Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Blaðsíða 40
föstudagur 16. mars 200740
MERKIR ÍSLENDINGAR
ættfræði Ættfræði DVKjartan gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum liðna viku, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið
kgk@dv.isU m s j ó n : K j a r t a n G u n n a r K j a r t a n s s o n
N e t f a n g k g k @ s i m n e t . i s
Ættfræði DV
Í fréttum var þetta helst, - 17. mars 1917:
Tíminn
Þann 17. mars 1917 hóf nýtt lands-
málablað göngu sína hér á landi. Það
var Tíminn sem kom út einu sinni í
viku, fyrstu þrjátíu árin, en varð síð-
an dagblað. Um útgáfu blaðsins hafði
verið stofnað félag 20-30 manna,
víðs vegar um landið, sem lofuðu
fjárframlögum til þess. Fyrsti ritstjóri
blaðsins var Guðbrandur Magnús-
son sem síðar varð forstjóri ÁTVR,
en ritstjórn skipuðu þeir Hallgrímur
Kristinsson, forstjóri SÍS, Guðbrand-
ur og Jónas Jónsson frá Hriflu.
Málssvari, - ekki opinbert
flokksblað
Tíminn hóf göngu sína aðeins
þremur mánuðum eftir að átta al-
þingismenn komu saman og stofn-
uðu sérstakan þingflokk, Fram-
sóknarflokkinn. Allt frá upphafi var
Tíminn málsvari þess flokks. En þar
með er ekki sagt að Tíminn hafi frá
upphafi verið opinbert flokksblað
Framsóknarflokksins. Þvert á móti
var oftast umtalsverður áherslumun-
ur á afstöðu hinnar ungu og róttæku
Tímaklíku sem stóð að Tímanum, og
afstöðu hinna eldri og íhaldssamari
þingmanna flokksins.
Með mörg járn í eldinum...
Það var Jónas frá Hriflu sem stóð
á bak við stofnun Tímans fyrir 90
árum, en Jónas hafði þá mörg járn í
eldinum. Hann hafði lagt á ráðin um
Þjórsártúnsfundinn fræga 19. janúar
1916 sem markar upphaf Framsókn-
arflokksins, hann var potturinn og
pannan í stofnun Alþýðuflokksins og
í hásetaverkfallinu árið 1916, leiddi
Sigurð Jónsson í Ystafelli til ráðherra-
dóms og hvatti Hallgrím Kristinsson,
forstjóra SÍS, til að fara út í stórfellda
heildsölu, innflutning og útflutning
fyrir hönd Sambandsins.
...og vissi hvað hann vildi
Jónas vildi ekki bara stóran og
áhrifamikinn bændaflokk. Hann
vildi bændaflokk, tengdan sam-
vinnuhugsjón og ungmennahreyf-
ingu órjúfandi böndum. Bændaflokk
sem ynni sleitulaust að því meg-
in markmiði Jónasar sjálfs, að losa
bændur og verkamenn við „millilið-
ina“, þ.e. koma nánast allri verslun í
landinu undir Samvinnuhreyfing-
una og útrýma þar með kaupmönn-
um, heildsölum, umboðsmönnum
og útgerðarmönnum.
Valdatæki Hriflu-Jónasar
Tíminn var stofnaður til að gefa
framsóknarmönnum línuna, halda
þingmönnum flokksins við efnið svo
þeir ekki spilltust sem viðhlæjend-
ur Reykjavíkurburgeisa, en síðast
en ekki síst til að leiða Jónas sjálfan
til valda í flokknum. Honum varð að
ósk sinni því Tímaklíka Jónasar varð
fljótlega helsta valdamiðstöð flokks-
ins og blaðið málpípa hans. Hann
var ótrúlega afkastamikill stjórn-
málapenni, skrifaði meira í Tímann,
fyrstu 30 árin, en nokkur annar eða
töluvert á þriðja þúsund greinar.
Þjóðþekktir ritstjórar
Ritstórar Tímans voru undan-
tekningarlaust þjóðkunnar persónur.
Má þar nefna Tryggva
Þórhallsson, ritstjóra
1917-27 er hann varð
forsætisráðherra; Jónas
Þorbergsson, ritstjóra
1927-30, er hann varð
fyrsti útvarpsstjórinn;
Gísla Guðmundsson al-
þingismann sem var rit-
stjóri 1930-40, og Þór-
arinn Þórarinsson sem
var ritstjóri Nýja dag-
blaðsins og síðan Tím-
ans, 1936-85 en enginn
Íslendingur mun hafa
ritstýrt sama blaði jafn
lengi og hann. Þá ber að
nefna rithöfundana Jón
Helgason og Indriða G. Þorsteinsson
og Hauk Snorrason.
Gullöld Tímans
Um það leyti sem Jónas frá Hriflu
var að falla í ónáð, 1934, hófu fram-
sóknarmenn í Reykjavík útgáfu Nýja
dagblaðsins. Fjórum árum síðar,
1938, varð það svo sameinað Tíman-
um sem þá loksins varð eign flokks-
ins og opinbert málgagn hans.
Tíminn varð ekki dagblað fyrr
en árið 1947 og á næsta áratug varð
blaðið stórveldi á dagblaðamark-
aðnum. Þá fór blaðið með mjólk-
urbílnum á annað hvert sveitabýli
í landinu, náði hæst 18000 eintök-
um og var annað stærsta blaðið eftir
Mogganum.
Á seinni helmingi
sjötta áratugarins varð
blaðið sannkölluð
uppeldismiðstöð fyr-
ir fjölmiðlafólk fram-
tíðarinnar. Má þar
nefna Jökul Jakobsson
leikritaskáld; Magn-
ús Bjarnfreðsson, einn
fyrsta fréttamann rík-
issjónvarpsins; Ólaf
Gauk, hljómlistar-
mann; Kristján Magn-
ússon, ljósmynd-
ara og jazzpíanista;
Jónas Kristjánsson
sem átti eftir að um-
bylta íslenskri blaðaútgáfu og blaða-
mennsku, síðar ritstjóra Vísis, Dag-
blaðsins en lengst af DV; konu hans,
Kristínu Halldórsdóttur, síðar rit-
stjóra Vikunnar og alþingiskonu; Hall
Símonarson, blaðamann á DV; Elías
Snæland, aðstoðarritstjóra og helsta
máttarstólpa DV og síðar ritstjóra
Tímans á síðustu árum hans; Fríðu
Björnsdóttur, lengi framkvæmda-
stjóra BÍ; Gunnar V. Andrésson,
reyndasta og þekktasta blaðaljós-
myndara landsins, og Kára Jónas-
son, síðar fréttastjóra ríkisútvarpsins
og enn síðar ritstjóra Fréttablaðsins.
Hnignun flokksblaðanna.
Segja má að gullöld Tímans hafi
lokið um það leyti sem Viðreisnar-
stjórnin komst til valda. Eftir það
hnignar Tímanum hægt og sígandi.
Vísir tekur fljótlega við sem annað
stærsta blað landsins undir ritstjórn
Jónasar Kristjánssonar. Við stofnun
Dagblaðsins og síðan sameiningu
Vísis og Dagblaðsins í DV, eiga gömlu
flokksblöðin sífellt meira undir högg
að sækja. Framsóknarflokkurinn var
útgefandi Tímans til 1984 er hluta-
félag hóf útgáfu Nútímans. Því blaði
ritstýrði um skeið Helgi Pétursson í
Ríó Tríói. Framsóknarflokkurinn tók
aftur við útgáfu Tímans 1986 og gaf
hann út til ársloka 1991.
Síðustu árin
Um áramótin 1991-92 gerði
Framsóknarflokkurinn samning við
Svein R. Eyjólfson og Hörð Einarsson
hjá Frjálsri fjölmiðlun ehf um útgáfu
Tímans. Ritstjóri blaðsins varð þá
Jón Kristjánsson alþingismaður og
síðar heilbrigðisráðherra.
Árið 1996 samdi svo Frjáls fjöl-
miðlun við KEA, aðaleiganda Dags-
prents, útgáfufélags Dags á Akur-
eyri, um kaup á meirihluta í félaginu.
Í framhaldinu voru Tíminn og Dag-
ur sameinuð undir heitinu Dagur-
Tíminn með höfuðstöðvar á Akur-
eyri og auk þess ritstjórnarskrifstofu
í Reykjavík. Ritstjóri var þá ráðinn
Stefán Jón Hafstein.
Árið 1997 samdi Frjáls fjölmiðlun
við Alþýðuflokkinn og Alþýðubanda-
lagið um að blöð þessara flokka, Al-
þýðublaðið og Vikublaðið, yrðu sam-
einuð Degi-Tímanum.
Jafnframt var ákveðið í ágúst sama
ár að hið sameinaða dagblað skyldi
heita Dagur. Í framhaldinu var Elías
Snæland Jónsson ráðinn ritstjóri við
hlið Stefáns Jóns Hafstein.
Stefán Jón hætti síðan sem rit-
stjóri Dags en Elías Snæland var
áfram ritstjóri og Birgir Guðmuds-
son aðstoðarritstjóri.
Árið 2001 var loks ákveðið að
leggja sjálfstæða útgáfu Dags niður,
en blaðið þá sameinað DV. Þar með
leið Tíminn undir lok. En þá var líka
liðinn aldarþriðjungur frá því Jónas
frá Hriflu kvaddi þennan heim,
„meira að starfa guðs um geim,“ og
framsóknarmenn voru löngu hætt-
ir að gæla við þá pólitísku draum-
sýn hans, að útrýma kaupmönnum,
heildsölum og útgerðarmönnum hér
á landi. kgk@dv.is
Nína Tryggvadóttir sem hét fullu
nafni Jónína Tryggvadóttir, fæddist í
Neskaupstað en ólst upp á Seyðisfirði
fyrstu sjö árin. Hún var dóttir hjón-
anna, Tryggva Guðmundssonar frá
Efra-Seli í Hrunamannahreppi sem
var kennari að mennt, kaupmaður
á Seyðisfirði og loks gjaldkeri ÁTVR
í Reykjavík, og Gunndóru Benja-
mínsdóttur frá Lækjardal í Öxarfirði.
Bræður Nínu voru Ólafur, f. 1913, og
Viggó sem var fimm árum yngri.
Fjölskyldan flutti til Reykjavík-
ur 1920. Þar gekk Nína í barnaskóla
og stundaði síðan nám við Kvenna-
skólann í Reykjavík. Ásgrímur Jóns-
son, listmálari og frændi Nínu, varð
líklega fyrstur til að segja henni til á
listabrautinni. Hún lærði síðan teikn-
ingu hjá tveimur þekktum málur-
um, þeim Finni Jónssyni og Jóhanni
Briem, sigldi til Kaupmannahafnar
og stundaði nám við Listaháskólann
þar 1935-39, stundaði framhaldsnám
í París 1939-40, og nám hjá franska
kúbistanum Fernard Leiger og Hans
Hoffmann í New York 1942-45.
Nína hitti Louisu Matthíasdóttur
á Louvre-safninu í París 1939 og voru
þær perluvinkonur upp frá því. Þær
komu báðar til Íslands haustið 1939,
og sóttu þá mikið til Erlendar í Unu-
húsi. Þar kynntust þær m.a. Halldóri
Laxness og Steini Steinarr en allir
þessir þrír menn sátu fyrir hjá þeim
báðum. Reyndar hefur sá orðrómur
verið lífseigur að sum áhrifamestu
ástarljóð Steins hafi verið ort til Lou-
isu.
Nína var búsett í New York 1942-
49, í Reykjavík 1950-52, í París og
London 1952-59 og síðan lengst af
í New York. Hún átti þó lengi íbúð í
„leikarablokkinni“ á Fálkagötunni og
dvaldi þar löngum á sumrin.
Nína er, ásamt Louisu, vinkonu
sinni, ein virtasta og þekktasta lista-
kona Íslendinga á tuttugustu öld.
Hún málaði abstrakt myndir und-
ir kúbískum áhrifum og gerði m.a.
fjölda svipmikilla mannamynda. Þá
var hún brautryðjandi í steinglerlist
hér á landi og var fyrst til að sýna hér
samklipp.Hún vann m.a. glermynd-
ir fyrir Þjóðminjasafn Íslands, mósa-
íkmyndina í kór Skálholtskirkju og
veggmyndina Aðalsteinn konungur
og Egill Skallagrímsson fyrir Lands-
bankann. Þá myndskreytti hún bæk-
ur, s.s. Tindáta, eftir Stein Steinarr.
Eiginmaður Nínu var Alfred L.
Copley, læknir og listamaður, en
dóttir þeirra er Una Dóra. Minnis-
merki um Nínu, unnið af Sigurjóni
Ólafssyni, var afhjúpað við Kjarvals-
staði. kgk@dv.is
Nína Tryggvadóttir
f. 16.3. 1913, d. 18.6. 1968
Jónas Kristjánsson
ritstjóri
hefur göngu sína
Jónas Jónsson frá
Hriflu