því að fara í Fram. Eftir að hafa hugsað málið taldi ég best fyrir mig að fara í KR.“ Stefnt á toppinn KR hefur gríðarlega sterkan mann- skap í ár og er með sterkara lið en í fyrra. „Það hlýtur að vera stefna hjá liði sem hafnaði í öðru sæti í deild- inni í fyrra og komst í bikarúrslitin að gera betur í ár. Nú hefur KR styrkt sig aðeins og þrátt fyrir að það sé utan- aðkomandi pressa þá upplifum við aðeins pressuna frá okkur sjálfum. Við ætlum okkur góða hluti í ár og stefnan er sett á toppinn,“ segir Pétur sem hefur spilað í hjarta varnarinn- ar stærstan hluta ferilsins en Teitur hefur notað hann mest á miðjunni á undirbúningstímabilinu. „Ég spilaði fyrsta leikinn í vörn- inni en hef spilað sem djúpur miðju- maður síðustu leiki. Það skiptir mig ekki máli hvar ég spila, mér finnst fyrst og fremst gaman að vinna fót- boltaleiki. Ég er aðeins betri sem hafsent heldur en sem miðjumaður en hinsvegar get ég trúað því að eins og staðan sé í dag þá kæmi ég bet- ur út sem miðjumaður hjá KR. Ég er opinn fyrir hverju sem er en drauma- staðan er að fá að vera senter,“ segir Pétur í léttum tón. Margir búast þó við því að Pét- ur muni snúa aftur í vörnina þegar Rúnar Kristinsson kemur til KR eins og allt útlit er fyrir. „Það væri frábært fyrir KR-inga og bara alla fótbolta- áhugamenn landsins að fá Rúnar til að spila hér heima í sumar. Hann er frábært leikmaður og yrði mikill fengur fyrir okkur,“ segir Pétur. Eigum margt eftir ólært Aðstaða til fótboltaiðkunar hefur breyst mikið hér á landi síðan Pét- ur spilaði hér á landi síðast. „Með tilkomu þessara fótboltahalla er að- staða til knattspyrnuiðkunar allt önnur yfir vetrartímann. Við erum hinsvegar ekki með tíma á hverj- um degi í Egilshöllinni og erum að djöflast í rokinu í vesturbænum yfir vetrarmánuðina. Maður var búinn að gleyma þessu roki en það er til staðar á nánast hverri einustu æf- ingu. Ef við ætlum að ná nágranna- þjóðunum verðum við að geta æft enn lengur við toppaðstæður. Þrátt fyrir að kuldinn sé oft ekki mjög mik- ill þá er það rokið sem skemmir fyrir og kemur í veg fyrir faglegar æfingar. Það þarf að byggja yfir fleiri gervi- grasvelli,“ segir Pétur. Hann segir að við eigum margt eftir ólært hvað varðar aðstöðu fyr- ir áhorfendur og umgjörð kring- um leiki. „Svo þurfa að vera fastir leikdagar svo fólk viti að hverju það gengur, til dæmis að sunnudagar séu bara fótboltadagar og fjölskyldurnar flykkist á völlinn. Þá kemur í kjölfarið meiri umfjöllun um boltann og þetta stækkar allt saman. Ég vil bæði sjá fé- lögin og KSÍ gera smá átak í þessum málum, þarna þurfum við að sækja á,“ segir Pétur sem þekkir vel til þess hvernig staðið er að málum á Norð- urlöndum. „Við getum horft á mörg minni pláss á Norðurlöndum sem dæmi þar sem byggðir hafa verið nýir vell- ir og aðstaðan gerð meira aðlaðandi. Þar hefur áhorfendafjöldinn rok- ið upp og dæmi um 50-60 þúsund mann bæjarfélög sem eru að fá um tólf þúsund manns á völlinn.“ Vinnur með yngri leikmenn Auk þess að spila er Pétur að vinna í ýmsum verkefnum hjá KR og er að starfa kringum akademíuna hjá félaginu. „Það er mjög gefandi og skemmtilegt. Þessi akademía er mjög sniðugt framtak. Í henni eru um þrjá- tíu strákar á menntaskólaaldri sem stunda fótbolta eins og þeir séu at- vinnumenn. Þar kem ég inn og að- stoða strákana, miðla reynslu minni og læt þá aðeins hugsa um markmið sín. Margir af þeim vilja vera atvinnu- menn og þar get ég vonandi kennt þeim eitthvað. Það er síðan á þessum aldri sem brottfallið er hvað mest úr íþróttunum og ýmislegt sem kemur þar inn. Það koma ýmsar aðrar freist- ingar inn og það er ágætt að menn átti sig aðeins á því,“ segir Pétur. Stjórn Hammarby hefur rætt við Pétur um að fylgjast með ungum leikmönnum hér á landi. „Þeir vilja að maður sé með augu og eyru opin og það er aldrei að vita nema hægt sé að nýta það ef það eru einhverjir ung- ir og efnilegir leikmenn hér sem hafa áhuga á að fara eitthvað út að skoða. Þeir buðu mér áframhaldandi samn- ing sem leikmaður og svo var spurn- ing hvort maður tæki sæti í stjórninni hjá þeim. Fjölskyldan valdi hinsveg- ar að koma heim og þá var gert það munnlega samkomulag að ég yrði í sambandi við þá,“ segir Pétur. Ekki tvítugur lengur Teitur Þórðarson er í skýjunum með að hafa fengið Pétur í sínar raðir. „Ég er ofboðslega ánægður með hann. Hann styrkir okkur ekki bara inni á vellinum heldur einnig utan hans. Hann er mjög sterk persóna og ger- ir mikið fyrir hópinn,“ sagði Teitur við DV en hann segist bæði ætla að nota hann í vörninni og á miðjunni á komandi tímabili. Auk þess að spila með Hammar- by lék Pétur úti með Stabæk í Nor- egi og Stoke á Englandi, hann segir hinsvegar að Stokkhólmsárin standi upp úr. „Á þeim tíma gekk best hjá mér og liðinu. Það er einnig ánægju- legt að hafa fengið að spila og vinna með svona mikið af skemmtilegu fólki. Þegar ég fór til Hammarby á sínum tíma var liðið að komast upp í úrvalsdeildina í Svíþjóð og það var mjög gaman að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu. Ég er fljótur að gleyma því sem gerist inni á vellinum en það er meira stemningin í klefanum sem maður tekur með sér.“ Pétur er 33 ára og skrifaði hann undir þriggja ára samning við KR. „Maður er ekki tvítugur lengur svo við munum setjast niður eftir tvö ár og skoða samninginn, athuga hvort maður sé heill og svona,“ sagði Pét- ur en hann veit ekki hvort hann haldi áfram að starfa kringum fótboltann þegar ferlinum lýkur. „Það verður að koma í ljós. Ég hef eiginlega allt- af stefnt á að söðla um þegar skórn- ir fara á hilluna og gera eitthvað allt annað. Það verður samt erfitt að kúpla sig alveg út úr boltanum,“ segir Pétur Marteinsson. elvargeir@dv.is UpplifUm pressUna frá okkUr sjálfUm DV-mynd Stefán Sáttur við sína ákvörðun Pétur marteinsson segist alls ekki sjá eftir þeirri ákvörðun sinni að fara í Kr. Pétur Marteinsson hefur snúið heim úr atvinnumennskunni og kominn í KR-búninginn. Hann segir markmið KR fyrir komandi sumar vera að gera betur en í fyrra þegar liðið hafnaði í öðru sæti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.