Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Blaðsíða 8
föstudagur 16. mars 20078 Fréttir DV Google eyðir upplýsingum Öllum upplýsingum um notendur Google leitarvél- arinnar verður nú eytt. Í dag geymir fyrirtækið gögn um hver leitaði að hverju og hve- nær í ótakmarkaðan tíma. Þessum upplýsingum verður eytt tveimur árum eftir að leit var gerð. Þetta hyggst fyrirtæk- ið gera til að vernda persónu- upplýsingar notenda sinna. Lögmaður Google segir beiðn- ir frá yfirvöldum um aðgang að upplýsingum alvanalegar en þessi ákvörðun sé ekki vegna þess. Mútuðu skæruliðum Bandaríski bananaframleið- andinn, Chiquita hefur samþykkt að greiða tæpa tvo milljarða ís- lenskra króna í sekt fyrir að hafa látið fé renna til kólumbískra skæruliðasveita. Forsvarsmenn fyrirtækisins töldu það nauð- synlegt til að vernda starfsmenn sína í landinu fyrir árásum sveit- anna. Samkvæmt frétta BBC fengu skæruliðar sem samsvarar rúm- um hundrað milljónum íslenskra króna. Taumlaus drykkja Íra Í þriðja hvert skipti sem meðal Írinn fær sér í glas drekkur hann meira en fimm bjóra. Þetta er hærra hlutfall en hjá nokkurri ann- arri þjóð innan Evrópusambands- ins. Samkvæmt könnun á drykkju- siðum aðildarlandanna kom í ljós að íbúar norðurhluta álfunnar eru líklegri til að drekka meira en fimm bjóra í þau skipti sem þeir opna vín- eða bjórflösku en þeir sem búa við Miðjarðarhafið. Á morgun er dagur heilags Patreks og fjölmenna þá Írar á bari landsins og teyga ótæpilega. Blússandi eftirspurn eftir sænskum vopnum Svíar seldu vopn fyrir 100 milljarða á síðasta ári. Vopnasalan hefur verið harðlega gagn- rýnd í Svíþjóð. Það er ekki síst sala á vopnum til ríkja sem standa í stríðsrekstri eða eiga í deilum við nágranna sína sem hefur farið fyrir brjóstið á Svíum. Svíar settu met í sölu hergagna til útlanda á síðasta ári. Nam virði út- flutningsins tæpum hundrað millj- örðum íslenskra króna samkvæmt frétt Nyhedsavisen. Mikill vöxtur hefur verið í þessum geira sænsks iðnaðar síðustu ár og jukust tekjurn- ar um tuttugu prósent á síðasta ári. Vopnasalan er mjög umdeild í Svíþjóð og banna lög landsins til að mynda viðskipti með vopn til landa sem eiga í stríðsátökum. Þrátt fyr- ir það voru Bandaríkjamenn meðal stærstu viðskiptavina sænsku vopna- sölunnar. Umdeildari eru mikil viðskipti sænskra vopnaframleiðenda við Pakistani. Þeir hafa, nágrönnum sín- um í Indlandi til mikillar mæðu, gert tilraunir með eldflaugar sem geta borið kjarnorku. Sænsk lög banna einnig sölu á vopnum til landa þar sem borgarastyrjaldir geysa eða þar sem mannréttindi eru ekki virt. Saab stórtækt Stærsti einstaki framleiðandi her- gagna í Svíþjóð er Saab fyrirtækið sem er þekktara fyrir bifreiðar sínar en stríðsvopn. Tekjur fyrirtækisins af sölu vopna á síðasta ári numu um þrjátíu og fimm milljörðum íslenskra króna og vegur þar þyngst mikil eftirspurn eft- ir orrustuflugvélum fyrirtækis sem kallast Gripen. Stjórnvöld í Suður- Afríku fjárfestu í þannig vélum fyrir nokkra milljarða í fyrra. Þetta ríkasta land Afríku var stærsti kaupandinn á sænskum vopnum á síðasta ári. Ratsjártæki og sprengjur eru einnig meðal mest seldu hergagna frá vopnaframleiðendum í þessu hlutlausa ríki. Sænskar Gripen orrustuflugvélar Útflutningur svía á hergögnum jókst um tuttugu prósent á síðasta ári erlendarFréttir ritstjorn@dv.is Lögreglan í Danmörku hyggst í samstarfi við þarlendar ferðaskrif- stofur auka eftirlit með dönskum ferðamönnum í Asíu. Er markmið- ið að hafa upp á þeim Dönum sem misnota börn og unglinga kynferðis- lega í þeim löndum þar sem barna- vændi er algengt. Ferðaskrifstofur eru beðnar um að beina þeim fyrir- mælum til hótela og leiðsögumanna að þeir láti lögreglu vita gruni þá ein- hverja ferðamenn um að hafa gerst sekir um kynferðisglæp. Danskri löggjöf var nýlega breytt á þann veg að lögreglan getur höfðað mál gegn þeim Dönum sem verða uppvísir að því að misnota börn í útlöndum. Vilja ekki njósna um viðskipta- vininn Undirtektir danskra ferðaskrif- stofa við þessu átaki lögreglu hafa verið góðar. Hins vegar segir forsvars- maður ferðaskrifstofunnar Star tours í viðtali við dagblaðið MetroXpress að ekki sé áhugi fyrir því að njósna um ferðamennina eða auka eftirlit með þeim. Hann segir að skrifstofan hafi fram til þessa ávallt lagt áherslu á það við birgja sína í Asíu, til dæmis hótel að þau aðstoði ekki ferðamenn með kaup á vændi. Talsmaður danskra barnavernd- arsamtaka segir meirihluta þeirra Dana sem kaupi sér kynlífsþjónustu á ferðalögum vera venjulega borg- ara sem aðeins stundi þessa iðju í útlöndum. Barnaverndarsamtökin bjóða dönskum fararstjórum upp á námskeið til að gera þá meðvitaðri um kynferðisglæpi ferðamanna. Tæl- and er það land þar sem barnavændi hefur verið algengast hingað til en það er víða vaxandi vandamál. Lögreglan sker upp herör gegn kynferðisglæpum Dana í fríinu: Danskir kynferðisglæpamenn í útlöndum saksóttir heima Herferð gegn kynferðisglæpum danska lögreglan ætlar að sporna gegn því að danskir ferðamenn misnoti börn og unglinga í löndum þar sem barnavændi er algengt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.