Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Blaðsíða 25
DV Helgarblað Rétt foRgangsRöðun mikilvæg Endurfundir í miðborginni! Fallegar innréttingar og fullkomin staðsetning Iðusala, í Lækjargötunni, gerir þessa tvo sali sem um ræðir að einum vinsælustu veislusölum borgarinnar. Salirnir rúma 250 manns í sæti eða 400 manns í standandi boði. Lídó er glæsilegur nýr veislusalur sem byggir á klassísk- um grunni Versala, upplagður fyrir stærri hópa til að koma saman og fagna. Aðstaða er fyrir 300 manns í borðhald og yfir 500 manns í standandi boði. Veisluþjónustan okkar er rómuð fyrir fjölbreyttar og spennandi veitingar, útbúnar af snjöllustu fagmönnum. Við sjáum til þess að veislan verði eins og þú vilt hafa hana: Ykkar ánægja er okkar markmið. Kynntu þér þjónustu okkar og skoðaðu matseðla á www.veislukompaniid.is eða hringdu í síma 517 5020 og veislan er í höfn! Með kveðju, Hafsteinn Egilsson Er kominn tími á endurfundi hjá þínum árgangi? Veislukompaníið býður glæsilega veislusali með öllum tæknibúnaði og fyrsta flokks veisluþjónustu í hjarta borgarinnar. Lækjargötu 2a 101 Reykjavík s 517 5020 www.veislukompaniid.is F í t o n / S Í A Danmörku og kom heim um sumar- ið til þess að fermast, því var hentugt að gefa mér peninga því það var svo auðvelt að taka þá með út. Ég man þó að ég fékk líka bækur, úr og útvarps- tæki. Ég fór síðan í innkaupaleiðang- ur til Þýskalands ásamt foreldrum mínum með fermingarpeningana og keypti þar segulbandstæki, slides- sýningarvél og tjald. Hvorutveggja á ég enn og dugar vel.“ „Mér finnst yfirhöfuð að það sé frekar mikil skynsemi í gangi í þess- um gjafamálum. Langflestir eru að gefa eitthvað praktískt á þessum tímamótum, eitthvað sem hægt er að nota í framtíðimmi,“ segir Þórhall- ur Heimisson prestur í Hafnarfirði þegar hann er spurður út í ferming- argjafirnar. Hann segir að á þessum aldri sé kominn tími á að endurnýja ýmislegt hjá krökkunum enda mik- il umskipti framundan, það styttist í framhaldsnám, bílpróf og þess háttar og því sé tilvalið að nýta þessi tíma- mót til þess að gefa gjafir sem nýtast munu vel. „Það er náttúrulega alltaf spennandi að fá gjafir en mér finnst samt miklu nærtækara að taka fyrir þessar brjálæðislegu afmælisveislur sem fólk er að halda um þrítugt og fimmtugt. Manni finnst að allir séu að keppast við að gera eitthvað meira og stærra en náunginn. Það er mun meiri hófsemi hjá fermingarforeldr- um heldur en hjá stórafmælisbörn- um.“ Sjálfum finnst honum bækur vera afar góðar fermingargjafir. „Bæk- ur. Þó krakkarnir séu kannski ekkert sérstaklega spenntir fyrir bókum á þessum aldri og lesi þær jafnvel ekki strax þá mæli ég samt með bókum til fermingargjafa,“ segir Þórhallur sem sjálfur fékk sínar dýrmætustu bæk- ur í fermingargjöf. Hann hvetur ætt- ingja frekar til þess að kaupa vand- aða bók handa fermingarbarninu heldur en gefa því pening. „Bókin er þarna enn eftir einhver ár og er miklu dýrmætari en einhver 5000 kall, sérstaklega ef hún er árit- uð,“segir Þórhallur. Þegar Þórhallur fermdist átti hann sér þá ósk heitasta að eignast 8 mm sýningarvél enda með mikinn kvik- myndaáhuga á þessum tíma. Fjöl- skylda hans tók sig saman og keypti vélina handa honum og hann var ægilega ánægður með þá gjöf. „En eftir á að hyggja þá eru bæk- urnar sem ég fékk í fermingargjöf dýrmætasta eignin, því þær á ég ennþá. Sýningarvélin er löngu ónýt.“ Gjafirnar eru þó ekki það sem er eft- irminnilegast frá fermingardegi Þót- halls.„Ég bjó í Skálholti á þessum tíma. Pabbi var rektor í Skálholts- skóla og veislan var haldin bæði í skólanum og heima,“ segir Þórhall- ur og bætir við að móðir sín hafi séð um allan matinn fyrir utan ferming- artertur sem keyptar voru í bakaríi á Selfossi. „Við pabbi keyrðum á Sel- foss kl.6 að morgni fermingardags- ins að sækja terturnar. Það var mjög skemmtileg ferð og í minningunni er það eiginlega hápunktur fermingar- dagsins.“ BækuR lifa vel sælla er að gefa en þiggja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.