Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Blaðsíða 43
DV Helgarblað föstudagur 16. mars 2007 43 Hvaða Borg er þér eftirminnilegust? Eyrún Ingadóttir, sagnfræðingur Karþagó, borgin fræga í Túnis, sem var þrisvar sinnum lögð í rúst, er mér mjög eftirminnileg. Það eru bráðum tuttugu ár síðan ég kom þang- að og varð algjörlega heilluð. Rústirnar þarna eru enn býsna heillegar og fyrir vikið skynjar maður söguna við hvert einasta fótmál. Hvernig ætti annað vera, borgin var stofnuð um 814 fyrir Krist en féll endanlega og var að rústum gerð af arabískum innrásarherjum undir lok 7. aldar. Mig hefur alltaf langað til að fara þarna aftur og hver veit nema það tækifæri gefist í fyllingu tímans. Ég er raunar alltaf heilluð af stöðum sem eiga sér merka sögu að baki. Hermann Gunnarsson fjölmiðlamaður Þeir eru nú býsna margir furðulegu stað- irnir sem ég hef komið á enda er maður búinn að þvælast víða um heim. Ef ég á að taka einn út þá held ég að það hljóti að vera frumskógarhótel á Kwai fljótinu í Tælandi. Þangað hef ég komið nokkrum sinnum bæði einn og með hópa. Maður fer frá brúnni frægu upp ána þar til komið er að kofum sem byggðir eru á prömmum úti í miðri ánni. Aðbúnaður er allur held- ur fábrotinn en maður getur farið upp á árbakkann þar sem Mon þjóðflokkur- inn býr. Þar borðaði ég dýrindis kvöld- verð í algjörri þögn sem aðeins var rofin af hljóðum frumskógardýranna. Þetta er furðulegur og afar heillandi staður. Ari Eldjárn, texta- og hugmyndasmiður Mér dettur nú ekkert furðulegra í hug en Osló. Ætli það sé ekki til marks um hvað ég lifi gríðarlega óspennandi lífi. Margrét Tómasdóttir, skátahöfðingi Íslands Í skátaferðalagi vestur í Flórída í Bandaríkjunum fyrir mörgum árum var mikil upplifun að sofa í kofa eða á hálfgerðum fleka sem var hátt uppi í tré. Héðan að heiman hafði ég þjálfun í að búa til snjóhús, en öðl- aðist þar alveg nýja reynslu – enda er það fáu líkt að sofa í koju uppi í háu tré og sveiflast til eins og vindur blæs. Maður upplifir ekkert spenn- andi í lífinu nema taka virkan þátt í lífinu, þá láta ævintýrastundir ekki á sér standa. Kjartan Björnsson, rakari á Selfossi Íslendingaslóðir í Kanada eru mjög óvenjulegur staður sem hafði mik- il áhrif á mig, en þangað kom ég í söngferðalagi með Karlakór Sel- foss fyrir tæpum tveimur árum. Við komum meðal annars til Gimli og Montein í Norður – Dakota í Bandaríkjunum en á báðum þess- um svæðum er arfleifð Íslendinga ákaflega sterk. Þarna er íslensk- an fólki enn á tungu töm, það tal- ar mikið um Gamla landið og spyr frétta að heiman. Margur heldur kannski að þessi sterku tengsl sem fólk vestra heldur við heimaslóðir sínar hér séu orðum aukin, en sú er alls ekki raunin. Við eigum vini og frændur í vestri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.