Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Blaðsíða 36
föstudagur 16. mars 200736 Sport DV fyrirbærið Ronaldo„Trúðurinn er kominn, fjöl-leikahúsið er fullkomnað,“ stóð á stórum borða í leik Inter Milan og AC Milan á sunnudaginn síðasta. Ron- aldo hefur nú afrekað að leika með fjórum af stærstu liðum Evrópu, sem eru erkifjendur. Það eru AC Milan og Inter, Barcelona og Real Madrid. ronaldo Luis Nazário de Lima betur þekktur sem Ronaldo, er einn af bestu framherjum allra tíma. Hann er kallaður „The Phenomenon“ og nefndi sjálfur Pele hann sem einn af 125 bestu knattspyrnumönnum allra tíma. Ronaldo hefur unnið allt sem hægt er að vinna á knattspyrnuvellin-um. Tvisvar sinnum hefur hann orðið heimsmeistari, 1994 og 2002, og er markahæsti leikmaður HM frá upphafi. Hann hefur þrisvar sinnum verið valinn besti leikmaður heims, 1996, 1997 og 2002, og er ásamt Zinedine Zidane eini maðurinn sem unnið hefur þann titil svo oft. Ronaldo fæddist í Bento Ribeiro, fátækrahverfi í Rio de Janeiro í Brasilíu. Eins og margir Brassar hóf hann að leika knattspyrnu á götunum í hverfinu. Eftir að hann var uppgötvaður hélt hann í víking til Evrópu og sló í gegn með PSV. Þaðan fór hann til Barcelona og skoraði 34 mörk í 37 leikj- um í deildinni. Mörg hver stórglæsileg. Hann var keyptur til Inter Milan þar sem hann átti við meiðsli að stríða og lék aðeins 68 leiki á fimm árum. Engu að síður skoraði hann 49 mörk. Eftir Heimsmeistarakeppnina í Japan og Suður-Kóreu söðlaði Ronaldo um og gekk í raðir hins stjörnum prýdda Real Madrid. Ekki voru allir sáttir með þá ákvörðun og varð hann aldrei vinsæll meðal stuðningsmanna Real vegna tengsla sinna við Barcelona. Ferli hans hjá Real lauk skyndilega í janúar og fór hann þá aftur til Ítalíu og aftur til Mílanó en í þetta sinn gekk hann í raðir AC. Rithöfundurinn Andrew Downie kom með þá kenningu á sínum tíma að flestar af bestu stundum Ronaldos á knattspyrnuvellin- um hefðu komið þegar hann var í góðu sambandi við unnustur sínar. 1996–1997 FC BaRCelona 37 leikiR, 34 möRk 1997–2002 inteR milan 68 leikiR, 49 möRk 2002–2007 Real madRid 127 leikiR, 83 möRk Viðurkenningar ronaldos n Leikmaður ársins hjá FIFA: 1996, 1997, 2002 n Knattspyrnumaður ársins: 1996, 1997, 2002 n Besti leikmaður Evrópu (Gullknötturinn): 1997, 2002 n Onze d‘Or: 1997, 2002 n Mikilvægasti leikmaður UEFA: 1998 n Gullskórinn: 1997 n Markahæsti leikmaður Copa America: 1999 n Markahæsti leikmaður spænsku deildarinnar: 1996-1997, 2003-2004 n Markahæsti leikmaður hollensku deildarinnar: 1994-1995 Heimsmeistarakeppnin n Markahæsti leikmaður frá upphafi 15 mörk í 19 leikjum n 2006 – bronsskórinn, 3 mörk n 2002 – gullskórinn, 8 mörk n 1998 – besti leikmaðurinn n 1998 – silfurskórinn, 4 mörk 2007–? aC milan 6 leikiR, 3 möRk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.