Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Blaðsíða 26
föstudagur 16. mars 200726 Helgarblað DV K abbalah var kynnt fyrir þeim Íslendingum sem vildu kynn- ast fræðun- um betur, en þau hafa fram að þessu aðal- lega verið tengd Madonnu og öðr- um heimsfrægum stórstjörnum. En það er miklu meira sem býr að baki kabbalah en stjörnur sem aðhyllast trúarbrögðin. Þeir sem fylgjast vel með tísku og fræga fólkinu hafa ef- laust tekið eftir rauða bandinu sem vafið er um úlnliði margra fræg- ustu stjarna heims. Beckham og frú, Britney Spears, Gwyneth Paltrow, Elizabeth Taylor, Demi Moore, Ma- donna; öll eru þau með þetta rauða band, sem virðist ekki vera meiri „skartgripur“ en einfaldur rauð- ur þráður sem búið er að binda um úlnliðinn. Ef þið fylgist vel með, þá sjáið þið í „Everytime“ myndbandi Britney Spears að þegar hún rís upp úr baðkerinu eftir martröð eða mis- heppnaða sjálfsmorðstilraun (dæmi hver fyrir sig) þá er þetta band um vinstri úlnlið hennar og sést vel þeg- ar hún þurrkar sér um andlitið. Hvað er þetta band, fyrir hvað stendur það og af hverju eru allir með það?? Vernd frá hinu illa auga Bandið kallast „Red String“ (Rauða bandið) og er eitt af vernd- artáknum kabbalah. Bandinu er ætlað að vernda fólk frá „Hinu illa auga“ sem er neikvæð orka frá öðru fólki og neikvæð augnaráð sem ann- að fólk á til að senda manni. Kannski skiljanlegt að umdeildar stjörnur þurfi á því að halda?! En hvað með okkur hin? Þurfum við þetta band? Nánast allt sem tengist kabbalah virðist vera eldfimt og tvær, þrjár, ef ekki fjórar hliðar á hverju því sem sagt er um fræðin. Sem dæmi má nefna að stundum er kabbalah kall- að trú og stundum dulspeki, stund- um hvort tveggja og stundum hvor- ugt! Í þessari grein mun ég ekki leggja dóm á hvert af þessu kabb- alah er en mun þó kalla þetta trú- arbrögð eftir sem áður og stikla á stóru eftir að hafa lesið mér heil- mikið til um fræðin. Rétt eins og sterkt og voldugt tré, þá hafa öll trú- arbrögð greinar. Kabbalah er grein úr gyðingdómi, sem tengist dul- hyggju, þó svo alls ekki séu allir gyð- ingar kabbalahtrúar og ekki allir kabbalahtrúar gyðingar. Trúin bygg- ir á „Zohar“ (sem er túlkun á „Torah“, fyrstu bók Gamla testamentisins) auk þess sem hún inniheldur líka talna- og dulspeki og þykir það erf- ið og illskiljanleg, að fólki er ráðlagt að byrja ekki að nema kabbalah að ráði fyrr en eftir fertugt! Því er einn- ig hjátrú um að kenna því guðfeður kabbalahtrúarinnar dóu fyrir fertugt og er það einnig ástæðan fyrir að fólk hreinlega þorir ekki að byrja að nema fræðin að einhverju ráði fyrr en eftir þann aldur. Falleg hugsjón og sannfæring- arkraftur Madonnu Madonna, sem reyndar er með yfirburðagreind og skyldi því fáa undra að hún fái tíu í öllu í kabb- alah-fræðum, hefur sannfært mann sinn, leikstjórann Guy Ritchie, sem var trúlaus áður en þau kynntust, um gildi trúarinnar og eru þau nú bæði heittrúuð og virt innan kabb- alah menningarinnar, þó svo það hafi tekið hann lengri tíma að að- hyllast kabbalah en frúna. Hjónin sækja námskeið og messur reglu- lega og Lourdes dóttir Madonnu er einnig í sunnudagaskóla þar sem hún nemur fræðin. Kabbalahfræð- in eru falleg hugsjón; þau snúast um að við séum ein heild og verðum því öll að hlúa hvert að öðru, hvort sem um er að ræða menn, dýr eða jurt- ir, svo heildin geti skapað hamingju. Madonna hefur slíkan sannfæring- armátt, enda ein áhrifamesta stjarna okkar samtíma, að Britney Spears, sem er fædd og uppalin baptisti hef- ur, eftir kynni sín af Madonnu, snúið baki við sinni trú og lengi stóð til að hún giftist Kevin Federline í kabb- alahathöfn. Svo fór reyndar ekki en á meðan sú hugmynd var til umræðu hjá Britney og Kevin olli það fjöl- skyldu stjörnunnar mikilli gremju og ama. Demi Moore og Ashton Kutcher giftu sig hins vegar í kabb- alah-athöfn. Hvort Madonna kynnti kabbalah fyrir þeim skal ósagt lát- ið… Madonna er reyndar sjálf fædd og uppalinn kaþólikki og dóttir hennar, Lourdes, er nefnd eftir helg- um stað kaþólikka í Frakklandi. Hún var þó skírð áður en Madonna sner- ist til kabbalahtrúar. Reyndar kom mörgum á óvart þegar slúðurblað í Bretlandi birti myndir af Madonnu að koma út úr kabbalah-miðstöð- inni í London í bol með mynd af Maríu mey, sem er heilög í augum kaþólskra og margir þeirra biðja til hennar á sama hátt og til Guðs eða Jesú. Þó kaþólskir og gyðingar trúi á sama guð þá trúa gyðingar því að Messías sé enn ókominn en kaþól- ikkar og mótmælendur að Jesús sé Messías. Þessi þversögn í trúarskiln- ingi Madonnu vekur óneitanlega upp fleiri spurningar en ella og nóg var af þeim fyrir! Trúin og fræðin lifað í 500 ár Kabbalah er hebreskt orð og þýðir „að þiggja“. Leiðbeiningar og fyrirmæli trúarinnar eru á hebr- esku og arameísku og hafa aldrei verið almennilega þýdd yfir á önn- ur tungumál og því auðveldlega misskilin og þarf kabbalahrabbíni að kenna fræðin. Eftir að kabbalah varð jafn vinsælt og það er núna, er þó byrjað að þýða fræðin yfir á nú- tímatungumál en eftir sem áður er kennslan í höndum rabbína. Hins vegar er það ekki svo auðvelt að maður bara skrái sig í Kabbalah- skóla eða – námskeið. Samkvæmt fræðunum finnur rabbíninn nem- andann þegar nemandinn er tilbú- inn að skilja kabbalah. Bæði gyð- ingar og þeir sem aðhyllast önnur trúarbrögð stunda kabbalah. Þótt svo „Kabbalah-æðið“ hafi verið í gangi í Hollywood nú í nokkur ár þá hafa fræðin og trúin lifað góðu lífi í yfir 500 ár. Sagt er að þegar orð Guðs kom til Móse á fjallinu þá hafi hann bara skrifað niður það sem við þekkjum í dag sem boðorðin tíu. Hins vegar segja þeir sem aðhyllast kabbalah trúa því að hafi Guð sagt heilmargt sem ekki var skrifað nið- ur heldur hafi þau lög og orð hans fylgt manninum kynslóð eftir kyn- slóð í munnlegri geymd og eiga nú að mynda eina heild sem kabbalah- speki. Helsta skilyrðið til að aðhyll- ast trúna er nemandinn viðurkenni að „Torah“ og „Zohar“ séu guðleg og, skilji maður textann nógu vel, geti maður leyst leyndardóminn um tilveru og upphaf heimsins. Ekki skrifa „Guð“! Í kabbalah er Guð nefndur á nafn en þar sem fylgjendur trúarinnar eru hræddir um að fólk geri lítið úr nafni hans er það yfirleitt skrifað G- ð…! Nú vita flestir hvað hann heitir svo það er nokkuð skrítið að þessari hefð sé haldið við! En hefðir eru nú til þess að halda þeim við, ekki rétt? G-ð er yfirleitt kallaður Óendanlega veran og nemendum gert ljóst að Óendanlega veran elskar mann af öllu hjarta og ef maður bara gerði sér grein fyrir hversu elskaður mað- ur væri af henni þá yrði maður frá sér numinn af sælu. Önnur kenn- ing er sú að sál manns sé uppspretta endalausrar hamingju; börn fæðist hamingjusöm og að óhamingja sé lærð en ekki frá sálinni komin. Ég er ekki viss um að sálfræðingar og geð- læknar 21. aldarinnar séu því sam- mála en legg það algjörlega í hend- ur lesenda að dæma fyrir sig! Einnig segir að hamingja sé ekki markmið heldur sé hamingja einfaldlega að njóta lífsins eins og það er. Þau vandamál sem mæta okkur á lífs- leiðinni eru sérhönnuð fyrir hvert og eitt okkar til að kljást við en ekki bara óheppni. Fyrsta hárklipping skref til manndóms Ólíkt kristninni er fólki ráðið frá því að biðja G-ð um eitthvað til handa sjálfu sér, hvort sem það er hamingja eða eitthvað annað. Sam- kvæmt kabbalah er það eigingjörn ósk og verður því ekki uppfyllt. Þú verður að biðja fyrir heildinni, ekki bara eigin hamingju. Eins og með flest önnur trú- arbrögð þá er hugsjónin falleg og fræðin áhugaverð. Spurningin er, Kabbalah í Kópavogi Það verður spennandi að sjá hvernig Íslend- ingar taka þessum trú- arbrögðum og lífsstíl. Ætli rauða bandið verði aðaljólagjöfin í ár?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.