Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Blaðsíða 13
DV Fréttir föstudagur 16. mars 2007 13
Ali Abdul Herz, 26 ára
Majdal Selem í Líbanon 2006
Ali sneri aftur í húsið sitt daginn sem samið var um vopnahlé í Líban-
on, 14. ágúst á síðasta ári.
„Ég varð mjög hissa að sjá húsið mitt enn standandi þannig að ég
gekk hratt til þess að komast heim aftur. Ég sparkaði í eitthvað og það
sprakk, ég vissi ekki hvað það var en ég held að það hafi sprungið í
smá fjarlægð frá mér. Það var pollur af blóði þar sem ég datt, buxurn-
ar mínar og skyrtan voru öll í götum, eins og net. Eitt af brotunum fór
í gegnum kinnina á mér og lenti á tönn.“ Ali lá 20 daga á sjúkrahúsi,
sprengjubrotin eru samt ennþá í líkama hans.
Valgerður Sverrisdóttir, utan-
ríkisráðherra, segir mjög mikil-
vægt að samstarf Landhelgisgæsl-
unnar og Íslensku friðargæslunnar
haldi áfram og verði jafnvel aukið.
Hún segir samstarfið hafa gengið
mjög vel í Líbanon á fyrstu mánuð-
um þessa árs og segir mjög jákvætt
að sprengjueyðingar-
menn geti sinnt
verkefnum í
útlöndum
þegar vetr-
araðstæð-
ur hamla
hreinsun-
arstarfi á Ís-
landi. „Vissu-
lega kostar
þetta
einhverja peninga,“ segir Valgerð-
ur, „en þetta er mikilvægt mann-
úðarstarf.“ Valgerður útilokar ekki
að utanríkisráðuneytið muni styrkja
þjálfun sprengjusérfræðinga, annað
hvort á vegum Landhelgisgæslunnar
eða á þann hátt að friðargæslan þjálfi
upp eigin sprengjueyðingarsveit.
Hún segir samt líklegast að ráðu-
neytið nýti áfram þá sérþekkingu í
sprengjueyðingu sem þegar er til
staðar hjá Landhelgisgæslunni.
Hún segir einhug um það
í íslenskum stjórnmálum að
fordæma klasasprengjur
og notkun þeirra, til marks
um það sé þátttaka Íslands í
Oslóar-samþykktinni í síðasta
mánuði. Fleiri fundir eru fyr-
irhugaðir til að semja textann í
samkomulagið og stefnt er að því
að undirrita samkomulagið árið
2008 og þar með yrði framleiðsla,
flutningur og öll notkun klasa-
sprengna bönnuð. Þar verður
einnig kveðið á um hreinsun
svæða og aðstoð við fórn-
arlömb.
Utanríkisráðherra
Valgerður sverrisdóttir vill
auka þátttöku Íslendinga í
sprengjuhreinsun á
alþjóðavettvangi.
Aukum sprengjuhreinsun
Morðvopn gegn AlMúgAnuM
þjóðlegur sáttmáli gegn minnstu
gerð af jarðsprengjum sem sér-
hannaður er til að drepa eða lim-
lesta fólk tók gildi árið 1999 en
lönd eins og Bandaríkin, Rúss-
land, Kína og Ísrael hafa ekki skrif-
að undir sáttmálann.
Thomas bendir hins vegar á
að mikið hafi áunnist síðan sátt-
málinn var samþykktur. „ Síðan
þá hefur þeim löndum sem nota
jarðsprengjur fækkað til muna. Í
dag eru, að mér vitandi, aðeins
þrjú lönd, Burma, Rússland og Ís-
rael, sem enn nota minnstu gerð-
ina af jarðsprengjum sem sérstak-
lega eru hannaðar til að drepa fólk.
Þetta er sú gerð sem bönnuð var í
sáttmálanum. Og það eru ekki
bara miklu færri lönd sem nota
þessar sprengjur heldur hefur
þeim fækkað snarlega sem fram-
leiða, flytja eða eiga þær. Einnig
hefur fórnarlömbum þeirra snar-
fækkað og viðskipti með þessar
sprengjur hafa dregist verulega
saman.
Besta leiðin til þess að útrýma
klasasprengjum er að koma á nýj-
um lagalegum og siðferðislegum
viðmiðum í alþjóðasamfélaginu
þannig að það hafni þessu vopni
og kalli það óásættanlegt.“
Mikið verk fyrir höndum
Íslenska friðargæslan sendi
sprengjueyðingarlið til Líbanons
í janúar til þess að aðstoða við hið
gríðarmikla verkefni sem þar ligg-
ur fyrir. Áætlað er að um 900 þúsund
ósprungnar klasasprengjur séu enn
í suðurhluta Líbanons. Adrian King,
sprengjusérfræðingur Landhelgis-
gæslunnar var í Líbanon í sex vikur í
janúar og febrúar og er á leið út aftur.
Hann segir að nú sé búið að hreinsa
sprengjur víðast hvar úr þorpum og af
vegum. Þá á samt eftir að hreinsa akra
og beitilönd.
Grær yfir sprengjurnar
Eftir því sem líður á vorið í Líb-
anon grær þykkari gróður yfir klasa-
sprengjurnar að sögn Adrians. „Það
er reyndar eftir sem áður auðvelt fyr-
ir sprengjuleitarmennina að finna
klasasprengjur með málmleitartæki.“
En almennir borgarar hafa ekki
málmleitartæki og því eiga þeir nú
erfiðara með að sjá sprengjurnar.
Adrian segir samt að þeir viti nokkurn
veginn hvaða svæði þeir eigi að forð-
ast. „Þeir passa sig mjög vel á þeim
svæðum, þeir þekkja vel afleiðingarn-
ar af klasasprengjunum.“
Hann segir leitarmenn nálgist
prengjusvæðið eins og þegar kom-
ið er að jarðsprengjusvæði. „Þetta er
mjög seinunnið, það getur tekið vik-
ur og jafnvel mánuði að hreinsa upp
einn akur. Það þarf að vinna skipulega
því að minnsta hreyfing getur leitt til
sprengingar. Og jafnvel þó að þær séu
byrjaðar að ryðga eða tærast, búnar
að liggja óhreyfðar svo árum og jafn-
vel áratugum skiptir, þá verður samt
að umgangast þær eins og þeim hafi
verið skotið í gær.“
Hættuleg vinna
Adrian setur hljóðan þegar hann
er spurður hvort hann hafi ekki kom-
ist í hann krappan. „Jú, ég hef auðvit-
að séð ýmislegt en ég vil helst ekki tala
mikið um það. Þetta er hættulegt starf
sem við vinnum og stundum þurfum
við að takast á við erfiðar aðstæður.
Það er til dæmis stórhættulegt sums
staðar þar sem íbúarnir hafa safnað
saman klasasprengjum og sett þær
út við veg til þess að við getum safnað
þeim saman. Þær eru mjög viðkvæm-
ar fyrir snertingu og jafnvel þó einhver
sé búinn að taka upp sprengju sem
ekki springur, þá er það engin trygg-
ing fyrir því að hún springi ekki næst
þegar er komið við hana. Ég heyrði af
sprengjusérfræðingum sem tóku upp
körfu af klasasprengjum til þess að
flytja þær eitthvert þangað sem hægt
væri að eyða þeim. Þá slitnaði hand-
fang á körfunni, hún datt í jörðina og
úr varð risasprenging. Svo fóru belg-
ískir sérfræðingar inn á sprengju-
svæði í Líbanon þar sem þeir töldu að
væru klasasprengjur. Þeir létust hins
vegar báðir af því að þarna voru jarð-
sprengjur en ekki klasasprengjur eins
og þeir bjuggust við. Þannig að það er
jafnvel hægt að koma vönum mönn-
um á óvart.“
Íslenskir sprengju-
sérfræðingar
í Líbanon. Breið
pólitísk samstaða er
fyrir því að Íslending-
ar taki að sér fleiri slík
verkefni á alþjóða-
vettvangi.