Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2007, Blaðsíða 44
og góðu rauðvíni ef stemmingin er
þannig.
l 2 kjúklingabringur.
l Findus smjördeig, 1 plata, látið
þiðna í plastfilmu.
l Hveiti.
l Egg.
l Ferskt estragon.
l Gráðostur.
l Vorlaukur, 3 stönglar.
l Scallott-laukur, 2 stk.
l Nokkrir kantarellusveppir.
l Ferskt tagliatelle-pasta.
l Caesar salat í poka.
l Ferskur parmesanostur.
l Herbamare-hafsalt með kryddjurt-
um.
l Svartur malaður pipar.
l Basilikum ólífuolía.
l Matreiðslurjómi.
l Hvítvín.
Gott er að útbúa fyllinguna áður en
bringurnar eru steiktar. Setjið í mat-
vinnsluvél rúmlega helminginn af
gráðostinum. Sneiðið niður vorlauk-
inn, scallottlaukinn og sveppina og
bætið dálitlu af olíu út í. Allt hrært
vel saman.
Kryddið bringurnar með salti
og pipar og steikið á pönnu í olí-
unni. Takið af pönnunni og haldið
heitu. Sáldrið hveiti yfir smjördeig-
ið og fletjið út með kökukefli. Þeytið
egg og penslið smjördeigið. Skerið
þunnar sneiðar í bringurnar og setj-
ið fyllinguna yfir. Leggið smjördeig-
ið yfir, pakkið saman og setjið í eld-
fast mót. Penslið vel þeyttu egginu
yfir bringurnar og stráið fersku estr-
agon yfir. Setjið í ofn og bakið í
30 mínútur við 170 - 180 gráður
eða þar til smjördeigið er orð-
ið fallega brúnt. Setjið afgang-
inn af gráðostinum á pönn-
una sem bringurnar voru
steiktar á ásamt matreiðslu-
rjóma,hvítvínsslettu og
nokkrum kantarellusvepp-
um. Hrærið vel saman
eða þar til sósan er löguð.
Setjið tagliatelle past-
að í sjóðandi vatn og
sjóðið í 3 - 5 mín-
útur eftir leið-
beiningum. Lát-
ið vatnið renna
af pastanu. Tak-
ið fram 2 diska
(gott að hafa þá forhitaða), skreytið
jaðar diskanna með salatinu, leggið
því næst pastað meðfram salatinu,
hellið sósunni yfir pastað og leggið
síðan bringuna á miðju disksins. Ríf-
ið ferskan parmesan ost og sáldrið
yfir og berið fram.
Með þessum rétti mæli ég með
ítalska rauðvíninu Tenute Marchese
Antinori Chianti Classico Riserva
2001.
FöStudaGur 16. MarS 200744 Helgarblað DV
Gunnar skorar
á frænku sína,
Hrafnhildi
Hákonardóttur,
einkaþjálfara í
World Class og
segir um hana:
„Hún Habbý er ekki
aðeins besta frænka
mín heldur góður
vinur líka. Hún er
frábær kokkur og
kemur manni
sífellt á óvart
með framandi
og spennandi
réttum.“
Gunnar M. Erlingsson,löggiltur end-
urskoðandi er matgæðingur DV
þessa vikuna. Sigurjón Vilbergsson,
læknir, skoraði á hann og sagði við
það tækifæri: „Það er ekki nóg með
að maðurinn sé endurskoðandinn
minn, hann er auk þess mikill mat-
gæðingur og frábær kokkur.“
Gunnar segir að starf endurskoð-
andans sé krefjandi og vinnudagur-
inn oft langur. „Eftir erfiðan vinnu-
dag nýt ég þess að slaka á yfir pottum
og pönnum og töfra fram einhverja
góða rétti. Það má segja að þetta sé
mitt áhugamál. Ég styðst ekki mikið
við uppskriftir heldur gef oft ímynd-
unaraflinu lausan tauminn. Hluti af
þessu áhugamáli mínu er að sækja
góð veitingahús og verð ég að segja
að ég er frekar íhaldssamur í þeim
efnum, enda endurskoðendur þekkt-
ir fyrir slíkt. Af öðrum stöðum ólöst-
uðum þykir mér Hótel Holt bera af í
matgæðum, framsetningu og þjón-
ustu. Þá förum við hjónin árlega til
London og eigum þar okkar uppá-
haldsveitingastaði. Ég get ekki látið
hjá líða að minnast á eitt glæsilegasta
matargerðarmusteri í Portúgal, sem
staðsett er í Algarve á suðurströnd
Portúgals, og heitir Villa Joya. Þetta
er lítið hótel á 2 hæðum og státar af
einhverjum glæsilegasta veitinga-
stað í Evrópu, enda stjörnum prýdd-
ur með 2 Michelin, sá eini í Portú-
gal. Það er einstök upplifun að dvelja
þarna. Þessi staður er sannkölluð
paradís.“
Gunnar hefur uppskrift að tveim-
ur réttum, annars vegar réttur sem er
fastaréttur á heimilinu á mánudög-
um og svo helgarrétt.
Plokkfiskur að hætti
hússins:
(4 - 6 manns)
l 800 grömm plokkfiskur úr fiskborði
Hagkaupa.
l rifinn gratínostur í poka, 2 pokar.
l Bearnaise Sauce (Jensen’s Böfhus),
fæst í Hagkaup.
l Karrý de lux (Pottagaldrar).
Ég laga þennan rétt gjarnan eins
og lasagna. Set eitt lag af fiskinum
í eldfast mót, örlítið karrý yfir, því
næst bearnaise yfir fiskinn og síðan
ostinn. Endurtaka þetta síðan aftur.
Baka í ofni í 30 - 40 mínútur við 180
gráður eða þar til osturinn er bráðn-
aður og bakaður.
Með þessu er ómissandi að
hafa rúgbrauð (Nonnabrauð) með
smjöri.
Eftirlæti lilju:
innbakaðar kjúklingabring-
ur mEð svEPPa- lauk- og
gráðostafyllingu
Þessi réttur er uppáhaldsrétt-
ur minnar heittelskuðu og er tilval-
inn í helgarkvöldverð yfir kertaljósi
l 1/2 dl sykur
l 2 dl ljóst síróp
l 2 dl salthnetur
l 340 g hnetusmjör
l 8 dl Special K kornflex
l 2 dl gróft kókosmjöl
l 120 g hrískúlur frá Freyju
l 150 g suðusúkkulaði
l 150 g rjómasúkkulaði
Sykur og síróp sett í pott og soðið í 15-20
mínútur. Salthnetum (ósaxaðar) og
hnetusmjöri bætt út í pottinn að þeim
tíma liðnum.
Special K, kókosmjöl og hrískúlur.
Innihaldi pottsins hellt yfir og blandað
með sleif Í stóra skál. Sett í ofnskúffu og
þrýst. Súkkulaðið er brætt og sett yfir.
Kælt í ísskáp í ca 3 klst. Skorið í bita.
uppskrift: Monsa
U m s j ó n : J a n u s S i g u r j ó n s s o n . N e t f a n g j a n u s @ d v . i s
&Matur vín
Tommasi Ripasso, Ítalía
Tommasi Ripone er þekkt undir nafninu „baby
Amarone“ vegna þess að hratinu úr framleiðslu
Amarone er bætt í tunnurnur, sem gefur hið
sérstæða bragð sem það ber. Liturinn er rúbín
rauður, margslunginn og fágaður ilmur, flott bragð
í alla staði, fín fylling með krydduðum rúsínu keim
og ávöxtum. Lambakjöt er flott val með þessu víni
en einnig má prufa það með gæs og önd.
Sérstaklega gott með hörðum ostum. Frábær kaup
í alla staði.
Verð í Vínbúðum ÁTVR: 1.850 krónur
MarquesCasa Concha
Cabernet Sauvignon, Chile
Frábært vín sem nýtur sín virkilega vel með
mat í fínni kantinum, sé þetta sem algjöra
sleggju með villibráð. Þetta var eina vínið frá
Chile sem komst inn á topp 100 listann hjá
Wine spectator árið 200ö en það segir okkur
töluvert um gæði þess. Brennandi rúbínrauð-
ur litur, ilmurinn er með vott af ristaðri eik,
sólber og kirsuber. Einstklega mjúkt bragð og
í flottu jafnvægi.
Verð í Vínbúðum ÁTVR: 1.790 krónur
Wyndham Estate
Bin 555 Shiraz
Hér er á ferðinni frekar opið og þroskað vín,
frábært með nautasteikinni, mikil fylling,
þar sem þroskaðir ávextir áberandi í bland
við lakkrís, dökkt súkkulaði og vanillu.
Dökkrauður litur með purpurarauðum blæ,
langt og gott eftirbragð með mjúku tanníni
sem gerir vínið enn meira spennandi. Shiraz
er að verða ein vinsælasta þrúgan á Íslandi
og þetta vín er dæmi um magnað Shiraz.
Verð í Vínbúðum ÁTVR: 1.490 krónur
axEl ó.
skrifar: axelo@visir.is
Hvað þarf mikið vín í veislur?
Í matarveislu má miða við að tveir deili með sér einni 750 ml flösku af
léttu víni. Með pinnamat eða við móttöku sem tekur 2-3 tíma má
reikna með 1 lítra af bjór á mann og/eða að tveir deili með sér flösku
af léttu víni. Ef notað er sterkt áfengi má reikna með 4 sjússum á
mann. Sjússinn er 3 cl þannig að ein 700 ml flaska af sterku áfengi
dugar fyrir sex manns.
Gunnar M. Erlingsson Matgæðingurinn
Endurskoðandiog frábær kokkur
silfur
uPPskrift fyrir 8
l 6 gæsabringur, hamflettar og
fituhreinsaðar (má einnig nota önd,
þá þarf fleiri bringur)
l 2 box fersk kirsuber – steinhreinsuð
og skorin til helminga
l 2 shallott laukar – saxaðir smátt
l 2 msk. sykur
l 1 ½ bolli púrtvín
l 12 msk. smjör í bitum
l 8 kvistir rósmarín
l Salt og nýmalaður pipari
l Ólífuolía
Ofninn hitaður í 180°. Saltið og piprið
bringurnar. Steikið bringurnar við góðan
hita á pönnu í örlítilli ólífuolíu. Færið
bringurnar í eldfast fat og setjið í ofn í 12
mín. – varist að ofelda. athugið að eldun
heldur áfram í nokkrar mínútur eftir að
þær koma úr ofninum. Meðan bringurnar
bakast í ofninum eru kirsuberin sett á
pönnuna ásamt lauknum, víninu og
sykrinum. Sjóðið saman í 5 – 6 mín. eða
þar til berin eru elduð. takið af hitanum
og þeytið smjörbita í einn í einu.
Bragðbætið með salti og pipar. takið
bringurnar úr ofninum og látið jafna sig í
nokkrar mín. Skerið niður – raðið á diska
setjið sósu yfir og einn rósmarín kvist á
hvern disk. Berið fram með risotto með
villisveppum og eplasalati með kóríander
og engifer.
Íslensk villigæs
á ítölskum slóðum
Helgarnammið
Special K
DV MYND STEFÁN
Brons
gull