Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Blaðsíða 20
Fyrir nokkru birtist tónlistardómur í Morgunblaðinu eftir Orra Harðarson. Þessi dómur var stórkostlegur og varð klassík meðal tónlistaráhugamanna. Það væri van- mat að segja að þar hafi sólóskífa Geirs Ólafssonar ver- ið tekinn í bakaríið, nær lagi að hún hafi verið tekinn í Byrgið. Sá dómur bar sömu fyrirsögn og þessi pistill en hér er það annar Geir sem verður Ironmasteraður. Enda varðar mig ekkert um það hvaða félagsheimili hýsir Frank Sinatra í sópran og stepp upp á borðum meðan sú iðja er ekki á fjárlögum. Auk þess er Geir H. Haarde töluvert falskari. Allir vilja frið. Geir vill líka frið. Allir vilja líka kók og pulsu. Geir vill líka kók og pulsu. Spurningin er hversu mikið menn vilja frið. Ef menn vilja frið jafn mikið og þeir vilja eina með sinnep og steiktum þá endum við eingöngu með pulsuna. Það er búið að spyrja Geir hvort Ísland verði á ”lista hinna viljugu” ef Bandaríkin ráðast nú á Íran. Geir vill ekki útiloka að við styðjum Íranstríð. Hann segir bara að það hafi ekkert komið til umræðu. Nei Geir, held- ur ekki Íraksstríðið og þess vegna vorum við á þessum lista. Með lýðræðislegum umræðum hefðum við aldrei verið með í þessum trúðahóp af vandræðalegum ríkis- stjórnum. Í pólitískum apabúning Bretar og jafnvel Danir vilja taka þátt í nýju eldflauga- kerfi Bandaríkjamanna. Rökstuðningurinn snýst um að vesturlöndum sé ógnað, meðal annars af Íran. Þetta minnir á það þegar Colin Powell gerði sig að fífli frammi fyrir Sameinuðu þjóðunum með sjónvarpsmarkaðsleg- um rökstuðning á gjöreyðingarvopnaeign Íraka. Eina sem heimurinn sá voru gervitunglamyndir af trukkum að ferja rör. Fyrir Hvíta hús haukunum er ekki nema eins stafs munur á Írak og Íran. Þeir vilja bæði en það er líka bara eins stafs munur á sigri og ósigri. Geir, ekki þið blámennirnir gera þjóðina að fífli aftur. Þú og félag- ar í Valhöll megið ganga um í pólitískum apabúning en haldið þjóðinni utan við þetta grímuball. Íranir eiga ekki kjarnorkuvopn og það er ekki hægt að sanna að þeir séu að koma sér þeim upp. Hinar raunverulegu ástæður fyr- ir óstöðugleika í heiminum er fátækt og mengun en frá ykkur myndum við aldrei heyra: ”The war against pov- erty. You´re either with us or against us”. Vinalegi Repúblíkaninn Það er ekki að ástæðulausu sem Davíð og Halldór hurfu úr pólítik. Fólk hugsar ekki um Bergþórugötuna og Tanna þegar menn muna arfleifð Davíðs. Menn sjá í minningunni Davíð með uppistand um ”gróðurhús- áhrifin”, steppandi á öryrkjum og gamalmennum innan um kakkalakka og vatnskemmdar byggingar á Miðnes- heiði með gúmmísamning sem hann notar til að veifa burt flugum sem sækja eðlilega í rotgufurnar sem liðast uppúr Baugsmálum og Ironmasteruðum meðferðarúr- ræðum meðan Árni Johnsen læðist bakdyramegin inn í pólitík á ný. En nú er Geir H. Haarde hinsvegar mættur sem nýtt andlist Flokksins. Hann er vinalegi Repúblik- aninn meðan það vantaði hins vegar nokkra kafla í Dav- íð, aðallega þó kaflann um að Die Hard sé bíómynd og Bónus sé bara matvöruverslun. En Geir er að fara að gera svipaða hluti og Davíð. Hann er bara kurteisari og ekki jafn geðstirður. Geir virðist ætla að vera enn einn Flokksformaðurinn sem verður minnst fyrir að sigla einn í víking á Þjóðarskútunni. Þótt þjóðin sé enn í landi og enginn niðri í lúkar nema Sigurður Kári og Eyþór Arnalds og þeir séu fullir. Á að endurtaka leikinn á nýj- um stað? Eru menn búnir að gleyma útkomunni sein- ast þegar farið var í þrautakóng með Hvíta húsinu? Svo virðist sem enn einn Repúblikaninn sé kominn með Alzheimer. Reagan var með alvöru en hvaða afsökun hefur þú Geir? Föstudagur 16. mars 200714 Umræða DV Verið er að blása til kosningabaráttu. Þingið er að láta af störfum og stjórn- málamennirnir taka upp baráttu fyrir endurkjöri. Sumum hefur þegar verið hafn- að, aðrir ákváðu sjálfviljugir að hætta og svo eru nokkuð margir vissir um endur- kjör. Frá yfirstandandi þingi ganga þingmennirnir meðal annars með þá staðreynd að virðing þingsins hefur varla í annan tíma verið minni meðal þjóðarinnar, það segja mælingar. Svo virðist sem virðing Alþingis minnki stöðugt. Ummæli ýmissa þingmanna eru með þeim hætti að ekki er nokkur leið að fólk geti borið virðingu fyrir þing- inu. Einar Oddur Kristjánsson, einn af reyndari þingmönnum Sjálfstæðisflokks, sagði til að mynda að barningur þeirra Geirs H. Haarde og Jóns Sigurðssonar til að klambra saman sátt milli flokkanna og nota til þess stjórnarskrána væri mark- leysa og hefði ekkert að segja. Ekkert myndi breytast. Einar Oddur sagði þetta á lokuðum fundi, hann sagði þetta í beinni útsendingu Sjónvarps. Orð þingmanns- ins féllu nokkru áður en virðingarmælinging var gerð. Ekki hefur virðingin fyrir þinginu aukist við að heyra einn af reyndustu þingmönnum þjóðarinnar tala með þessum hætti, hann sagði formenn stjórnarflokkanna vera að leika sér með stjórn- arskrána, til þess eins að uppfylla heit Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgríms- sonar frá því fyrir fjórum árum. Ef meirihluti Alþingis ber ekki meiri virðingu fyrir stjórnarskránni en þetta, er ekki hægt að ætlast til að fólkið í landinu beri virðingu fyrir þinginu. DV byrjar í dag að fjalla um spillingu í íslensku samfélagi. DV mun halda áfram að fjalla um spillingu næstu daga. Af nógu er að taka og DV mun kappkosta að fjalla um það sem ekki hefur farið hátt hingað til. Vonandi hjálpar umfjöllunin ein- hverjum kjósendum við að gera upp hug sinn. Löng úttekt er í DV í dag um spill- ingu í samfélaginu og með henni er hrundið þeirri kenningu að hér sé ekki spill- ing. Hér á landi er spilling og á hana verður bent. Staðreyndir sem verða dregnar fram, orð stjórnmálamanna og gerðir þeirra munu vonandi ráða hvernig kosningarnar fara. Fagurgalinn má ekki ná yfirhönd- inni og til að svo verði ekki þurfa fjölmiðlar að standa vaktina með kjósendum. DV mun gera það. Nokkrir þeirra stjórnmálamanna sem sækjast eftir endurkjöri að þessu sinni koma fyrir í spillingarúttektinni svo það er ekki bara gott fyrir kjósendur að kynna sér umfjöllunina, það kann að vera nauðsynlegt. Kannski hefur margt af því sem tekið er fyrir heyrst áður. Það er ekki aðalmálið. Mestu skiptir að halda upplýsing- unum til haga og birta þær svo verkin falli ekki í gleymskunnar dá. Í aðdraganda kosninga er enn meiri nauðsyn fyrir vakandi fjölmiðla. Sigurjón M. Egilsson. Spilling og virðing Brautarholti 26 · 105 Reykjavík · 512 7000 · dv@dv.is DV greiðir 2.500 krónur fyrir þau fréttaskot sem leiða til frétta. Fyrir besta fréttaskot hverrar viku eru greiddar 5.000 krónur og 10.000 fyrir besta fréttaskot mánaðarins. 512 7070 frettaskot@dv.is Félagsmálaráðherra fjarri Magnús Stefánsson félagsmála- ráðherra missir af lokaspretti þingstarfana. Herdís Á. Sæ- mundardóttir, varaþingmaður hans, tók sæti hans á þingi í gær og situr til þingloka þó ekki sé setan löng að þessu sinni. Magn- ús stríðir enn við heilsuleysi það sem varð meðal annars til að hann varð að víkja úr ræðustól á Alþingi í síðustu viku, í miðri ræðu. Læknar hafa ráðlagt hon- um að hvíla sig og ná sér góðum áður en hann snýr til starfa. Gleymska forseta Þingmenn sátu sveittir í þingsæt- um sínum og greiddu atkvæði í gríð og erg í gær. Tuttugu þing- mála biðu afgreiðslu og máttu menn því þrýsta jafnt og þétt á takkana á borðum sínum. Þegar mikið gengur á vilja sumir hlut- ir gleym- ast. Eitt sinn leit Sólveig Pétursdótt- ir þingforseti yfir þingheim til að athuga hvort allir væru bún- ir að greiða atkvæði, leit síðan á töflu með atkvæðum og áttaði sig á að hún ætti enn eftir að greiða atkvæði sjálf. Atvinnusköpun Eitt af meginþemum stjórnmála- baráttunnar hefur í gegnum tíð- ina verið at- vinnusköpun, þó það hafi stundum ver- ið búið í ann- an búning í seinni tíð. Nú virðast menn farnir að sjá björtu hlið- arnar á deil- unni um stjórnarskrárákvæði for- manna stjórnarflokkanna. Í það minnsta segist Ágústi Ólafi Ág- ústssyni svo frá að einn lögmað- ur sem komið hafi fyrir stjórnar- skrárnefnd hafi séð þann helstan kost við tillöguna að hún væri at- vinnuskapandi fyrir lögmenn. Hinir ylhýru fingur Meðal þeirra mála sem hafa árum saman vafist fyrir þing- mönnum er frumvarp um Sigurlínar Margrétar Sig- urðardóttur varaþingmanns um að táknmál verði skilgreint sem fyrsta mál heyrnarlausra og heyrnar- skertra. Verði það að lögum styrkist réttarstaða þeirra sem eiga táknmál sem sitt móðurmál. Sigurlín var bjartsýn á að nú yrði frumvarpið loks að lögum eftir að hafa kynnt það fyrir þingflokki sjálfstæðismanna. Nú telja marg- ir að ekkert verði af því. Sandkorn Ekki meir, Geir kjallari Umbrot: dV. Prentvinnsla: Prentsmiðja morgunblaðsins. Dreifing: Árvakur. dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. ÚtGáfufélaG: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. Stjórnarformaður: Hreinn loftsson framkVæmDaStjóri: Hjálmar Blöndal ritStjóri oG áByrGðarmaður: Sigurjón m. Egilsson fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson fréttaStjóri: Þröstur Emilsson auGlýSinGaStjóri: auður Húnfjörð Kínastofan • Stórhöfði 17 • 110 Rvk • 577 7007 Thai nudd Að fá Thai nudd er eins og að fara í jógatíma án þess að hafa neitt fyrir því. Og fá svæðanudd í leiðinni. Bjóðum einnig upp á sogæðanudd sem grennir og hreinsar líkamann. 15% afsláttur vikuna 9.-15. mars. Hringdu strax og pantaðu tíma í s. 577-7007. Erpur Þ. EyvindArson tónlistarmaður skrifar „Geir vill ekki útiloka að við styðjum Íranstríð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.