Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Blaðsíða 54
Miklar vangaveltur hafa ver-ið í herbúðum Sony-manna undanfarnar vikur um hvert framhald Playstation Portable tölvunnar verði. Ákveðið hefur verið að gefa út nýja útgáfu af PSP, sem á að vera bæði minni, létt- ari og betri en sú gamla. Ástæðan fyrir breytingunum er sú að á und- anförnu ári hefur PSP þurft að lúta í lægra haldið við Nintendo DS, sem er lófaleikjatölva Nintendo-manna. DS hefur selst miklu betur og telja Sony menn að ástæðan sé fyrst og fremst stærð tölvanna, verð og framboð á leikjum, en í öllum tilfellum hafa taka Nintendo menn slaginn. Sony hafa enn ekki gefið upp neina dag- setngu um útgáfu vélarinnar, en lofa neytendum því að enn verði notast við þann stóra skjá sem PSP hefur skartað hingað til, en hann er tal- inn mun betri en sá sem er á DS- vélinni. Síðustu misseri hafa ver- ið mjög erfið fyrir Sony menn, þar sem að flaggskip þeirra, Playstat- ion 3 hefur orðið undir í baráttu við hinar leikjatölvurnar í þriðju kynslóðinni, Wii og Xbox360. Playstation 3 hefur enn ekki kom- ið út á Íslandi en er væntanleg þann 23.mars og herma sögur að hver tölva muni kosta um það bil 70 þúsund krónur, ótrúlegt en satt. Það er talsvert meira en Xbox360, sem kostar í kringum 40 þúsund og miklu meira en Wii sem kost- ar 29.900. Sammælast fagraddir innan tölvuleikja geirans, að verð PS3 sé algjörlega fram úr hófi og að í verðlaginu sé fall tölvunnar falið. Sony menn hinsvegar segja tölvuna vera svona dýra vegna Blue-Ray kerf- isins, sem gefur afar skýra mynd. Það verðru gaman að sjá hvort að PSP lite nái að komast með tærnar þar sem DS hefur hælanna, því ef ekki geta Sony menn farið að pakka saman föggum sínum. dori@dv.is Chili Con Carnage var auglýstur sem blanda af leikjunum Max Pa- yne og Grand Theft Auto. Það gefur því augaleið að hann er ekki í sama gæðaflokki og fyrrnefndir leikir. Leikmenn fara í hlutverk Rams sem reynir að myrða glæpamennina sem drápu föður hans. Leikurinn ger- ist í Mexíkó, bæði í borg og sveit. Ég skemmti mér nokkuð vel þegar ég spilaði Chili Con Carnage. Leikur- inn keyrir áfram í mjög miklum æs- ingi og er maður oft að lenda í því að svífa um loftin í „slow motion“, með tvær UZI, í skotbardaga við átta og á meðan springa ólíutunnur, hænsn og fleira. Söguþráðurinn er heldur þunnur og Ram er ekkert ofsalega spennandi persóna en á móti kem- ur að endakarlar í leiknum eru nokk- uð skemmtilegir og svo er einhver mígandi fullur drullusokkur alltaf í kringum mann sem fær mann til að brosa við og við. Chili Con Carnage er einn af þessum leikjum sem að- eins er hægt að spila í takmarkaðan tíma og svo verður maður geðveik- ur. Ekki misskilja mig, leikurinn er mjög skemmtilegur fyrstu dagana, en þegar lætin verða of mikil og ma- jónesið orðið súrt langar mann helst til þess að fara að gráta, henda leikn- um í ruslið, stinga fingrunum ofan í kok, æla, hringja í besta vin sinn og kalla hann fávita, berja sig í bakið með svipu og spyrja af hverju var ég eiginlega að spila þennan djöfulsins viðbjóð. En þangað til það gerist er leikurinn alveg þriggja stjörnu virði, ég tala nú ekki um ef hann er spilað- ur í flugi, hvað þá innanlandsflugi. Sony dóri dna segir: & U m s j ó n : D ó r i D N A N e t f a n g : d o r i @ d v . i s föstudagur 16. mars 200754 Helgarblað DV leikirtölvu Lemmings -PSP Locoroco - PSP Crackdown - XboX 360 sonic & the secret rings - WII Pimp my ride - PS2/PSP/XboX360 Kíktu á þessa leiKjatölvur Chili Con Carnage Skot/hasarleikur PSP tölvuleiKur Chili kássa með vondu eftirbragði Með nýtt útSpil í tölvuleikjaStríðinu H H H H H Chili Con Carnage Ágætis leikur með allt of litla endingu. Sony menn eru á góðri leið með að tapa í leikjatölvustríðinu. Playstation 3 er of dýr og of ófullkomin að mati tölvuleikjasérfræðinga og þá eru góð ráð dýr. Sony menn hafa til- kynnt sitt næsta útspil en það er að breyta PSP-tölvunni, gera hana léttari og minni, svo að hún geti keppt við hina vinsælu Nintendo DS.WoodS og Madden 08 á Wii Í ágúst næstkomandi koma út leikirnir Tiger Woods PGA Tour 08 og 2008 útgáfan af Madden einnig. Það verður spennandi að sjá hvernig hreyfigeta Wii-fjarstýringarinnar verður nýtt í Tiger Woods-leiknum. Madden 2007 er þegar komin út á Wii og hefur aldrei verið þægilegra að spila Madden. Einnig er væntanlegur leikurinn Crash of the Titans í ágúst en lítið hefur verið gefið upp um hann. Sögusagnir segja að þar gæti sjálfur Crash bandicoot verið á ferð. Metroid ekki fyrr en 2008 Það gengur sá orðróm- ur um netheima að búið sé að breyta útgáfudegi metroid Prime 3 Corruption á Nintendo Wii og að hann komi ekki út fyrr 31. desember eða jafnvel í byrjun janúar 2008. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir aðdáendur leiksins sem hafa beðið hans með eftirvæntingu. Þetta hefur ekki fengist staðfest af Nintendo en yfirmenn þar á bæ hafa áður gefið út þá yfirlýsingu að Zelda, mario og metriod ættu að vera súperþríeykið sem kæmi út fyrir Wii árið 2007. tiMbaland- taktar á pSp Fyrir nokkrum árum síðan ákváð fyrirtækið Rockstar Games að hjálpa ungum plötusnúðum við iðju með forritinu beaterator. Hægt var að nálgast forritið á vefsíðufyrirtæk- isins og þannig gátu ungir og óreyndir skapað tónlist á nokkuð auðveldan hátt. Nú er í vinnslu enn betri útgáfa af þessu vinsæla forriti og kemur það út á PSP. Það er einn besti hiphop pródúsent allra tíma Timbaland sem mun skaffa hljóðin í forritið þannig að ungir rappstrákar muna bráðlega geta búið til fyrsta flokks rapptakta á PSP-inn sinn leiðrétting Í síðasta blaði birtist dómur frá Ásgeiri Jónssyni blaðamanni DV um tölvuleikinn Sonic and the Secret Rings á Nintendo Wii. Í dómnum fékk leikurinn tvær hauskúpur í einkunn en átti í raun að fá tvær stjörnur. Hér með leiðréttist það. Sonic and the Secret Rings H H H H H Playstation 3 sögð muna kosta rúmar 70 þúsund spírur. Nintendo DS söluhæsta lófaleikjatölva í heimi. Playstation Portable Ný tegund af PsP er í vændum. sú verður minni og léttari, gerð til höfuðs Nintendo ds.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.