Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Blaðsíða 21
DV Fréttir föstudagur 16. mars 2007 21 1. Fósturforeldrar okkar bjuggu okk- ur öruggt og gott heimili að Kumb- aravogi þar sem við nutum skjóls, en mörg okkar höfðu áður dvalið á fleiri en einni af stofnunum ríkis- ins, öll komum við úr erfiðum fjöl- skylduaðstæðum. Í starfi sínu höfðu fósturforeldrar okkar að leiðarljósi að Kumbaravogur væri heimili en ekki stofnun og að við mynduðum eina fjölskyldu. Flest okkar tóku að kalla þau mömmu og pabba eftir að við komum að Kumbaravogi. Mörg okkar hafa gert það alla tíð síðan. Á heimili okkar ríkti reglusemi og festa, og við þurftum aldrei að kvíða helg- um líkt og svo mörg börn þurfa því miður að reyna. Þá var heimili okkar bjart og þrifalegt og matur ætíð næg- ur, fjölbreyttur og hollur. 2. Á Kumbaravogi lærðum við til verka við leik og störf. Það er rétt sem komið hefur fram í umræðunni í DV að við fengum að kynnast ýmsum al- gengum störfum og að vinnuálagið hafi verið árstíðabundið. Fósturfor- eldrar okkar töldu að besta leiðin til að ala upp svo stóran barnahóp væri að sjá til þess að við hefðu iðulega eitthvað fyrir stafni í leik og starfi. Við teljum að sú reynsla hafi verið okkur gott veganesti út í lífið, kennt okkur að treysta á sjálf okkur og skilja þá ánægju og það stolt sem felst í því að vinna gott verk, takast á við erfið verkefni og leysa þau vel af hendi. Ummælum um að barnaþrælkun hafi viðgengist á Kumbaravogi og að börnin hafi aldrei fengið tíma til að sinna öðru en vinnu höfnum við hins vegar alfarið. Slík ummæli standast einfaldlega ekki skoðun. Fósturfor- eldrar okkar voru mjög duglegir við að ferðast með sinn stóra barnahóp. Gildir það ekki eingöngu um styttri helgarferði sem voru mjög tíðar (til dæmis í Þrastarlund og á Þingvelli) heldur einnig um lengri ferðir sér- staklega að sumarlagi. Má í því sam- hengi nefna ferðir með barnahópinn til Víkur í Mýrdal, Þórsmerkur, Þjórs- árdal, Veiðivatna, Víðihlíðar, Flateyj- ar á Breiðafirði, Heklu (til dæmis við Heklugos 1970), Landmannalauga, og um Kaldadal til Borgarfjarðar. Við fengum mjög góðan tíma til að sinna ótal áhugamálum svo sem smíðum, siglingum, útivist og náttúruskoðun, kanínurækt, frímerkjasöfnun, hjól- reiðum, lestri bóka, hestamennsku, móturhjólum, skák, fótbolta, skauta- íþrótt og þannig mætti lengi telja. Fósturforeldrar okkar buðu okkur til dæmis að sækja skákmót Fischers og Spasskís árið 1972 og nýttum við mörg okkur það og okkur var boðið á völlinn þegar Benfíca keppti við Val og vakti það mikla lukku. Á veturn- ar stunduðu við skóla og nám líkt og aðrir krakkar. 3. Í umræðu DV hefur verið rætt um áfengisvanda einstaklinga sem áttu heimili að Kumbaravogi og er rak- inn stuttlega æviferill tveggja fóst- urbræðra okkar sem sagt er, rétti- lega, að hafi orðið óreglumenn og látist langt fyrir aldur fram. Að vísu er ekkert haft eftir þessum tveimur einstaklingum sjálfum um slæma dvöl þeirra á Kumbaravogi eða að þeir hafi haft eitthvað upp á fóstur- foreldra okkar að klaga. Öðru nær. Um annan þeirra er beinlínis sagt að hann „talaði aldrei illa um þau hjón- in ..“ og getum við staðfest þau um- mæli. Hins vegar hafa komið fram í umræðunni nokkrar getgátur um að ógæfu þessara fósturbræðra okkar megi rekja til áranna á Kumbaravogi. Við frábiðjum okkur allar getspár um ástæður fyrir ógæfu þessara fóstur- bræðra okkar. Almennt viljum við þó taka eftirfarandi fram. Í fyrsta lagi viljum við benda á að þegar skoð- að er hvers vegna tiltekinn einstakl- ingur þjáist af vanlíðan og leiðist út í óreglu ber að horfa til margra þátta. Meta þarf hvaða áhrif það hefur á barnssálina að flosna frá kynforeldr- um sínum ung að árum og dvelja á stofnunum ríkisins áður en dvölin að Kumbaravogi hófst. Skoða þarf hvort erfðir hafi haft áhrif á alkahól- isma viðkomandi en slík áhrif eru al- þekkt og einnig þarf að huga að vali og ábyrgð einstaklingsins sjálfs. Við ítrekum að þessi athugasemd er al- menns eðlis, henni er ekki beint gegn tilteknum einstaklingum. Í öðru lagi viljum við benda á að við vitum til þess að fósturforeldrar okkar reynd- ust þessum tilteknum einstakling- um vel eftir að þeir fóru frá Kumb- aravogi. Fósturfaðir okkar og síðari kona hans voru í hópi fárra einstakl- inga sem ævinlega reyndust vel þeim fósturbróður okkar sem vitnað er til hér að ofan og rætt er um í helgar- blaði DV 2. mars. Okkur kemur því ekki að óvart að hann hafi talað vel um fósturforeldra okkar. 4. Í umræðu DV hefur komið fram sú fullyrðing að fósturfaðir okkar hafi haft niðrandi ummæli um foreldra okkar í okkar viðurvist. Þetta er ekki okkar reynsla. Lögð var áhersla á góð samskipti okkar við foreldra okkar. Einn sunnudagur í hverjum mán- uði var helgaður heimsóknum og þá gátu foreldrar okkar varið degin- um með okkur. Mjög margir foreldr- ar nýttu sér þennan kost sem fóstur- foreldrar okkar buðu upp á að eigin frumkvæði. 5. Í umræðu DV hefur komið fram að gestkomandi maður hafi leitað á nokkur börn á heimilinu. Þau okkar sem þekkja til þessa máls geta stað- fest að þegar grunsemdir vöknuðu um þennan mann var brugðist mjög ákveðið við og honum vísað á dyr. Um þetta eru raunar bæði þau sem gagnrýnt hafa fósturforeldra okkar og þau sem hafa haft um þau góð orð sammála. 6. Þau tvö fóstursystkini okkar sem gagnrýnt hafa fósturforeldra okkar lýsa bæði ágreining við fósturföð- ur okkar um fjármál. Í öðru tilvikinu er lýst reiði vegna þess að fósturfað- ir okkar hefur ekki orðið við beiðni um að styrkja fósturbróður okkar til náms í Þýskalandi eftir að hann varð fullorðinn. Í hinu tilvikinu er lýst ágreining um greiðslu arfs sem varð að dómsmáli. Við viljum ógjarn- an blanda okkur í þessi mál en vilj- um þó almennt benda á eftirfarandi. Fósturforeldarar okkar voru iðulega reiðubúnir að veita okkur stuðning á fullorðinsárum þegar við þurftum á því að halda. Gildir þetta um flest- an þann stuðning sem foreldrar veita börnum sínum, fjárhagslegan og sið- ferðilegan. Í sumum tilvikum hefur sá stuðningur riðið baggamuninn á erfiðum tímum. Þau hvöttu okkur einnig eindregið til framhaldsnáms og aðstoðuð okkur fjárhagslega við það. Við viljum að þessi tryggð og umhyggja fórnfúsra fósturforeldra okkar sé dregin fram í dagsljósið nú þegar ágreiningsmál hafa verið viðr- uð á síðum dagblaðs. Um dómsmál- ið viljum við einungis segja á þessu stigi að fósturfaðir okkar var sýknað- ur af öllum sökum. Að lokum viljum við leyfa okkur að benda á tvennt. Í fyrsta lagi að um- ræðan undanfarnar vikur hefur vald- ið okkur meiri sársauka en orð fá lýst. Fólk sem reyndist okkur vel á erfið- um tímum, fólk sem kann og kunni að axla ábyrgð möglunarlaust og sinna skyldum sínum af trúmennsku og rækni um áratuga skeið, er dreg- ið í svaðið. Enginn greinarmunur er gerður á ágreiningi sem upp getur komið í stórri fjölskyldu - í fjölskyld- um af þessari stærð er nánast óhjá- kvæmilegt að viðhorfin séu ólík - og því þegar börn sæta illri meðferð og harðræði á stofnunum ríkisins. Í öðru lagi viljum við benda á að já- kvætt viðhorf okkar til fósturforeldra okkar og Kumbaravogs eru ekki nýt- ilkomin viðbrögð við neikvæðri um- ræðu undanfarnar vikur. Við höfum oft áður látið í ljós sömu viðhorf. Má í því samhengi nefna viðbrögð okk- ar þegar við vorum spurð árið 1991 hvort við vildum láta skrá okkur sem fósturbörn Kristjáns Friðbergsson- ar í bókinni Samtíðarmenn sem gef- in var út árið 1993. Nær öll okkar brugðust vel við þeirri fyrirspurn, ófá okkar með orðum um að við værum þakklát fyrir árin á Kumbaravogi og stolt af því að vera nefnd fósturbörn þeirra Kristjáns og Hönnu. Sama við- horf tjáðum við árið 1992 þegar við fylgdum fósturmóður okkar til mold- ar og sömdum um hana minningar- grein sem lesa má í Morgunblaðinu 2. apríl 1992. Við höfum einnig hist á Kumbaravogi annan í jólum á heim- ili fósturföður okkar í áratugi, rifj- að um gamla tíma og notið veitinga og velgjörða fósturföður okkar. Það segir sína sögu um viðhorf okkar til hans. Gísli Ó., Grétar, Guðrún Linda, Gunnar, Karl Óskar, Pétur Ragnar, Róbert H., Sigurborg, Sigurður Hólm. Yfirlýsing frá níu fósturbörn- um Kristjáns og Hönnu á Kumbaravogi Vegna umfjöllunar í helgarblaði DV 16. febrúar, 2. mars og 9. mars síðastliðinn viljum við níu fósturbörn Kristj- áns og Hönnu á Kumbaravogi taka eftirfarandi fram:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.