Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Blaðsíða 10
föstudagur 16. mars 200710 Fréttir DV Samkvæmt bókhaldi Byrgisins, sem DV fékk í hendur, greiddi Guð- mundur Jónsson fyrir lóðir sínar í Grímsnes- og Grafningshreppi með peningum heimilisins. Um er að ræða afborganir í júní árið 2005. Samtals nemur upphæðin 241 þús- und krónum. Einnig má sjá í bók- haldinu að Byrgið greiddi af láni fyrirtækisins Úrím og Túmmím en það er í eigu Guðmundar og fyrr- um starfsmanns Byrgisins. Alls var skuldastaða Byrgisins í júní-júlí 2005, tæpar fjórar milljónir. Guðmundur Jónsson fyrrver- andi forstöðumaður Byrgisins heldur því fram að hann hafi greitt lóðirnar sex í Grímsnes -og Grafn- ingshreppi með reiðufé. Hann seg- ist hafa borgað um tvær milljónir fyrir þær. Samkvæmt því plaggi sem DV hefur undir höndum greiddi Byrgið af lóðunum. Alls er um þrjár afborganir að ræða á einum mán- uði, samtals 241 þúsund krónur. Í bókhaldinu kemur þó fram að búið sé að endurgreiða að minnsta kosti rúmar 121 þúsund krónur ennþá vantar um helming upp á reiknis- skil. Úrím og Túmmím Í bókhaldinu kemur einnig fram að Byrgið hafi borgað af endur- greiðsluláni fyrirtækisins Úrím og Túmmim. Fyrirtækið er í eigu Guð- mundar Jónssonar og Jóns Arn- arrs Einarsson, fyrrum starfsmann Byrgisins. Í bókhaldinu stendur ennfremur að Byrgið hafi borgað 220 þúsund króna lán fyrir fyrir- tækið. Einnig kemur fram að lánið hafi verið endurgreitt til Byrgisins. Fyrirtækið er eignarhaldsfélag sem sér um eignir Guðmundar. Þar á meðal þær sex lóðir sem hann seg- ist hafa borgað fyrir með reiðufé. Alls eru lóðirnar 17 hektarar. Efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra hefur kyrrsett fyrirtækið og allar eignir Guðmundar og Jóns ásamt eignum Magnúsar Einars- sonar sem starfaði eitt sinn í Byrg- inu. Hár launakostnaður Laun Guðmundar í júní er hálf milljón króna. Sérstakt greiðslu- kort sem stílað er á hann í bókhald- inu, sýnir auk þess að hann hafi eytt tæpri hálfri milljón á þessum mán- uði. Einnig er greiðslukort stílað á Byrgið sjálft. Útgjöld á því korti eru rúm ein milljón króna. Þá er reikn- ingur vegna Rarik óvenjulega hár en hann telur tæpar 200 þúsund krónur. Svo er Orkuveitureikning- ur upp á tæpar 140 þúsund krónur. Reikningarnir eru undarlega háir miðað við mánaðaruppgjör. Það má hugsanlega útskýra það með því að skuldirnar séu uppsafnað- ar en búið er að borga 65 þúsund krónur inn á Orkuveitureikning. Ríkið borgar brúsann Tekjur Byrgisins eru talsvert minni en útgjöld. Ríkið styrkir það mest eða um 2,2 milljónir króna. Þá sést 125 þúsund króna styrkur frá Högum en fyrirtækið var í tengsl- um við Bónus vegna matarkaupa. Fangelsismálastofnun greiðir 150 þúsund krónur, vegna samstarfs Fangelsismálastofnunar og Byrg- isins um að leyfa föngum að ljúka afplánun á heimilinu. Byrgið áætl- ar svo vistgjöld á vistmenn en það er rétt rúm milljón. Með því koma engar frekari skýringar. Því er ljóst að innkoma heimilisins var tæp þrjár og hálf milljón í júní árið 2005. Útgjöld þess voru rétt tæpar fjórar milljónir. Óljós sök Lögfróðir menn sem rætt var við segja óljóst hvort það sé ólöglegt að færa fé á milli fyrirtækja líkt og bók- hald Byrgisins sýnir. Einn nefndi þó að það væri afar óeðlilegt. Efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra rannsakar málið en all- ar eignir Guðmundar sem og fyrir- tækjanna Úrim og Túmmim hafa verið kyrrsettar. Verðmæti þeirra eigna sem hafa verið kyrrsettar nema um 37,9 milljónum króna. Ástæðan fyrir kyrrsetningu er að tryggja að eigunum verði ekki kom- ið undan ef til skaðabótkröfu kem- ur á hendur Guðmundi Jónsyni. Samkvæmt bókahaldsgögnum sem DV komst yfir greiddi Byrgið niður lóðir Guðmundar Jónssonar, fyrrum forstöðumanns Byrg- isins. Alls nemur upphæðin 241 þúsund krónum. Einnig greiddi Byrgið, samkvæmt bókhaldinu, niður lán fyrirtækis sem er í eigu Guðmundar og fyrrum starfsmanns Byrgisins. valuR gReTTisson blaðamaður skrifar: valur@dv.is Keypti lóðir með Byrgisfé Laun Guðmundar í júní er hálf millj- ón króna. Sérstakt greiðslukort sem stíl- að er á hann í bók- haldinu, sýnir auk þess að hann hafi eytt tæpri hálfri milljón á þessum mánuði. guðmundur Jónsson Heldur því fram að lóðirnar hafi ekki verið greiddar með fé Byrgisins. Heimili guðmundar Jónssonar Húsið sem guðmundur Jónsson býr í er byggt á lóð sem Byrgið greiddi að minnsta kosti þrívegis af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.